Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þúsundasta spurningaþrautin: Nú er komið að ykkur!

Þúsundasta spurningaþrautin: Nú er komið að ykkur!

Þá er komið að þúsundustu spurningaþrautinni.

Í tilefni dagsins leitaði ég til nokkurra þeirra sem leysa þrautina reglulega í morgunsárið og bað um spurningar frá þeim.

Þeim fylgdu tilmæli um að spurningarnar væru þokkalega þungar og máttu gjarnan tengjast áhugasviði eða vinnu viðkomandi. Og þær fylgja því hér á eftir, og aðalspurningarnar eru raunar ellefu en ekki tíu eins og venjulega.

***

Fyrri aukaspurning kemur frá Jóni Óskari myndlistarmanni sem birtir portrett-mynd eftir sjálfan sig hér að ofan með þessum skilaboðum:

Þetta er mynd af einum snjallasta sniper (leyniskyttu) GGRN flokksins í Counter-Strike um síðustu aldamót. Í dag er hann einn fyrirferðarmesti álitsgjafi internetsins. Hvað heitir hann? Rétt er að vekja athygli á því að myndin heitir Rooster.

***

1.  Björn Friðgeir Björnsson spyr:

Hús eitt í Reykjavík hefur lengst af borið nafnið Esjuberg þó það hafi raunar verið betur þekkt vegna starfsemi sem þar var áratugum saman. Húsið var reist 1916 en umrædd starfsemi var í húsinu 1952-2000 þegar húsið var selt og hefur síðan verið heldur vanrækt. En hvaða stofnun hafði aðsetur í húsinu þessi rétt tæpu 50 ár, 1952-2000?

***

2.  Elínrós Eiríksdóttir spyr:

Waldorf-stefnan í menntamálum er nokkuð útbreidd. Hvað hét upphafsmaður hennar?

***

3.  Hrafn Þorgeirsson spyr:

Í júlí 1956 þjóðnýttu Egyptar alþjóðlegt félag sem sá um rekstur Súesskurðarins. Þrjú ríki sendu þá herlið til Egyptalands til að endurheimta yfirráð vesturveldanna yfir skurðinum og um leið hrekja frá völdum forseta Egyptalands. Stríðinu lauk fljótlega með ósigri Egypta, enda við ofurefli að etja. Hver voru þessi ÞRJÚ ríki?

***

4.  Ragnhildur Sverrisdóttir spyr:

Guðmundur J. Guðmundsson, öðru nafni Gvendur Jaki, var ungur verkamaður þegar Einar Jónsson myndhöggvari bað hann að sitja fyrir vegna Kristslíkneskis sem hann var að gera. Þannig voru axlir Jakans, handleggir og hendur meitlaðar í stein. En hvert leitaði Einar hins vegar eftir innblæstri fyrir andlitsfall Kristsmyndinnar?

***

5.  Þórunn Hreggviðsdóttir spyr:

Hvað heitir höfuðborg Moldovu?

***

6.  Örn Úlfar Sævarsson spyr:

Hvaða vinsæli matur eða hráefni hefur þá sérstöðu að kvenmannsnafnið Inga kemur tvisvar fyrir í heiti matarins?

***

7.  Ólafur Stephensen spyr:

Tveir fyrrverandi meðlimir popphljómsveitarinnar góðkunnu The Beatles léku á hljóðfæri á plötu Electric Light Orchestra, Zoom, sem út kom 2001. Nefna þarf báða til að fá stig!

***

8.  Silja Aðalsteinsdóttir spyr:

Tveir höfundar hafa skrifað um ævi Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Hverjir eru þeir? — Og svo er sérstakt Skriðuklaustursstig fyrir að vita hver var líka að skrifa slíka ævisögu um Gunnar en lifði ekki að klára hana!

***

9.  Hallfríður María Pálsdóttir spyr:

Hvar í líkamanum er svokölluð mandla?

***

10.  Sigurjón Vilhjálmsson spyr:

Grænn, gulur og rauður eru ansi algengir litir í fánum Afríkuríkja. Raunar er það svo að einungis tvö ríki í álfunni hafa fána þar sem ENGINN af þessum þrem litum kemur fyrir. Nefnið annan fánann til að fá stig, en ef þið getið bæði fáiði sérstakt fánastig!

***

Og loks er svo hin sérstaka „ellefta spurning“ sem gefur að auki lárviðarstig. Ég fékk hana frá þeim hjónum Ásmundi Helgasyni og Elínu R. Ragnarsdóttur.

Hún er svona:

„Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.“ — „Ber er hver á bakinu nema sér bróður eigi.“ — Í hvaða tveimur Íslendingasögum koma þessar nánast samhljóða setningar fyrir?

Og fyrir eitt (!) lárviðarstig: Hver sagði þetta um hvern — í hvorri sögu?

***

Og svo er það seinni aukaspurningin, sem kemur frá Þorfinni Ómarssyni.

Á samsettu myndinni hér að neðan má sjá tvo leikara sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið til Óskarsverðlauna fyrir túlkun á einni og sömu persónunni en í tveimur ólíkum myndum og með nokkurra ára millibili. Slíkt hafði aðeins einu sinni gerst áður, að tveir leikarar (karlar eða konur) fengju Óskarsverðlaun fyrir að túlka sömu persónuna, hvor í sinni bíómynd. En hvað heita leikararnir tveir á myndinni hér að neðan, hver var persónan sem þeir léku báðir og í hvaða bíómyndum unnu þeir til verðlauna sinna? Þetta eru sem sé fimm atriði og þau verða ÖLL að vera rétt til að fá eitt stig!

***

Og svörin við aðalspurningum eru:

1.  Borgarbókasafnið.

2.  Rudolf Steiner.

3.  Bretland, Frakkland og Ísrael. 

4.  Líkklæðið í Tórínó, sem svo er kallað. 

Líkklæðið frá Tórínó t.v., Kristsmynd Einars t.h.

5.  Chișinău.

6.  Kjúklingabringa.

7.  George Harrison og Ringo Starr.

8.  Jón Yngvi Jóhannesson og Halldór Guðmundsson skrifuðu um ævi Gunnars. — Skriðuklaustursstigið: Sveini Skorra Höskuldssyni auðnaðist ekki að klára sína bók en Jón Yngvi og Halldór notuðu drög hans í sínum skrifum.

9.  Í heilanum.

10.  Þetta eru fánar Sómalíu og Botsvana.

Fánar Sómalíu (ofar) og Botsvana (neðar).

11.  Setningin kemur fyrir í Njálu og Grettissögu. — Kári segir þetta um Björn í Mörk í Njálu, Grettir um Illuga bróðir sinn í Grettissögu.

***

Svar við fyrri aukaspurningu:

Jakob Bjarnar blaðamaður. 

Jakob Bjarnar bókmenntafræðingur og blaðamaður

Svar við seinni aukaspurningu:

Heath Ledger (The Dark Knight) og Joaquin Phoenix (Joker) fengu báðir Óskar fyrir að leika Jókerinn.

***

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
7
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
8
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
9
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
10
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu