Leigufélagið Alma fjármagnaði að stærstum hluta kaupin á sjálfu sér þegar Mata-systkinin eignuðust leigufélagið á síðasta ári. Alma, sem leigir út 1.100 íbúðir til einstaklinga og fjölskyldna, var áður í eigu Kviku banka.
Í ársreikningi Ölmu íbúðafélags kemur fram að félagið hafi í fyrra lánað út tæpa 7 milljarða króna. Sama upphæð kemur fram í yfirliti yfir ný lán í ársreikningi eignarhaldsfélags Mata-systkinanna, Langasjó ehf. Það félag heldur utan um eign systkinanna í Ölmu.
Lánið frá leigufélaginu gerði Langasjó kleift að gera upp meirihluta kaupverðsins, eða 7 milljarða af þeim 11 milljörðum króna sem Kvika fékk fyrir Ölmu.
Alma leigufélag fjármagnaði því stóran hluta af kaupunum í sjálfu sér, samkvæmt þessu.
Arfur frá GAMMA
Leigufélagið Alma hét áður Almenna leigufélagið og var stofnað af GAMMA á grunni mikilla og umdeildra íbúðakaupa félagsins á árunum eftir hrun. Félagið fylgdi með …
Verst af þessu öllu er að Ragnar Þór gaf eftir og samþykkti launalækkun með auka framlagi frá Ríkissjóði (okkur sjálfum) í leigubætur.