Leigufélagið Alma hefur hækkað leiguna hjá mörgum leigjendum félagsins um allt að tífalt meira á þessu ári en eðlilegt getur talist miðað við kostnaðarhækkanir fyrirtækisins. Þetta hefur Alma gert allt þetta ár þrátt fyrir yfirlýsingar fyrirtækisins um að eitt tilfelli um slíka hækkun endurspegli ekki almenna stefnu fyrirtækisins. Gögn sem Stundin hefur undir höndum segja hins vegar aðra sögu en Alma segir.
Forsvarsmenn Ölmu hafa réttlætt 20 til 30 prósent hækkanir á leiguíbúðum sínum með því að vísa til kostnaðarhækkunar í rekstrinum á síðastliðnu ári. Alma á og rekur um 1.100 leiguíbúðir og er með um 4 prósenta markaðshlutdeild hér á landi.
Alma hefur þurft að svara fyrir hækkanir sínar eftir að Brynja Bjarnadóttir, öryrki á sjötugsaldri, greindi frá því á samfélagsmiðlum að félagið hefði hækkað leiguna í íbúð sem hún …
er hægt að setja leiguþak á þær íbúðir?
1. mgr. 51. gr.: "Leigjandi íbúðarhúsnæðis skal að umsömdum leigutíma loknum hafa forgangsrétt til leigu þess, svo fremi sem húsnæðið er falt til áframhaldandi leigu í a.m.k. eitt ár."
1. mgr. 52. gr.: "Vilji leigjandi nota sér forgangsrétt skv. 1. mgr. 51. gr. skal hann tilkynna leigusala það skriflega og með sannanlegum hætti a.m.k. þremur mánuðum áður en leigusamningurinn rennur út við lok uppsagnarfrests eða við lok umsamins leigutíma. ..."
1. mgr. 53. gr.: "Þegar samningur er endurnýjaður samkvæmt ákvæðum 51. og 52. gr. skal leigufjárhæðin vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Líkur eru fyrir því að sú leigufjárhæð, sem áður gilti, sé sanngjörn og verður sá sem vefengir það að sýna fram á annað. ..."