Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Faðir Sigríðar Bjarkar sá sem veldur vanhæfinu

Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri er van­hæf til að fara fyr­ir rann­sókn yf­ir­valda á ætl­aðri skipu­lagn­ingu hryðju­verka á Ís­landi vegna föð­ur síns. Nafn hans hef­ur kom­ið upp í tengsl­um við rann­sókn máls­ins. Ekki ligg­ur fyr­ir hver tengsl hans við mál­ið eru.

Faðir Sigríðar Bjarkar sá sem veldur vanhæfinu
Ekki lengur í forsvari Sigríður Björk er ríkislögreglustjóri og sem slík fór hún fyrir rannsókn yfirvalda á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka á Íslandi. Rannsóknin hefur verið færð til embættis héraðssaksóknara. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ástæða þess að ríkislögreglustjóri þurfi að segja sig frá rannsókn á ætlaðri hryðjuverkaógn á Íslandi er sú að nafn Guðjóns Valdimarssonar hefur komið upp í tengslum við rannsóknina, samkvæmt heimildum Stundarinnar. Hann er faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra sem fór fyrir rannsókn málsins þar til ríkissaksóknari féllst á að færa forræði málsins til héraðssaksóknara. Sigríður Björk óskaði eftir þessu við saksóknara í gærkvöldi.

Greint var frá vanhæfinu á blaðamannafundi lögregluembætta í dag þar sem rannsókn lögreglu á ætlaðri skipulagningu hryðjuverkaárásar voru til umfjöllunar. Þar kom fram að Sigríður Björk hafi óskað eftir því að segja sig frá málinu um leið og upplýsingar um að einstaklingur sem væri tengdur sér fjölskylduböndum hefur verið nefndur í tengslum við málið. Ekki kom fram á fundinum hvaða einstaklingur það væri né af hverju eða í hvaða samhengi nafn hans hefði komið upp við rannsóknina. 

Selur vopn á netinu

Fram hefur komið að rannsókn lögreglu hafi í fyrstu snúist um grun um brot á vopnalögum en talsvert magn vopna hefur verið gert upptækt í víðtækum aðgerðum lögreglunnar á undanförnum dögum. Annar þeirra tveggja íslensku karlmanna sem situr nú í gæsluvarðhaldi hafði sætt vikulöngu gæsluvarðhaldi akkúrat vikuna áður en hann var handtekinn og úrskurðaður í varðhald, þá vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    ……það væri nú alveg galið ef þessi mikla rannsókn á ætlaðri hryðjuverkstarfsemi í landinu okkar sé tilkomin m.a. vegna vopnasölu föður ríkissaksóknara!
    -1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ísland er svo krúttlegt - xD !!!!
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslu­taka yf­ir föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra: „Ef þið bara hefð­uð skoð­að hver skyld­menni mín eru, þá hefð­uð þið ekki kom­ið hing­að“

Menn sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni Valdi­mars­syni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af ein­um mann­anna. Guð­jón sagði við skýrslu­töku að ann­að hvort hefðu lög­reglu­menn ekki kynnt sér ætt­artengsl hans eða ver­ið væri að reyna að koma höggi á rík­is­lög­reglu­stjóra. Stund­in hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.
Flest vopnanna sem haldlögð hafa verið í rannsókn á hryðjuverkaógn löglega skráð
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Flest vopn­anna sem hald­lögð hafa ver­ið í rann­sókn á hryðju­verka­ógn lög­lega skráð

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur sagt sig frá rann­sókn­inni vegna fjöl­skyldu­tengsla við ein­stak­ling sem hef­ur ver­ið nefnd­ur í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á ætl­aðri skipu­lagn­ingu hryðju­verka. Gæslu­varð­halds­úrskurð­ur yf­ir öðr­um mann­anna sem sit­ur í varð­haldi vegna máls­ins hef­ur ver­ið fram­lengd­ur um viku.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár