Þann 13. maí 1869 lagði stórt og glæsilegt þrímastra seglskip upp frá ytri höfninni við bæinn Lyttleton á Suðureyju Nýja-Sjálands. Þetta var fimmtán vetra gamalt skip, hét Matoaka, 60 metra langt og tæp 1.500 tonn að þyngd, einkar glæsilegur klipper svokallaður er rann skeiðið milli Eyjaálfu og Evrópu hraðar en flest skip önnur um þær mundir.
Ferðinni var heitið til London, siglingaleiðin er um 23.000 kílómetrar og búist var við að skipið næði til Evrópu um miðjan ágúst eftir þriggja mánaða siglingu. Þetta var áttunda sigling Matoaka þessa sömu leið og sú skemmsta hafði tekið 82 daga. Siglt skyldi um Magellan-sund við Hornhöfða, syðsta odda Suður-Ameríku, og því næst norður allt Atlantshafið. Í áhöfninni voru 33 og farþegar voru 45 svo alls voru 78 manns um borð þegar skipið tók vind í seglin utan við höfnina í Lyttleton og stefndi síðan í austurátt.
Þar af voru 18 börn.
Athugasemdir