Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kúrs í skapandi skrifum

Í hverju bóka­blaði munu þrír rit­höf­und­ar gefa ráð í skap­andi skrif­um. Les­end­ur geta klippt út ráð­in í hverju blaði – já, eða prent­að þau út af vefn­um – og safn­að þeim, ef þá lang­ar að skrifa.

Hermann Stefánsson

Þér berst kostaboð frá vafasamri ferðaskrifstofu: Að steypa þér fram af bjargi. Þú hugsar ekki málið til enda. Skrif fela í sér tvenns konar áhættu: fjárhagslega og andlega. Í frjálsu falli er hættan aðeins ein. Þó má taka kollhnís í loftinu, pósa, snúa sér mjúklega í hringi. Leyfðu þér ljóðrænu og mýkt, syntu. Baðaðu út öngum eins og fugl, settu upp gamanleik. Það er fegurð að falla án afláts og vonar en plokka þó í óslítandi streng á milli háska og húmors. Rósemdin yfir þér bætir enn á óhugnað þeirra sem upp á horfa. En mundu: Taktu með þér fallhlíf.

Birna Anna Björnsdóttir

Rútínan er vinur þinn. Helst að snerta á verkinu daglega, hvað sem það þýðir fyrir þig, hálftími, klukkutími, fleiri klukkutímar. Daglegt innlit heldur verkinu lifandi innra með þér alla hina klukkutíma dagsins og í skrifum gerist svo ótrúlega mikið í undirmeðvitundinni. Muna svo að setjast við þótt þú sért ekki endilega í stuði, því hlutirnir gerast um leið og þú byrjar. Texti getur af sér texta. Hugmyndir fæðast í ferlinu.

Þórarinn Leifsson

Besta ráðið sem ég get gefið er að fara eitthvert í burtu og slökkva á öllum samfélagsmiðlum og símum. Þetta getur verið Landsbókasafnið, sumarbústaður í kjós eða Airbnb á Spáni. En fólk er misjafnt, sumum hentar betur að sitja á fjölmennum kaffihúsum og skima yfir salinn meðan þeir hugleiða næstu setningu. Loks er mikilvægt að skrifa um eitthvað sem maður þekkir úr eigin lífi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu