Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

KGB-maðurinn lokar safni andófsmannsins á „afmæli“ innrásar

KGB-maðurinn lokar safni andófsmannsins á „afmæli“ innrásar
Sakharov og Pútin. Annar þeirra barðist einarðlega fyrir mannréttindum og helgi mannlífsins. Hinn berst jafn einarðlega gegn hvoru tveggja.

Einn hugrakkasti andófsmaðurinn gegn þeirri kúgun og þeim mannréttindabrotum sem viðgengust í Sovétríkjunum var kjarneðlisfræðingurinn Andrei Sakharov. Hann átti á sínum tíma mikinn þátt í að þróa sovésku vetnissprengjuna en snerist síðan gegn stjórnvöldum í landi sínu og hóf óþreytandi baráttu gegn kúgunarstjórninni.

Árið 1975 fékk Sakharov friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína. Hann fékk að sjálfsögðu ekki að fara til Stokkhólms að taka við verðlaunum en það gerði kona hans Yelena Bonner fyrir hans hönd.

Síðar var Sakharov sendur í „útlegð innanlands“ eins og það var kallað og dvaldi í mörg ár í borginni Gorkí. Alltaf hélt hann mannlegri reis sinni.

Þetta var á árunum 1980-1985.

Sakharov dó 1989 og lifði því ekki að sjá upplausn kúgunarríkisins þótt mjög væri þá farið að trosna úr því.

Yelena Bonnervar ekki síður hugrakkur andófsmaður en eiginmaður hennar. Hún skrifaði líka stórmerkar æviminningar. Yelena dó 2011.

Hugdirfska og æðruleysi Sakharovs gagnvart drungalegu ægivaldi Kommúnistaflokksins og leyniþjónustunnar KGB verða lengi í minnum höfð.

Einmitt til að halda þeirri minningu á lofti var veglegu safni um Sakharov komið upp í Moskvu árið 1996 og var lengi fjölsótt.

En sama árið og Sakharov fékk Nóbelsverðlaunin gekk 23 ára piltur frá Leníngrad til liðs við leyniþjónustuna KGB.

Sá hafði hvorki hugmyndaflug né hugrekki né mannkærleik til að berjast gegn kúgun og ofríki. Þvert á móti sá hann ekkert athugavert við þvíumlíkt og vildi taka þátt í að viðhalda því.

Og þegar Sakharov var í útlegð í Gorkí var ungi KGB-maðurinn kominn til starfa í Austur-Þýskalandi við að berja niður frelsisþrá fólks bæði þar og annars staðar.

Vladimír Vladimírovitsj Pútin.

Og um síðir náði KGB aftur völdum í Rússlandi í líki hans.

Árið 2014 byrjaði gamli KGB-maðurinn að þjarma að safninu um andófsmanninn knáa. Pútin var þá farinn að viðra næsta opinberlega þann draum sinn að endurreisa Sovétríkin sem Sakharov hafði barist gegn.

Safnið um hinn hugrakka andófsmann var þá flokkað sem óvinur ríkisins því það „veitti útlendingum aðstoð“ — einhvern veginn svoleiðis var það orðað. Og þar með var safnið svipt öllum opinberum stuðningi.

Og nú á dögunum var safnstjóranum tilkynnt að loka ætti safninu eigi síðar en 24. febrúar.

Sakharov-safninu í Moskvu er gert að loka endanlega.Myndina tók Marina Turténkova fyrir Le Monde.

Dagsetningin er vitaskuld ekki út í hött, þótt safnstjórinn Natalja Tjúrina hafi ekki viljað lesa neitt í það þegar blaðamenn Le Monde í Frakklandi höfðu samband við hana á dögunum.

Hún var þá önnum kafin við að pakka niður safngripunum svo allt yrði örugglega komið út á tilsettum degi.

Þeim degi þegar gamli KGB-maðurinn mun „halda upp á “ að rétt ár verður liðið frá innrás hans í Úkraínu. 

Enn eitt dæmið um að endurreisn Sovétríkjanna er í fullum gangi.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár