Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Listamenn frá Úkraínu í Norræna húsinu

Í grám­an­um í Reykja­vík þessa dag­ana leyn­ist ým­is­legt. Laug­ar­dag­inn 4. fe­brú­ar var opn­uð stærsta sýn­ing árs­ins hjá Nor­ræna hús­inu. Þetta er þverfag­leg sýn­ing sjö lista­manna frá Úkraínu og ber nafn­ið: Hvernig ég komst í sprengju­byrg­ið.

Listamenn frá Úkraínu í Norræna húsinu
Hvernig ég komst í sprengjubyrgið Þverfagleg sýning sjö úkraínskra listamanna í Norræna húsinu.

Sýningin hvelfist um leið listamannanna að þeirra eigin „persónulega sprengjuskýli“, að sögn Kolbrúnar Ýrar Einarsdóttur, kynningar- og samskiptastjóra hússins. En í kynningartexta segir:

Í sýningunni kafa listamennirnir djúpt ofan í eigin reynslu af stríðinu (innrás Rússa í Úkraínu), þrána eftir friðsælu lífi, leiðina til þess að þrauka af og vonina um framtíðina.

Fimm listamannanna komu til landsins og voru viðstaddir opnunina en borgarstjóri Reykjavíkur opnaði sýninguna, enda er Reykjavíkurborg vinaborg Lviv í Úkraínu og bæði Yuliia Sapiga, sýningarstjóri sýningarinnar, og flestir listamennirnir koma frá Lviv.

Yuliiu Sapiga

Norræna húsið hóf samstarf með Artist at Risk, samtökum í Finnlandi sem sérhæfa sig í að koma til bjargar listamönnum sem búa við hættulegar aðstæður. Í gegnum þessi samtök komust á kynni við Yuliiu Sapiga sem er aðeins 23 ára. Henni var boðið að koma til starfa hjá Norræna húsinu sem sýningarstjóri yfir úkraínskum verkefnum og hún flutti til Íslands ásamt móður sinni í júlí 2021. 

Í stuttri heimsókn í Norræna húsið var auðheyrt á starfsfólkinu að það væri sérstök upplifun að undirbúa myndlistarsýningu með listamönnum frá landi þar sem geisar stríð.

Oft var erfitt að ná sambandi við listamennina og eins að starfa með grafískum hönnuði í Úkraínu því bæði internet og rafmagn hökti, á sumum stöðum var aðeins virkni í fjórar klukkustundir. Nauðsynlegt var svo að sækja um sérstakt leyfi fyrir karlmennina að fá að ferðast til Íslands, þar sem herskylda ríkir í Úkraínu.

Maxim Finogeev

 

Fyrst daginn fyrir brottför var ljóst að listamaðurinn Maxim Finogeev myndi ná að koma með því leyfið barst ekki fyrr. Hann flýtti sér í lest og var sextán klukkustundir á leiðinni til Póllands, þaðan sem þau flugu.

Auk þess var flókið að fá listaverkin til landsins. Það var örðugleikum háð að finna flutningsaðila til að taka að sér verkefnið og um hríð voru verkin föst í sendiferðabíl við landamæri Úkraínu og Póllands. Á endanum fannst þó aðili sem þorði að taka verkefnið að sér og fara með bílinn og verkin yfir landamærin.

Verk: Olena Subach

Í næsta blaði verður umfjöllun um verk þeirra jafnt sem sýninguna í heild.

Þangað til getur þú, lesandi góður, hlakkað til – og vonandi bregður þú þér á sýninguna í millitíðinni.                   

Listamennirnir eru flestir fæddir áttatíu og eitthvað – og heita: Kinder Album, Mykhaylo Barabash, Jaroslav Kostenko, Sergiy Petlyuk, Olena Subach, Art Group Sviter, Maxim Finogeev. Sýningarstjóri er Yuliia Sapiga og Olenka Zahorodnyk sér um grafíska hönnun.

Í bili er vert að staldra við þessi orð sem Olena Subach skrifaði:

Við sjáum ekki lengur neina framtíð

Borgin sem ég bý í, Lviv, er í vesturhluta Úkraínu og hún er í dag stærsta miðstöð heims sem fólk hefur flúið til undan sprengjuárásum. Úkraínumenn, sem flúið hafa heimkynni sín og dvelja nú í Lviv, telja yfir þrjú hundruð þúsund manns, samkvæmt opinberum tölum. Erfitt er að gera sér umfangið í hugarlund en til skýringar þá jafngildir það því að allir íbúar Íslands hefðu tekið sig upp og flutt til Lviv. Í raun er það svo, að frá upphafi stríðsins hefur Lviv orðið að stað þar sem milljónir flóttafólks hefur fundið sér tímabundið skjól, á meðan þau leita að öruggum dvalarstað. Sum þeirra gætu átt endurkvæmt heim til sín, en fjöldi fólks hefur að engu að hverfa, þar eð heimaslóðir þeirra, borgirnar sem þau bjuggu í, hafa verið þurrkaðar af yfirborði jarðar. Eins og gerðist með Maríupól.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár