Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Framtíðareiginmaðurinn sótti hana aftur til Danmerkur

Brita bros­ir er hún lít­ur til baka og hugs­ar um ár­in sem hún hef­ur var­ið á Ís­landi. Fyr­ir meira en hálfri öld kom hún hing­að sem au pair frá Dan­mörku og kynnt­ist ís­lensk­um dreng sem varð eig­in­mað­ur henn­ar.

Framtíðareiginmaðurinn sótti hana aftur til Danmerkur

Ég var gift í mörg ár, á fjóra fullorðna syni og bý ein í minni íbúð. Ég er í þriggja vikna hvíldarinnlögn á Grund og það er allt gott um það að segja. Annars bý ég í minni íbúð og allt í fínu með það. 

Hvað það er yndislegt að búa á Íslandi! Ég kem alls staðar frá. Móðir mín var finnsk og pabbi var danskur. Foreldrar mínir kynntust í Helsinki í Finnlandi. Mamma var hattasaumadama þar, en pabbi var vélstjóri á skipi. Þau giftust og bjuggu þar fyrstu árin. Síðan flutti fjölskyldan til Danmerkur, þar sem ég bjó með foreldrum mínum þar til ég varð tvítug. Eftir stríðið langaði mig að sjá eitthvað annað en Danmörku, en þá var ekki um annað að ræða en að vera í vist einhvers staðar. 

Ég sá auglýsingu frá íslenskum hjónum sem voru stödd í Kaupmannahöfn. Þau vantaði unga stúlku til að koma með sér til Íslands að passa börnin. Ég fór beinustu leið á skrifstofuna á tollinum þar sem ég var, ákvað að fara með til Íslands fimm dögum síðar og gerði það, með leyfi foreldra minna. Ég fékk leyfi frá vinnunni í eitt ár. Ég kom hingað og var út umsamið ár og sneri aftur til baka. Í millitíðinni hafði ég hitt ungan íslenskan strák sem kom til Danmerkur nokkrum árum síðar til að sækja mig. Hér hef ég verið síðan, í meira en hálfa öld.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár