Fyrir mig er Mónakó félagsmiðstöð. Það er þægilegt að koma hingað, maður þekkir bæði staffið og flesta fastagesti. Ég vinn í ferðaþjónustu og það koma eiginlega engir túristar á þennan bar svo að ég fæ túristafrí. Það er mjög gott að koma hingað og slaka á, einu sinni, tvisvar á dag. Ég vinn með túrista og labba fram á þá á götunum þannig að ég þarf ekki að hafa þá með mér líka í frítímanum. Stundum þarf maður bara frí.
Ég er „über“ hinsegin, en hérna fæ ég frið. En, sko, áreiti hefur aukist á börum borgarinnar. Til dæmis með þessu gelti sem byrjaði núna í vor, ég er búin að lenda tvisvar í því frá ungu fólki. Hérna er ekki slíkt. Það láta allir alla í friði á Mónakó.
Ég er náttúrlega orðin eldri en tvævetur. Ég lenti í rosalegum fordómum fyrir norðan, en mjög lítið hérna í Reykjavík …
Athugasemdir (2)