Makbeð er nú til sýnis á íslensku leiksviði – það mun vera í fimmta sinn sem atvinnuleikarar takast á við „skoska leikritið“. Leikrit Shakespeares fjallar augljóslega um ótæpilegan metnað sem þróast yfir í grimmdaræði og morð – en fleira má þó finna í leiknum, ef að er gáð. En hver var hinn raunverulegi Makbeð?
Hann var vissulega á dögum, kóngur í Skotlandi á 11. öld. En gáum fyrst að því hvernig hann birtist hjá Shakespeare.
Þegar leikurinn hefst er nýlokið orrustu þar sem Skotar hrundu innrás norrænna víkinga. Helsti maður Duncans konungs, Makbeð jarl af Glamis, stýrði Skotum í orrustunni og hlýtur mikið lof fyrir.
Nornir birtast
Á leið frá vígvellinum til fundar við Duncan kóng hitta Makbeð og Bankó vinur hans nornir þrjár, heldur svakalegar, sem ávarpa Makbeð glaðhlakkalega fyrst sem jarl af Kavdor og síðan sem konung Skota.
Makbeð furðar sig að vonum á titlatogi nornanna en …
Athugasemdir