Eigendur leigufélagsins Ölmu keyptu fyrirtækið, og færðu eignarhald þess svo úr skattaskjólinu Möltu til Íslands, á sama degi í apríl í fyrra. Þetta gerðu eigendurnir, Mata-systkinin svokölluðu, með því að láta eignarhaldsfélag sitt á Möltu selja eignarhaldsfélagi í þeirra eigu á Íslandi maltverska félagið með lánum. Kaupverð eignarhluta félagsins á Möltu sem á eignarhlutann í Ölmu var rúmlega fimm milljarðar króna og er samsvarandi skuld við tengda aðila nú að finna í ársreikningi fyrirtækis Mata-systkinanna á Íslandi. Dagsetningin var 13. apríl 2021.
Mata-systkinin keyptu Ölmu af Kviku-banka sem hafði eignast félagið með yfirtöku á sjóðsstýringafyrirtækinu Gamma þegar það lenti í rekstrarerfiðleikum.
„[H]efur ekkert með græðgi að gera heldur eðlilega framlegð af því fjármagni sem bundið er í rekstrinum.“
Athugasemdir (4)