Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kúrs í skapandi skrifum

Í hverju bóka­blaði munu þrír rit­höf­und­ar gefa ráð í skap­andi skrif­um. Les­end­ur geta klippt út ráð­in í hverju blaði – já, eða prent­að þau út af vefn­um – og safn­að þeim, ef þá lang­ar að skrifa.

Hermann Stefánsson

Þér berst kostaboð frá vafasamri ferðaskrifstofu: Að steypa þér fram af bjargi. Þú hugsar ekki málið til enda. Skrif fela í sér tvenns konar áhættu: fjárhagslega og andlega. Í frjálsu falli er hættan aðeins ein. Þó má taka kollhnís í loftinu, pósa, snúa sér mjúklega í hringi. Leyfðu þér ljóðrænu og mýkt, syntu. Baðaðu út öngum eins og fugl, settu upp gamanleik. Það er fegurð að falla án afláts og vonar en plokka þó í óslítandi streng á milli háska og húmors. Rósemdin yfir þér bætir enn á óhugnað þeirra sem upp á horfa. En mundu: Taktu með þér fallhlíf.

Birna Anna Björnsdóttir

Rútínan er vinur þinn. Helst að snerta á verkinu daglega, hvað sem það þýðir fyrir þig, hálftími, klukkutími, fleiri klukkutímar. Daglegt innlit heldur verkinu lifandi innra með þér alla hina klukkutíma dagsins og í skrifum gerist svo ótrúlega mikið í undirmeðvitundinni. Muna svo að setjast við þótt þú sért ekki endilega í stuði, því hlutirnir gerast um leið og þú byrjar. Texti getur af sér texta. Hugmyndir fæðast í ferlinu.

Þórarinn Leifsson

Besta ráðið sem ég get gefið er að fara eitthvert í burtu og slökkva á öllum samfélagsmiðlum og símum. Þetta getur verið Landsbókasafnið, sumarbústaður í kjós eða Airbnb á Spáni. En fólk er misjafnt, sumum hentar betur að sitja á fjölmennum kaffihúsum og skima yfir salinn meðan þeir hugleiða næstu setningu. Loks er mikilvægt að skrifa um eitthvað sem maður þekkir úr eigin lífi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár