Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
Vill ekki tjá sig Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi og forstjóri WOW air, vill ekki tjá sig um skaðabótamálið. Hann er sakaður um blekkingar og gáleysi í stefnunni.

Nokkrir fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði flugfélagsins WOW air síðsumars árið 2018 telja sig hafa verið blekkta í útboðinu og vilja sækja rúmlega 2,8 milljarða króna skaðabætur til æðstu stjórnenda félagsins. Skaðabótamál þeirra gegn fyrrverandi stjórnendum WOW air er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.   

Fjárfestarnir telja að WOW air hafi verið ógjaldfært um mitt ár 2018 og hefði þar af leiðandi átt að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta þá. Þetta byggja fjárfestarnir meðal annars á skýrslu sem endurskoðendafyrirtækið Deloitte vann fyrir þrotabú flugfélagsins. 

Stefna fjárfestanna beinist að forstjóra og stærsta hluthafa WOW air, Skúla Mogensen, og fjórum stjórnarmönnum í félaginu. Þetta eru þau Liv Bergþórsdóttir, Davíð Másson, Helga Hlín Hákonardóttir og Basil Ben Baldanza. Stefnendurnir telja að þessir stjórnendur WOW air hafi beitt blekkingum um fjárhagsstöðu flugfélagsins í aðraganda skuldabréfaútboðsins og séu því skaðabótaskyld. Skaðabæturnar sem krafist er nema þeirri upphæð sem fjárfestarnir lögðu í skuldabréf WOW, auk vaxta. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár