Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri brást illa við mögu­leg­um nið­ur­skurði hjá Rík­is­út­varp­inu á fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vil­hjálm­ur Árna­son, vildi taka fé af RÚV og styrkja N4 og var þetta rætt inn­an fjár­laga­nefnd­ar. Stefán vill ekki ræða sam­töl sín við Lilju Al­freðs­dótt­ur ráð­herra en seg­ist standa vörð um RÚV á hverj­um degi.

Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV
Hlutverkið að standa vörð um RÚV Stefán Eiríksson segir að hans hlutverk sé að standa vörð um Ríkisútvarpið. Hann vill ekki staðfesta samtöl við Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og menntamálaráðherra Mynd: Heiða Helgadóttir

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri mótmælti tæplega 400 milljóna niðurskurði hjá Ríkisútvarpinu sem rætt var um við meðferð fjárlaga næsta árs við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Innan fjárlaganefndar var rætt um möguleikann á því að lækka fjárframlög til RÚV. Átti meðal annars að nota hluta af því fé til að styrkja fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri um 100 milljónir króna samkvæmt því sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði. Heimildir Stundarinnar herma að Stefán hafi mótmælt þessum ætlaða niðurskurði í samtali við ráðherra.

Stefán vill hins vegar ekki staðfesta þetta við Stundina og bendir á að hann geti ekki verið að ræða einkasamtöl sín við ráðherra í fjölmiðlum. Hann segir hins vegar almennt séð: „Ef það hefði átt að breyta fjármögnun Ríkisútvarpsins frá því sem kveðið á í lögum um Ríkisútvarpið þá þarf að byrja á því breyta …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

RÚV

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu