Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jólin, jólin, jólin koma brátt

Alls kon­ar jóla­skemmt­un er í boði næstu tvær vik­urn­ar.

Las Vegas Christmas Show

Hvar? Gamla bíó

Hvenær? 1., 2., 3. og 4. desember

Miðaverð? 8.400 (tónleikar) – 16.900 kr. (tónleikar og kvöldverður)

Geir Ólafsson kemur nú fram enn eitt árið með jólatónleikana sína Las Vegas Christmas Show ásamt gestastjörnum og bæði íslenskum og erlendum hljóðfæraleikurum. Sjötta árið í röð sem tónleikarnir voru haldnir var uppselt og þess vegna er núna bætt við fleiri dagsetningum.

Þórir Baldursson verður hljómsveitarstjóri en einnig mætir Don Randi og stórsveit hans.


 Jólaljós og lopasokkar

Hvar: Hamraborg Hofi, Akureyri

Hvenær: 2. desember kl. 20

Miðaverð: frá 5.900 kr.

 Söngkonan Jónína Björt Gunnarsdóttir heldur sína fyrstu jólatónleika í Hofi í ár ásamt hópi listafólks. Jólaljós og lopasokkar eru kósí og hátíðlegir jólatónleikar með öllum okkar uppáhaldsjólalögum í bland við minna þekkt jólalög. Með Jónínu eru Vilhjálmur B. Bragason, Óskar Pétursson, Ívar Helgason, Sönghópurinn Rok, Anita Rós Þorsteinsdóttir og Kata Vignisdóttir. Hljómsveitina skipa: Daníel Þorsteinsson á píanó, Stefán Gunnarsson á bassa, Valgarður Óli Ómarsson, Daníel Andri Eggertsson á gítar og Valmar Valjaots á fiðlu. Framleiðandi: Rún Viðburðir.


Síðustu dagar Sæunnar

Hvar? Borgarleikhúsið. Litla sviðið

Miðaverð? 7.200 kr.

Allir deyja – þar á meðal Sæunn. Nýtt verk eftir Matthías Tryggva Haraldsson. Sæunn sem nennir ekki að prjóna. Sæunn sem sér eftir því að skapa ekki fleiri minningar. Sæunn sem rígheldur í þær minningar sem þó fékkst tími til að skapa. Sæunn sem veit ekki hver fær að eiga persneska teppið sem þau hjónin keyptu '97. Sæunn sem spyr sig hvenær sonurinn kíki við. 

„Þetta leikrit fjallar um dauða og dauðleika sem er viðfangsefni sem ég fékk alveg óvart á heilann fyrir nokkrum árum. Það er hressandi að tala og hugsa um dauðann vegna þess að maður endar yfirleitt á því að hugsa um lífið og brosa. Ég á ömmu sem er að miklu leyti innblástur að Sæunni. Þær kenna manni báðar að hversdagsleikinn er í senn erfiður, áríðandi og dýrmætur, Sæunn og amma mín,“ segir höfundur verksins, Matthías Tryggvi Haraldsson. (Mynd: Grímur Bjarnason.)


Diddú – Jólastjarna í 25 ár

Hvar? Harpa, Eldborg

Hvenær? 4. desember

Miðaverð? 4.900–13.990 kr.

„Það var snemma árs 1997 að Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar, bauð mér að syngja sólójólaplötu,“ segir Diddú. „Ég sló til og mér til halds og trausts við verkefnið voru ekki minni kappar en Björgvin Halldórsson, sem sá um alla framkvæmd, og Þórir Baldursson, sem útsetti öll lögin. Hófst nú vinna við að velja réttu lögin, sem enduðu langflest af  erlendum uppruna. Sum laganna voru vinsæl og elskuð jólalög sem frábærir textasmiðir íslenskir höfðu þegar sett í stemningsbúninga. Önnur lög voru minna þekkt sem jólalög en voru klædd rétta jólaandanum. Upptökur fóru fram um miðjan júlí í stúdíó Sýrlandi. Ég var nýbúin að eignast yngstu dóttur mína, sem var aldrei langt undan meðan upptökur fóru fram. Útkoman varð mest selda jólaplata Íslands. Friðriki Ómari tónleikahaldara fannst orðið tímabært að gera jólaplötunni „Jólastjarna“ almennileg skil. Ég tók hann á orðinu þar sem ég hef aldrei sungið öll lögin áður á tónleikum. Öllu verður tjaldað til á tónleikum 4. desember í Eldborg þar sem mér til fulltingis verða leynigestir, kór, strengjasveit, hljómsveit og kjólar.“


Ævintýri í jólaskógi

Ævintýri í Jólaskógi – Vasaljósaleikhús

Hvar? Guðmundarlundur

Hvenær? 26. nóvember–30. desember

Miðaverð? 3.300 kr.

Ævintýri í Jólaskógi er leiksýning þar sem áhorfendur ganga í litlum hópum um skóginn í Guðmundarlundi vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og tröllasystkini þeirra. Ferðalagið hefur verið varðað með jólakúlum, luktum og öðru jólaskrauti svo áhorfendur eigi það ekki á hættu að villast í skóginum. Eftir stutta göngu koma áhorfendur að fyrsta sviðinu. Þar er flutt lítil jólasaga um ævintýri tröllafjölskyldunnar, lífið í Grýluhelli og jól fyrri tíma. Verkið er tæpar tíu mínútur í flutningi og þegar því lýkur heldur hópurinn áfram ferð sinni um skóginn. Litlu innar rekast áhorfendur á fleiri tröll en alls er um að ræða fjórar sögur, sem hver um sig er flutt af einhverjum íbúa Grýluhellis. Í lokin er öllum boðið upp á heitt kakó og piparkökur og myndatöku með jólasveini.

„Það er ekkert jólalegra en vasaljósaganga í Guðmundarlundi,“ segir Hurðaskellir. „Hún sameinar eiginlega allt það sem er skemmtilegt við jólin. Samvera með fjölskyldunni, jólaljósin og sögurnar, kakó og piparkökur.“ „Og svo verður manni pínulítið kalt á nefinu og það er líka svo  jólalegt,“ bætir Skjóða við.


Hallgrímskirkja

Aðventu- og jólatónleikaröð Hallgrímskirkju

Hvar?  Hallgrímskirkja

Hvenær? 27. nóvember kl. 17.

Miðaverð? 4.000 kr.

Aðventu- og jólatónleikaröð Hallgrímskirkju hefst fyrsta sunnudag í aðventu, sunnudaginn 27. nóvember næstkomandi, kl. 17, með tónleikunum „Bach á aðventunni“. Þar koma fram Kór Hallgrímskirkju, Barokkbandið Brák, einsöngvararnir Harpa Ósk Björnsdóttir sópran, Eggert Reginn Kristjánsson tenór og Fjölnir Ólafsson barítón, Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari. Stjórnandi á tónleikunum er Steinar Logi Helgason.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár