Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samfylkingin stærsti flokkurinn hjá Gallup í fyrsta sinn síðan 2009

Grænu flokk­arn­ir í rík­is­stjórn hafa tap­að miklu fylgi það sem af er kjör­tíma­bili og hafa ekki mælst minni síð­an það hófst. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í námunda við kjör­fylgi sitt en mæl­ist ekki leng­ur stærsti flokk­ur lands­ins. Rík­is­stjórn­in mæl­ist kol­fall­in.

Samfylkingin stærsti flokkurinn hjá Gallup í fyrsta sinn síðan 2009
Formaður Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í fyrrahaust hefur fylgi flokksins vaxið hratt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sam­fylk­ingin mælist með 25,3 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun Gallup og þar með stærsti flokkur landsins. Fylgi Samfylkingarinnar hefur ekki mælst meira síðan í nóvember 2009, eða í rúmlega 13 ár. Þá sat flokk­ur­inn í rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, þáver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var for­sæt­is­ráð­herra. Þetta er auk þess í fyrsta sinn síðan í maí 2009 sem flokkurinn mælist stærstur allra stjórnmálaflokka á landinu. 

Fylgi flokks­ins hefur farið hratt upp á við eftir að Kristrún Frosta­dóttir til­kynnti um for­manns­fram­boð í Sam­fylk­ing­unni í ágúst 2022, en hún var kjörin for­maður flokks­ins í októ­ber. Alls mælist Sam­fylk­ingin nú með 15,4 pró­sentu­stigum meira fylgi en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber 2021.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist oftast stærsti flokkur landsins. Síðast þegar hann missti þá stöðu var í aðdraganda haustkosninganna 2017, þegar Vinstri græn skriðu fyrir ofan hann. Þá var munurinn þó innan skekkjumarka. Svo er ekki nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi, eða 1,8 prósentustigi minna en Samfylkingin. Það er auk þess 0,9 prósentustigum minna fylgi en flokkur Bjarna Benediktssonar fékk í síðustu kosningum. 

Vinstri græn og Framsókn í vanda

Í samanburði við hina flokkanna sem mynda ríkisstjórn má Sjálfstæðisflokkurinn þó vel við una. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist annan mánuðinn í röð með 6,8 prósent fylgi. Það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með í könn­unum Gallup, en þær ná aftur til 2004. Vinstri græn hafa tapað 5,8 pró­sentu­stigum frá haustinu 2021. Einungis einn flokkur á þingi hefur tapað meiru fylgi frá síð­ustu kosn­ingum og Vinstri græn mæl­ast nú sjötti stærsti flokk­ur­inn á þing­i. 

Sá flokkur er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann hefur alls tapað sex prósentustigum frá því að kosið var síðast og mælist nú með 11,3 prósent fylgi. Það er minnsta fylgi sem flokkur Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar hefur mælst með á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i. 

Sam­an­lagt hafa stjórn­ar­flokk­arnir tapað 12,7 pró­sentu­stigum sam­kvæmt Gallup. Það þýðir að Sam­fylk­ingin hefur bætt við sig 2,7 pró­sentu­stigi meira af fylgi en flokk­arnir þrír sem sitja að völdum hafa tap­að. 

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er 41,6 prósent sem þýðir að hún myndi ekki ná meirihluta á þingi og myndi því falla ef kosið yrði í dag, samkvæmt niðurstöðu Gallup

Viðreisn og Flokkur fólksins undir kjörfylgi

Þrír aðrir flokkar utan Sam­fylk­ing­ar­innar hafa bætt við sig fylgi á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Píratar mæl­ast með 10,4 pró­sent, Sósíalistaflokkur Íslands með 4,4 prósent og Miðflokkurinn með 5,5 prósent, sem er þó einungis 0,1 prósentustigum yfir kjörfylgi hans. 

Fylgi Við­reisnar mælist 7,3 pró­sent, eða einu pró­sentu­stigi undir kjör­fylgi, og Flokkur fólks­ins mælist með 5,5 pró­sent, sem er 3,3 pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk í sept­em­ber 2021. 

Stuðningur við ríkisstjórnina dalar milli mánaða og mælist nú um 46 prósent. 

Könnunin fór fram á netinu 6. til 31. janúar. Heildarúrtak var 9.842 og 48,5 prósent tóku þátt. Vikmörk við fylgi flokka eru +/- 1,4 prósent. 16,5 prósent tóku ekki afstöðu eða vildu ekki svara og 9,3% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. 74,2 prósent nefndu flokk. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár