Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

KGB-maðurinn lokar safni andófsmannsins á „afmæli“ innrásar

KGB-maðurinn lokar safni andófsmannsins á „afmæli“ innrásar
Sakharov og Pútin. Annar þeirra barðist einarðlega fyrir mannréttindum og helgi mannlífsins. Hinn berst jafn einarðlega gegn hvoru tveggja.

Einn hugrakkasti andófsmaðurinn gegn þeirri kúgun og þeim mannréttindabrotum sem viðgengust í Sovétríkjunum var kjarneðlisfræðingurinn Andrei Sakharov. Hann átti á sínum tíma mikinn þátt í að þróa sovésku vetnissprengjuna en snerist síðan gegn stjórnvöldum í landi sínu og hóf óþreytandi baráttu gegn kúgunarstjórninni.

Árið 1975 fékk Sakharov friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína. Hann fékk að sjálfsögðu ekki að fara til Stokkhólms að taka við verðlaunum en það gerði kona hans Yelena Bonner fyrir hans hönd.

Síðar var Sakharov sendur í „útlegð innanlands“ eins og það var kallað og dvaldi í mörg ár í borginni Gorkí. Alltaf hélt hann mannlegri reis sinni.

Þetta var á árunum 1980-1985.

Sakharov dó 1989 og lifði því ekki að sjá upplausn kúgunarríkisins þótt mjög væri þá farið að trosna úr því.

Yelena Bonnervar ekki síður hugrakkur andófsmaður en eiginmaður hennar. Hún skrifaði líka stórmerkar æviminningar. Yelena dó 2011.

Hugdirfska og æðruleysi Sakharovs gagnvart drungalegu ægivaldi Kommúnistaflokksins og leyniþjónustunnar KGB verða lengi í minnum höfð.

Einmitt til að halda þeirri minningu á lofti var veglegu safni um Sakharov komið upp í Moskvu árið 1996 og var lengi fjölsótt.

En sama árið og Sakharov fékk Nóbelsverðlaunin gekk 23 ára piltur frá Leníngrad til liðs við leyniþjónustuna KGB.

Sá hafði hvorki hugmyndaflug né hugrekki né mannkærleik til að berjast gegn kúgun og ofríki. Þvert á móti sá hann ekkert athugavert við þvíumlíkt og vildi taka þátt í að viðhalda því.

Og þegar Sakharov var í útlegð í Gorkí var ungi KGB-maðurinn kominn til starfa í Austur-Þýskalandi við að berja niður frelsisþrá fólks bæði þar og annars staðar.

Vladimír Vladimírovitsj Pútin.

Og um síðir náði KGB aftur völdum í Rússlandi í líki hans.

Árið 2014 byrjaði gamli KGB-maðurinn að þjarma að safninu um andófsmanninn knáa. Pútin var þá farinn að viðra næsta opinberlega þann draum sinn að endurreisa Sovétríkin sem Sakharov hafði barist gegn.

Safnið um hinn hugrakka andófsmann var þá flokkað sem óvinur ríkisins því það „veitti útlendingum aðstoð“ — einhvern veginn svoleiðis var það orðað. Og þar með var safnið svipt öllum opinberum stuðningi.

Og nú á dögunum var safnstjóranum tilkynnt að loka ætti safninu eigi síðar en 24. febrúar.

Sakharov-safninu í Moskvu er gert að loka endanlega.Myndina tók Marina Turténkova fyrir Le Monde.

Dagsetningin er vitaskuld ekki út í hött, þótt safnstjórinn Natalja Tjúrina hafi ekki viljað lesa neitt í það þegar blaðamenn Le Monde í Frakklandi höfðu samband við hana á dögunum.

Hún var þá önnum kafin við að pakka niður safngripunum svo allt yrði örugglega komið út á tilsettum degi.

Þeim degi þegar gamli KGB-maðurinn mun „halda upp á “ að rétt ár verður liðið frá innrás hans í Úkraínu. 

Enn eitt dæmið um að endurreisn Sovétríkjanna er í fullum gangi.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár