Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins

Af­ar lík­legt er að fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands birti ít­ar­lega grein­ar­gerð eða skýrslu um rann­sókn­ina á að­komu Ís­lands­banka að út­boði hluta­bréfa rík­is­ins í hon­um í fyrra. For­dæmi er fyr­ir slíku. Það sem Ís­lands­banki hræð­ist hvað mest í rann­sókn­inni er ekki yf­ir­vof­andi fjár­sekt held­ur birt­ing nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar þar sem at­burða­rás­in verð­ur teikn­uð upp með ít­ar­leg­um hætti.

Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
Seldur Fyrsta skrefið í einkavæðingu Íslandsbanka var stigið sumarið 2021, og bankinn skráður á markað í kjölfarið. Það þótti ganga vel. Næsta skref, sem stigið var í mars í fyrra, er mun umdeildara. Mynd: Nasdaq Ísland

Rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á meintum lögbrotum Íslandsbanka við sölu á 22,5 prósent hlut íslenska ríkisins í bankanum í mars í fyrra snýst fyrst og fremst um þátttöku starfsmanna bankans og tengdra aðila í  útboði á bréfum í Íslandsbanka. Um lokað útboð var að ræða og einungis svokallaðir þeir sem skilgreindir voru sem fagfjárfestar áttu að fá að taka þátt. Alls urðu kaupendur á endanum 207 talsins. Ekki er talið að aðrir söluráðgjafar en Íslandsbanki hafi gerst brotlegir við lög og reglur.

Bankinn fékk frummat fjármálaeftirlitsins í málinu afhent fyrir áramót. Þann 9. janúar sendi Íslandsbanki tilkynningu til Kauphallar Íslands um að hann hefði óskað einhliða eftir viðræðum við eftirlitið um að ljúka málinu með sátt. 

Af þeim 207 voru átta starfsmenn Íslandsbanka, sem var söluráðgjafi í ferlinu, eða makar þeirra. Bankinn hélt því fram í fjölmiðlum í apríl í fyrra að allir starfsmennirnir væru skilgreindir sem fagfjárfestar, sem var forsenda fyrir því að fá að kaupa. Við rannsókn fjármálaeftirlitsins hefur komið fram að Íslandsbanki hafi sjálfur skilgreint að minnsta kosti hluta þessara starfsmanna sem fagfjárfesta. Hann hefur þó ekki viljað svara því hversu margir fjárfestar fengu flokkun sem fagfjárfestar á þeim klukkutímum sem söluferlið stóð yfir. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið, sem birt var í nóvember, kom fram að fjárfestar, sem höfðu ekki verið í viðskiptum við Íslandsbanka fram að söludeginum, hafi haft möguleika á að sækja um og eftir atvikum fá flokkun hjá honum sem hæfir fjár­festar meðan á söl­unni stóð. Í skýrslunni segir: „Að auki var horft til full­yrð­inga frá fjár­fest­unum sjálfum um að þeir teld­ust hæfir fjár­festar en bank­inn þurfti að meta upp­lýs­ingar þess efnis sjálf­stætt.“ 

Í skýrslunni segir enn fremur að Bankasýslan hafi metið það svo að reglu­verk fjár­mála­mark­að­ar­ins væri með þeim hætti að slíkar innri reglur umsjón­ar­að­ila, sölu­ráð­gjafa og sölu­að­ila kæmu í veg fyrir hags­muna­á­rekstra í söl­unni. „Ljóst er að innri reglur Íslands­banka komu ekki í veg fyrir slíkt.“

Sjaldgæft umfang á samtímarannsókn

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er afar sjaldgæft að fjármálaeftirlitið fari í eins stóra samtímarannsókn á máli sem tengist starfsemi banka. Fjölmargar ítarlegar rannsóknir á meintum fjármálaglæpum voru gerðar hér á landi eftir hrunið 2008 en þær snerust flestar um mál sem orðin voru nokkurra ára gömul. Rannsóknin á útboðinu í Íslandsbanka er því án hliðstæðu hér á landi á síðustu árum.

Miðað við það sem fyrir liggur að er undir í rannsókn fjármálaeftirlitsins þá er alls ekki ljóst að það hafi verið rétt mat hjá Íslandsbanka að skilgreina ætti alla þessa starfsmenn sem fagfjárfesta. Komið hefur fram að einstaka starfsmenn bankans hafi keypt hlutabréf í útboðinu fyrir tiltölulega lágar upphæðir, nokkrar milljónir króna. Það bendir til þess að Íslandsbanki og starfsmenn hans hafi gengið út frá því að listinn með kaupendum hlutabréfanna yrði ekki opinber, eins og síðar varð raunin. Komið hefur fram opinberlega að bankinn hafi vitað um þátttöku starfsmanna sinna í útboðinu þannig að hlutabréfakaupin áttu sér stað með vitund og vilja stjórnenda Íslandsbanka.

Hræðast opinberun, ekki sekt

Það er Íslandsbanki, ekki starfsmennirnir sem keyptu, sem Fjármálaeftirlitið rannsakaði, og er nú í viðræðum við um hversu háa sekt hann eigi að greiða vegna málsins. Ákvörðun um sektina, og eins hvernig greint verður frá rannsókninni opinberlega, er á hendi fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er það þó ekki möguleg fjársekt, eða upphæð hennar, sem Íslandsbanki hræðist mest í málinu heldur að fjármálaeftirlitið muni birta ítarlega skýrslu eða greinargerð með rannsóknarniðurstöðum sínum. 

Í slíkri skýrslu yrði atburðarásin í málinu teiknuð upp frá A til Ö og sýnt fram á með hvaða hætti Íslandsbanki er talinn hafa brotið lög og reglur. Birting slíkra upplýsinga gæti haft í för með sér orðsporsáhættu fyrir bankann og ýtt undir enn gagnrýnni umræðu um ábyrgð hans og einstakra stjórnenda. 

Fordæmi eru fyrir því að fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hafi birt ítarlegar upplýsingar um sektir fjármálafyrirtækja og forsendur þeirra. Þetta gerðist meðal annars árið 2020 þegar Arion banki var sektaður um tæplega 88 milljónir króna fyrir að greina ekki nægjanlega tímalega frá hópuppsögnum í bankanum. Þá var birt ítarleg ákvörðun á alls 18 síðum. Í henni var farið yfir málsatvik, málsmeðferð eftirlitsins, lagagrundvöll og sjónarmið bankans áður en greint var frá ítarlega rökstuddri niðurstöðu á alls níu blaðsíðum. Í því tilfelli var þó ekki um sátt að ræða, heldur einhliða álagningu stjórnvaldssektar. Arion banki sætti sig ekki við niðurstöðuna og stefndi fjármálaeftirlitinu fyrir dómstóla. Eftirlitið var sýknað af kröfum hans í apríl í fyrra en Arion banki áfrýjaði þeirri niðurstöðu til Landsréttar. 

Íslandsbankamálið er umtalsvert stærra mál, sem vakti þjóðarathygli, en Arion banka-málið og búist er við að fjársektin í því verði miklu hærri. Miðað við umfang rannsóknarinnar sem fjármálaeftirlitið réðst í liggur einnig fyrir að skýrsla um ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar að sekta Íslandsbanka vegna brota á lögum og reglum í útboðinu verði talsvert lengri en þær 18 síður sem nefndin birti um mál Arion banka. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár