Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Létu maltverskt félag sitt lána sér fyrir leigufélaginu Ölmu og greiða háa vexti

Eig­end­ur Ölmu leigu­fé­lags lán­uðu sjálf­um sér pen­inga til að geta fært eign­ar­hald leigu­fé­lags­ins frá Möltu til Ís­lands. Þeir greiða sjálf­um sér vexti af þessu láni og Alma þarf því að skila til­tekn­um arði til að dæm­ið gangi upp. Sam­tals fengu eig­end­ur Ölmu fimm millj­arða lán hjá eig­in fé­lög­um á fimm til fimmtán pró­senta vöxt­um til að kaupa þessi bréf.

Létu maltverskt félag sitt lána sér fyrir leigufélaginu Ölmu og greiða háa vexti
Frá Möltu til Íslands Eigendur Mata færðu eignarhaldið á Möltufélagi sínu til Íslands í fyrra, á sama tíma og þeir keyptu Ölmu íbúðafélag. Gunnar Þór Gíslason er þekktastur systkinanna í Mata.

Eigendur leigufélagsins Ölmu keyptu fyrirtækið, og færðu eignarhald þess svo úr skattaskjólinu Möltu til Íslands, á sama degi í apríl í fyrra. Þetta gerðu eigendurnir, Mata-systkinin svokölluðu, með því að láta eignarhaldsfélag sitt á Möltu selja eignarhaldsfélagi í þeirra eigu á Íslandi maltverska félagið með lánum. Kaupverð eignarhluta félagsins á Möltu sem á eignarhlutann í Ölmu var rúmlega fimm milljarðar króna og er samsvarandi skuld við tengda aðila nú að finna í ársreikningi fyrirtækis Mata-systkinanna á Íslandi. Dagsetningin var 13. apríl 2021.

Mata-systkinin keyptu Ölmu af Kviku-banka sem hafði eignast félagið með yfirtöku á sjóðsstýringafyrirtækinu Gamma þegar það lenti í rekstrarerfiðleikum. 

„[H]efur ekkert með græðgi að gera heldur eðlilega framlegð af því fjármagni sem bundið er í rekstrinum.“
Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður og eigandi Ölmu

Ver Ölmu en biðst líka afsökunar

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elías Sigurðsson skrifaði
    Eru þessir menn svona lélegir "businessmenn"?
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta er örugglega ekki eina málið á Íslandi í formi skattsvika.
    1
  • Hef reyndar verið að furða mig á öllum þessum yfirgengileguhækunum hvar sem er bæði ætu og óætu en enginn skyldi samt deila við dómarann
    0
  • Gudmundur Audunsson skrifaði
    Þetta er þekkt aðferð til þess að færa tekjur í skattaskjól. Félag eigendanna á Möltu lánar sjálfum sér á Íslandi á háum vöxtum til þess að færa gróðann til Möltu. Brynja Bjarnadóttir og fleiri leigendur eru síðan látin borga vextina og gróðinn tekinn út í skattaskjólinu. Ógeðslegt, ekki er bara verið að okra á leigjendum heldur er gróðinn fluttur til Möltu til þess að lágmarka skattagreiðslur á Íslandi. Almenningur tapar allstaðar en braskararnir í Ölmu græða skattlaust.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leigufélagið Alma

Leigufélagið Alma vill sækja þriggja milljarða fjármögnun
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma vill sækja þriggja millj­arða fjár­mögn­un

Alma leigu­fé­lag held­ur áfram að bjóða fjár­fest­um upp á skulda­bréf og víxla til að fjár­magna fé­lag­ið. Stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Gunn­ar Þór Gísla­son, hef­ur sagt að snið­ganga líf­eyr­is­sjóða á fé­lag­inu grafi und­an hús­næð­is­mark­aðn­um en Alma hef­ur reynt að fá þá til að fjár­festa í fé­lag­inu. Formað­ur VR. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, er á önd­verð­um meiði og seg­ir líf­eyr­is­sjóð­ina eiga að snið­ganga Ölmu.
Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma stær­ir sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð og seg­ir ávinn­ing hlut­hafa og al­menn­ings fara sam­an

Í nýj­um árs­reikn­ingi Leigu­fé­lags­ins Ölmu svar­ar fé­lag­ið fyr­ir leigu­verðs­hækk­an­ir sín­ar. Fé­lag­ið und­ir­strik­ar að það sé sam­fé­lags­lega ábyrgt og rök­styð­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu stund­um bæði eðli­leg­ar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir ok­ur.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Þúsund verðtryggðir leigusamningar skila Ölmu 230 milljónum á mánuði
GreiningLeigufélagið Alma

Þús­und verð­tryggð­ir leigu­samn­ing­ar skila Ölmu 230 millj­ón­um á mán­uði

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur um eitt þús­und heim­ili til út­leigu til ein­stak­linga. Íbúð­irn­ar eru að­al­lega stað­sett­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um; um 800 íbúð­ir. Í hverj­um mán­uði tikka 220 millj­ón­ir inn í kass­ann vegna þess­ara íbúða, auk þess sem virði þeirra hef­ur vax­ið veru­lega á síð­ustu ár­um. Nær all­ir samn­ing­ar Ölmu við ein­stak­linga eru verð­tryggð­ir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár