Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Morðbæli við læk

Hauk­ur Már hef­ur skil­að okk­ur í skáld­sögu­formi sínu glæsi­legu verki, þaul­skoð­að sögu­leg gögn, hneppt í snið sitt stór ör­lög þeirra smáð­ustu í sam­fé­lagi ald­ar­inn­ar, met­ið sök þeirra og synd­ir, dóm­hörku og mis­ferli æðstu valds­manna, hrapp­skap þeirra, stuldi og mis­kunn­ar­leysi.

Morðbæli við læk
Bók

Tugt­hús­ið

Höfundur Haukur Már Helgason
Forlagið - Mál og menning
453 blaðsíður
Gefðu umsögn

Orðið heimildasagan fær nafn 1968 smíðað af Birni Th. Björnssyni. Svo nefndi hann líka Haustskip sem kom út 1975. Þar var í skálduðum heimi átjándu aldar getið á spássíum skjallegra heimilda sem verkið byggðist á. Þá voru nýkomnar út tvær bækur sem nýttu skjallegar heimildir án tilvísana í skjöl, Rauða myrkur eftir Hannes Pétursson og Yfirvald Þorgeirs Þorgeirsonar. Ólafur Jónsson greindi vanda þessa forms: „bestu heimildir skáldskapar [er] ... ekki að finna í raunsönnuðum staðreyndum heldur komi jafnan annað til: skáldleg umsköpun úr efnivið staðreyndanna. En metnaður heimilda-skáldskapar er vitaskuld að láta uppi raunhæfar, jafnvel raunréttar, skýringar á sínum sannsögulegu úrlausnarefnum.“ (Vísir 15. 2. 1975. Bls. 7.)

Í Tugthúsinu vísar Haukur Már Haraldsson hvergi til þeirra skjallegu og bókföstu heimilda sem liggja til grundvallar mikilvægu verki, eldsúlu sem logar og gneistar af: sögu þess að embættismenn á Íslandi sóttust 1757 eftir rýmkun í lögum til að lífláta sem …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GKB
    Guðmundur Karl Björnsson skrifaði
    Mæli með þessari bók. Hroka og grimd höfðingja þessa tíma er vel lýst. Enn í dag er fólki refsað fyrir fátækt.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúlega góð og velskrifuð bók. Heimildarskáldsaga.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár