Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samfylkingin stærsti flokkurinn hjá Gallup í fyrsta sinn síðan 2009

Grænu flokk­arn­ir í rík­is­stjórn hafa tap­að miklu fylgi það sem af er kjör­tíma­bili og hafa ekki mælst minni síð­an það hófst. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í námunda við kjör­fylgi sitt en mæl­ist ekki leng­ur stærsti flokk­ur lands­ins. Rík­is­stjórn­in mæl­ist kol­fall­in.

Samfylkingin stærsti flokkurinn hjá Gallup í fyrsta sinn síðan 2009
Formaður Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í fyrrahaust hefur fylgi flokksins vaxið hratt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sam­fylk­ingin mælist með 25,3 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun Gallup og þar með stærsti flokkur landsins. Fylgi Samfylkingarinnar hefur ekki mælst meira síðan í nóvember 2009, eða í rúmlega 13 ár. Þá sat flokk­ur­inn í rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, þáver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var for­sæt­is­ráð­herra. Þetta er auk þess í fyrsta sinn síðan í maí 2009 sem flokkurinn mælist stærstur allra stjórnmálaflokka á landinu. 

Fylgi flokks­ins hefur farið hratt upp á við eftir að Kristrún Frosta­dóttir til­kynnti um for­manns­fram­boð í Sam­fylk­ing­unni í ágúst 2022, en hún var kjörin for­maður flokks­ins í októ­ber. Alls mælist Sam­fylk­ingin nú með 15,4 pró­sentu­stigum meira fylgi en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber 2021.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist oftast stærsti flokkur landsins. Síðast þegar hann missti þá stöðu var í aðdraganda haustkosninganna 2017, þegar Vinstri græn skriðu fyrir ofan hann. Þá var munurinn þó innan skekkjumarka. Svo er ekki nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi, eða 1,8 prósentustigi minna en Samfylkingin. Það er auk þess 0,9 prósentustigum minna fylgi en flokkur Bjarna Benediktssonar fékk í síðustu kosningum. 

Vinstri græn og Framsókn í vanda

Í samanburði við hina flokkanna sem mynda ríkisstjórn má Sjálfstæðisflokkurinn þó vel við una. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist annan mánuðinn í röð með 6,8 prósent fylgi. Það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með í könn­unum Gallup, en þær ná aftur til 2004. Vinstri græn hafa tapað 5,8 pró­sentu­stigum frá haustinu 2021. Einungis einn flokkur á þingi hefur tapað meiru fylgi frá síð­ustu kosn­ingum og Vinstri græn mæl­ast nú sjötti stærsti flokk­ur­inn á þing­i. 

Sá flokkur er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann hefur alls tapað sex prósentustigum frá því að kosið var síðast og mælist nú með 11,3 prósent fylgi. Það er minnsta fylgi sem flokkur Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar hefur mælst með á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i. 

Sam­an­lagt hafa stjórn­ar­flokk­arnir tapað 12,7 pró­sentu­stigum sam­kvæmt Gallup. Það þýðir að Sam­fylk­ingin hefur bætt við sig 2,7 pró­sentu­stigi meira af fylgi en flokk­arnir þrír sem sitja að völdum hafa tap­að. 

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er 41,6 prósent sem þýðir að hún myndi ekki ná meirihluta á þingi og myndi því falla ef kosið yrði í dag, samkvæmt niðurstöðu Gallup

Viðreisn og Flokkur fólksins undir kjörfylgi

Þrír aðrir flokkar utan Sam­fylk­ing­ar­innar hafa bætt við sig fylgi á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Píratar mæl­ast með 10,4 pró­sent, Sósíalistaflokkur Íslands með 4,4 prósent og Miðflokkurinn með 5,5 prósent, sem er þó einungis 0,1 prósentustigum yfir kjörfylgi hans. 

Fylgi Við­reisnar mælist 7,3 pró­sent, eða einu pró­sentu­stigi undir kjör­fylgi, og Flokkur fólks­ins mælist með 5,5 pró­sent, sem er 3,3 pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk í sept­em­ber 2021. 

Stuðningur við ríkisstjórnina dalar milli mánaða og mælist nú um 46 prósent. 

Könnunin fór fram á netinu 6. til 31. janúar. Heildarúrtak var 9.842 og 48,5 prósent tóku þátt. Vikmörk við fylgi flokka eru +/- 1,4 prósent. 16,5 prósent tóku ekki afstöðu eða vildu ekki svara og 9,3% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. 74,2 prósent nefndu flokk. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár