Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Auðmenn tengdir skattaskjólum eiga í 1.300 íbúðum gegnum GAMMA

Dag­ar fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins GAMMA eru senn tald­ir í nú­ver­andi mynd. Ein­ung­is eru 9 starfs­menn eft­ir hjá fyr­ir­tæk­inu en ár­ið 2017 voru þeir 35. Fé­lag­ið stýr­ir hins veg­ar enn meira en 100 millj­arða króna eign­um, með­al ann­ars 50 millj­arða króna leigu­fé­lagi sem leynd­ar­mál er hverj­ir eiga.

Auðmenn tengdir skattaskjólum eiga í 1.300 íbúðum gegnum GAMMA
Milljarðar og menning GAMMA var með um 140 milljarða króna í stýringu þegar mest lét og gerði forstjórinn Gísli Hauksson mikið út á að fyrirtækið væri menningarlegt og voru gamlar bækur á skrifstofu félagsins gjaran í bakgrunni þegar myndir voru teknar af honum. Mynd: b'Styrmir K\xc3\xa1ri'

Hvaða fjárfestar það eru sem eiga nærri 1.300 íbúðir í útleigu í gegnum Almenna leigufélag sjóðstýringarfyrirtækisins GAMMA liggur ekki og hefur aldrei legið fyrir. Hluthafalisti félagsins er ekki opinber þar sem sjóður í stýringu GAMMA, Almenna leigufélagið eignarhaldssjóður, þarf ekki að opinbera hluthafaupplýsingar um endanlega eigendur sjóðsins frekar en aðrir sambærilegir sjóðir.

Almenna leigufélagið skilaði tæplega 400 milljóna króna rekstrarhagnaði í fyrra en hagnaðurinn var tæplega 1.500 milljónir króna árið áður, 2017.

Hagnaður félagsins er tilkominn vegna bókfærðra hækkana á fasteignaverði og mismunarins á leigutekjum Almenna leigufélagsins og kostnaði félagsins við rekstur og fjármögnun sína.  Fjármagnskostnaður Almenna leigufélagsins jókst um ríflega 250 milljónir króna á milli áranna 2017 og 2018 þegar hann var ríflega 2 milljarðar króna.

Niðurstaðan er því: Almenna leigufélagið hefur hagnast á hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu sem og á leigugreiðslum þeirra um 1.300 aðila sem eiga í viðskiptum við það, þótt hagnaðurinn sé reyndar orðinn nokkuð rýr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu