Baldvin Þorsteinsson, erfingi Samherjaveldisins, hefur keypt erlenda starfsemi Samherja sem metin er á tugi milljarða króna. Þar á meðal þau félög sem tengjast umfangsmiklum rannsóknum yfirvalda á Íslandi og í Namibíu á mútugreiðslum til áhrifafólks í Namibíu og Angóla. Morgunblaðið greindi frá kaupunum í morgun og vitnaði þess til staðfestingar í Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, föður Baldvins og áður eins stærsta einstaka eiganda fyrirtækisins.
Yfirtakan fer þannig fram að Baldvin eignast hollenska félagið Öldu Seafood, en sjálfur hefur hann búið og starfað hjá félaginu í Hollandi undanfarin ár. Þó að fyrir liggi að undirliggjandi eignir Öldu Seafood eru tugmilljarða virði er ekki með öllu ljóst nákvæmlega hvaða eignir það eru.
Ársreikningur Öldu Seafood sýnir að um síðustu áramót var eigið fé þess rétt tæpar 385 milljónir evra, eða jafnvirði um 60 milljarða íslenskra króna. Uppistaða …
Athugasemdir