Von er á því að skýrsla Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars síðastliðnum verði afhent Alþingi öðru hvorum megin við næstu helgi. Drög að skýrslunni eru komin til fjármálaráðuneytisins og Bankasýslu ríkisins til umsagnar en frestur þeirra til að skila athugasemdum rennur út 19. mars.
Drög að skýrslunni eru ekki send þinginu né einstaka nefndum þess, svo sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, heldur aðeins þeim sem um er fjallað í henni. „Nei, þingið fær skýrsluna til umfjöllunar þegar hún er fullunnin,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi, sem þó ætlar að gera þinginu sérstaklega grein fyrir af hverju skýrsluskrifin hafi dregist jafn mikið og raun ber vitni.
„Ég mun gera stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd grein fyrir því þegar skýrslan verður kynnt endanlega en ekki fjalla um það umfram það sem ég hef sagt, að verkefnið reyndist flóknara og umfangsmeira heldur en ráð var fyrir gert …
Athugasemdir