Stærsta skepna sögunnar? Sagan af klippernum sem fórst og sæskrímslinu

Upp á síðkast­ið hafa vís­inda­menn ver­ið að end­ur­skoða fyrri hug­mynd­ir um lengd og þyngd hvaleðl­anna ógur­legu. Voru kannski ein­hverj­ar þeirra stærstu skepn­ur Jarð­ar fyrr og síð­ar? Hugs­an­lega – en hugs­an­lega mun­um við aldrei kom­ast að því!

Stærsta skepna sögunnar? Sagan af klippernum sem fórst og sæskrímslinu
Hér má sjá mann í réttum hlutföllum við shastasaurus sikanniensis, steypireyði og svo hinn hugsanlega risa Hectors. Enginn veit að vísu hvernig það dýr gæti hafa litið út svo hér er sýndur náfrændi shastasaurusar, shonisaurus popularis, sem mun í rauninni hafa orðið um 15 metra langur.

Þann 13. maí 1869 lagði stórt og glæsilegt þrímastra seglskip upp frá ytri höfninni við bæinn Lyttleton á Suðureyju Nýja-Sjálands. Þetta var fimmtán vetra gamalt skip, hét Matoaka, 60 metra langt og tæp 1.500 tonn að þyngd, einkar glæsilegur klipper svokallaður er rann skeiðið milli Eyjaálfu og Evrópu hraðar en flest skip önnur um þær mundir.

Ferðinni var heitið til London, siglingaleiðin er um 23.000 kílómetrar og búist var við að skipið næði til Evrópu um miðjan ágúst eftir þriggja mánaða siglingu. Þetta var áttunda sigling Matoaka þessa sömu leið og sú skemmsta hafði tekið 82 daga. Siglt skyldi  um Magellan-sund við Hornhöfða, syðsta odda Suður-Ameríku, og því næst norður allt Atlantshafið. Í áhöfninni voru 33 og farþegar voru 45 svo alls voru 78 manns um borð þegar skipið tók vind í seglin utan við höfnina í Lyttleton og stefndi síðan í austurátt.

Þar af voru 18 börn.

Gull fyrir …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár