Stefán Eiríksson útvarpsstjóri mótmælti tæplega 400 milljóna niðurskurði hjá Ríkisútvarpinu sem rætt var um við meðferð fjárlaga næsta árs við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Innan fjárlaganefndar var rætt um möguleikann á því að lækka fjárframlög til RÚV. Átti meðal annars að nota hluta af því fé til að styrkja fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri um 100 milljónir króna samkvæmt því sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði. Heimildir Stundarinnar herma að Stefán hafi mótmælt þessum ætlaða niðurskurði í samtali við ráðherra.
Stefán vill hins vegar ekki staðfesta þetta við Stundina og bendir á að hann geti ekki verið að ræða einkasamtöl sín við ráðherra í fjölmiðlum. Hann segir hins vegar almennt séð: „Ef það hefði átt að breyta fjármögnun Ríkisútvarpsins frá því sem kveðið á í lögum um Ríkisútvarpið þá þarf að byrja á því breyta …
Athugasemdir