Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Leigufélagið Alma lánaði Mata-systkinunum 7 milljarða til að kaupa sig

Ný­ir eig­end­ur Ölmu leigu­fé­lags áttu í stór­felld­um inn­byrð­is við­skipt­um með fyr­ir­tæki sín á sama tíma og þeir keyptu fyr­ir­tæk­ið í fyrra. Alma fjár­magn­aði kaup Mata-systkin­anna með láni og systkin­in seldu Ölmu leigu­fé­lag á rúma 11 millj­arða með láni. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, seg­ir að hækk­an­ir Ölmu á leigu­verði séu ógeð­felld­ar en hann hef­ur reynt að fá fyr­ir­tæk­ið til að sleppa því að hækka leig­una.

Leigufélagið Alma lánaði Mata-systkinunum 7 milljarða til að kaupa sig
Lán frá Ölmu Nýir eigendur Ölmu leigufélags fengu lán frá félaginu til að eignast það. Hér eru þrír af eigendunum: Gunnar, Eggert og Halldór Gíslasynir.

Leigufélagið Alma fjármagnaði að stærstum hluta kaupin á sjálfu sér þegar Mata-systkinin eignuðust leigufélagið á síðasta ári. Alma, sem leigir út 1.100 íbúðir til einstaklinga og fjölskyldna, var áður í eigu Kviku banka. 

Í ársreikningi Ölmu íbúðafélags kemur fram að félagið hafi í fyrra lánað út tæpa 7 milljarða króna. Sama upphæð kemur fram í yfirliti yfir ný lán í ársreikningi eignarhaldsfélags Mata-systkinanna, Langasjó ehf. Það félag heldur utan um eign systkinanna í Ölmu.

Lánið frá leigufélaginu gerði Langasjó kleift að gera upp meirihluta kaupverðsins, eða 7 milljarða af þeim 11 milljörðum króna sem Kvika fékk fyrir Ölmu.

Alma leigufélag fjármagnaði því stóran hluta af kaupunum í sjálfu sér, samkvæmt þessu. 

Arfur frá GAMMA

Leigufélagið Alma hét áður Almenna leigufélagið og var stofnað af GAMMA á grunni mikilla og umdeildra íbúðakaupa félagsins á árunum eftir hrun. Félagið fylgdi með …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Þetta er ógeðslegt og við látum þetta viðgangast.
    Verst af þessu öllu er að Ragnar Þór gaf eftir og samþykkti launalækkun með auka framlagi frá Ríkissjóði (okkur sjálfum) í leigubætur.
    0
  • sigursteinn Tómasson skrifaði
    Skipulega aðferðir til skattsvika.
    0
  • SE
    Sævar Einarsson skrifaði
    Djöfulsins snilld! maður getur bara lánað sér aur til að kaupa eitthvað, þetta er nottla bara snilld! Svo er víst hægt að breita skuldum í hlutafé, maður er bara á kolrangri hillu í lífinu!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leigufélagið Alma

Leigufélagið Alma vill sækja þriggja milljarða fjármögnun
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma vill sækja þriggja millj­arða fjár­mögn­un

Alma leigu­fé­lag held­ur áfram að bjóða fjár­fest­um upp á skulda­bréf og víxla til að fjár­magna fé­lag­ið. Stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Gunn­ar Þór Gísla­son, hef­ur sagt að snið­ganga líf­eyr­is­sjóða á fé­lag­inu grafi und­an hús­næð­is­mark­aðn­um en Alma hef­ur reynt að fá þá til að fjár­festa í fé­lag­inu. Formað­ur VR. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, er á önd­verð­um meiði og seg­ir líf­eyr­is­sjóð­ina eiga að snið­ganga Ölmu.
Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma stær­ir sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð og seg­ir ávinn­ing hlut­hafa og al­menn­ings fara sam­an

Í nýj­um árs­reikn­ingi Leigu­fé­lags­ins Ölmu svar­ar fé­lag­ið fyr­ir leigu­verðs­hækk­an­ir sín­ar. Fé­lag­ið und­ir­strik­ar að það sé sam­fé­lags­lega ábyrgt og rök­styð­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu stund­um bæði eðli­leg­ar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir ok­ur.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Þúsund verðtryggðir leigusamningar skila Ölmu 230 milljónum á mánuði
GreiningLeigufélagið Alma

Þús­und verð­tryggð­ir leigu­samn­ing­ar skila Ölmu 230 millj­ón­um á mán­uði

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur um eitt þús­und heim­ili til út­leigu til ein­stak­linga. Íbúð­irn­ar eru að­al­lega stað­sett­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um; um 800 íbúð­ir. Í hverj­um mán­uði tikka 220 millj­ón­ir inn í kass­ann vegna þess­ara íbúða, auk þess sem virði þeirra hef­ur vax­ið veru­lega á síð­ustu ár­um. Nær all­ir samn­ing­ar Ölmu við ein­stak­linga eru verð­tryggð­ir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár