Orðið heimildasagan fær nafn 1968 smíðað af Birni Th. Björnssyni. Svo nefndi hann líka Haustskip sem kom út 1975. Þar var í skálduðum heimi átjándu aldar getið á spássíum skjallegra heimilda sem verkið byggðist á. Þá voru nýkomnar út tvær bækur sem nýttu skjallegar heimildir án tilvísana í skjöl, Rauða myrkur eftir Hannes Pétursson og Yfirvald Þorgeirs Þorgeirsonar. Ólafur Jónsson greindi vanda þessa forms: „bestu heimildir skáldskapar [er] ... ekki að finna í raunsönnuðum staðreyndum heldur komi jafnan annað til: skáldleg umsköpun úr efnivið staðreyndanna. En metnaður heimilda-skáldskapar er vitaskuld að láta uppi raunhæfar, jafnvel raunréttar, skýringar á sínum sannsögulegu úrlausnarefnum.“ (Vísir 15. 2. 1975. Bls. 7.)
Í Tugthúsinu vísar Haukur Már Haraldsson hvergi til þeirra skjallegu og bókföstu heimilda sem liggja til grundvallar mikilvægu verki, eldsúlu sem logar og gneistar af: sögu þess að embættismenn á Íslandi sóttust 1757 eftir rýmkun í lögum til að lífláta sem …
Athugasemdir (2)