Á sumrin klippi ég tré, set niður blóm og slæ gras. Á veturna, þegar það er mjög kalt, fer ég í kuldagalla og moka snjó þannig að fólk komist leiðar sinnar.
Í dag er ég að moka í kringum gangbrautir þannig að fólk þurfi ekki að hafa fyrir því að komast yfir götuna. Ég moka til að koma í veg fyrir að fólk meiði sig. Ég þurfti ekki á gallanum að halda í dag en úlpan er góð og ver mig vel fyrir kuldanum. Þetta er góð úlpa.
Ég var að vinna í steypustöð en hef verið að vinna við þetta hér í Borgarnesi í nokkur ár. Mér finnst gaman að vinna og þó að það geti verið erfitt að moka snjó kann ég alveg jafn vel við það og að klippa tré og slá gras á sumrin af því …
Athugasemdir