Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé að skoða ýmsa möguleika á því að bremsa af hækkun leiguverðs hjá leigufélögum og öðrum leigusölum hér á landi. Einn af þessum möguleikum er að setja á leiguþak. Þetta er hugmynd sem snýst um það að leigusalar geti ekki hækkað leiguna hjá viðskiptavinum sínum að vild heldur aðeins um tiltekna prósentu. Katrín opnaði á möguleikann á því að sett yrði á leiguþak nú í desember eftir að greint var frá stífum hækkunum hjá Ölmu leigufélagi hjá Brynju Bjarnadóttur, öryrkja á sjötugsaldri.
„Það er mjög brýnt að við finnum leiðir sem henta aðstæðum hér sem best þannig að treysta megi betur stöðu leigjenda.“
Katrín segir í svörum til Heimildarinnar: „Löndin í kringum okkur fara ýmsar leiðir varðandi regluverk …
Með því er fólk í raun rekið út af heimilum sínum til að rýma fyrir ferðamönnum. Auk þess hækkar leiga upp úr öllu valdi vegna minna framboðs af leiguhúsnæði og vegna samanburðar við skammtímaleigu til ferðamanna.
Skammtímaleiga til ferðamanna ætti fyrir utan hótel og gistiheimili að einskorðast við stök herbergi innan íbúða auk þess sem fólk gæti leigt út eigið íbúðarhúsnæði tímabundið þegar það er fjarverandi.