Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jólin, jólin, jólin koma brátt

Alls kon­ar jóla­skemmt­un er í boði næstu tvær vik­urn­ar.

Las Vegas Christmas Show

Hvar? Gamla bíó

Hvenær? 1., 2., 3. og 4. desember

Miðaverð? 8.400 (tónleikar) – 16.900 kr. (tónleikar og kvöldverður)

Geir Ólafsson kemur nú fram enn eitt árið með jólatónleikana sína Las Vegas Christmas Show ásamt gestastjörnum og bæði íslenskum og erlendum hljóðfæraleikurum. Sjötta árið í röð sem tónleikarnir voru haldnir var uppselt og þess vegna er núna bætt við fleiri dagsetningum.

Þórir Baldursson verður hljómsveitarstjóri en einnig mætir Don Randi og stórsveit hans.


 Jólaljós og lopasokkar

Hvar: Hamraborg Hofi, Akureyri

Hvenær: 2. desember kl. 20

Miðaverð: frá 5.900 kr.

 Söngkonan Jónína Björt Gunnarsdóttir heldur sína fyrstu jólatónleika í Hofi í ár ásamt hópi listafólks. Jólaljós og lopasokkar eru kósí og hátíðlegir jólatónleikar með öllum okkar uppáhaldsjólalögum í bland við minna þekkt jólalög. Með Jónínu eru Vilhjálmur B. Bragason, Óskar Pétursson, Ívar Helgason, Sönghópurinn Rok, Anita Rós Þorsteinsdóttir og Kata Vignisdóttir. Hljómsveitina skipa: Daníel Þorsteinsson á píanó, Stefán Gunnarsson á bassa, Valgarður Óli Ómarsson, Daníel Andri Eggertsson á gítar og Valmar Valjaots á fiðlu. Framleiðandi: Rún Viðburðir.


Síðustu dagar Sæunnar

Hvar? Borgarleikhúsið. Litla sviðið

Miðaverð? 7.200 kr.

Allir deyja – þar á meðal Sæunn. Nýtt verk eftir Matthías Tryggva Haraldsson. Sæunn sem nennir ekki að prjóna. Sæunn sem sér eftir því að skapa ekki fleiri minningar. Sæunn sem rígheldur í þær minningar sem þó fékkst tími til að skapa. Sæunn sem veit ekki hver fær að eiga persneska teppið sem þau hjónin keyptu '97. Sæunn sem spyr sig hvenær sonurinn kíki við. 

„Þetta leikrit fjallar um dauða og dauðleika sem er viðfangsefni sem ég fékk alveg óvart á heilann fyrir nokkrum árum. Það er hressandi að tala og hugsa um dauðann vegna þess að maður endar yfirleitt á því að hugsa um lífið og brosa. Ég á ömmu sem er að miklu leyti innblástur að Sæunni. Þær kenna manni báðar að hversdagsleikinn er í senn erfiður, áríðandi og dýrmætur, Sæunn og amma mín,“ segir höfundur verksins, Matthías Tryggvi Haraldsson. (Mynd: Grímur Bjarnason.)


Diddú – Jólastjarna í 25 ár

Hvar? Harpa, Eldborg

Hvenær? 4. desember

Miðaverð? 4.900–13.990 kr.

„Það var snemma árs 1997 að Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar, bauð mér að syngja sólójólaplötu,“ segir Diddú. „Ég sló til og mér til halds og trausts við verkefnið voru ekki minni kappar en Björgvin Halldórsson, sem sá um alla framkvæmd, og Þórir Baldursson, sem útsetti öll lögin. Hófst nú vinna við að velja réttu lögin, sem enduðu langflest af  erlendum uppruna. Sum laganna voru vinsæl og elskuð jólalög sem frábærir textasmiðir íslenskir höfðu þegar sett í stemningsbúninga. Önnur lög voru minna þekkt sem jólalög en voru klædd rétta jólaandanum. Upptökur fóru fram um miðjan júlí í stúdíó Sýrlandi. Ég var nýbúin að eignast yngstu dóttur mína, sem var aldrei langt undan meðan upptökur fóru fram. Útkoman varð mest selda jólaplata Íslands. Friðriki Ómari tónleikahaldara fannst orðið tímabært að gera jólaplötunni „Jólastjarna“ almennileg skil. Ég tók hann á orðinu þar sem ég hef aldrei sungið öll lögin áður á tónleikum. Öllu verður tjaldað til á tónleikum 4. desember í Eldborg þar sem mér til fulltingis verða leynigestir, kór, strengjasveit, hljómsveit og kjólar.“


Ævintýri í jólaskógi

Ævintýri í Jólaskógi – Vasaljósaleikhús

Hvar? Guðmundarlundur

Hvenær? 26. nóvember–30. desember

Miðaverð? 3.300 kr.

Ævintýri í Jólaskógi er leiksýning þar sem áhorfendur ganga í litlum hópum um skóginn í Guðmundarlundi vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og tröllasystkini þeirra. Ferðalagið hefur verið varðað með jólakúlum, luktum og öðru jólaskrauti svo áhorfendur eigi það ekki á hættu að villast í skóginum. Eftir stutta göngu koma áhorfendur að fyrsta sviðinu. Þar er flutt lítil jólasaga um ævintýri tröllafjölskyldunnar, lífið í Grýluhelli og jól fyrri tíma. Verkið er tæpar tíu mínútur í flutningi og þegar því lýkur heldur hópurinn áfram ferð sinni um skóginn. Litlu innar rekast áhorfendur á fleiri tröll en alls er um að ræða fjórar sögur, sem hver um sig er flutt af einhverjum íbúa Grýluhellis. Í lokin er öllum boðið upp á heitt kakó og piparkökur og myndatöku með jólasveini.

„Það er ekkert jólalegra en vasaljósaganga í Guðmundarlundi,“ segir Hurðaskellir. „Hún sameinar eiginlega allt það sem er skemmtilegt við jólin. Samvera með fjölskyldunni, jólaljósin og sögurnar, kakó og piparkökur.“ „Og svo verður manni pínulítið kalt á nefinu og það er líka svo  jólalegt,“ bætir Skjóða við.


Hallgrímskirkja

Aðventu- og jólatónleikaröð Hallgrímskirkju

Hvar?  Hallgrímskirkja

Hvenær? 27. nóvember kl. 17.

Miðaverð? 4.000 kr.

Aðventu- og jólatónleikaröð Hallgrímskirkju hefst fyrsta sunnudag í aðventu, sunnudaginn 27. nóvember næstkomandi, kl. 17, með tónleikunum „Bach á aðventunni“. Þar koma fram Kór Hallgrímskirkju, Barokkbandið Brák, einsöngvararnir Harpa Ósk Björnsdóttir sópran, Eggert Reginn Kristjánsson tenór og Fjölnir Ólafsson barítón, Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari. Stjórnandi á tónleikunum er Steinar Logi Helgason.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár