Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Þessi úrgangsmál eiga að vera í lagi”

Auð­ur Anna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, seg­ir það brand­ara að end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hafi ver­ið val­ið um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins 2020, á sama tíma og það var losa plast­meng­að­an úr­gang á nátt­úru­m­inja­svæði.

„Þessi úrgangsmál eiga að vera í lagi”
Mikið magn plasts Magn þess plasts sem Terra losaði á urðunarstaðinn í landi Spóastaða er verulegt. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir losun endurvinnslufyrirtækisins Terra á plastmenguðum úrgangi á náttúruminjasvæði vera alvarlega. Traust almennings á endurvinnslu minnki verulega þegar fyrirtæki og sveitarfélög sinni málaflokknum ekki betur en raun beri vitni. 

„Þetta er náttúrulega bara svakalegt. Eins og með allt annað varðandi plastið, sem við erum að komast að bara á undanförnum árum. Þessi úrgangsmál eiga að vera í lagi og við erum bara endurtekið að sjá að þetta einfalda grundvallarmál, að sjá um úrganginn, það getum við á Íslandi einu sinni ekki gert almennilega,” segir Auður Anna.

Aðspurð hvað henni finnst um að endurvinnslufyrirtæki sem var kjörið umhverfisfyrirtæki ársins, af Samtökum atvinnulífsins, hafi á sama tíma verið að losa plastmengaðan úrgang á náttúruminjasvæði í landi Spóastaða í Bláskógabyggð segir Auður að fyrirtækið þurfi að standa sig mun betur í þessum málum.

„Það er náttúrulega bara brandari. Það sýnir kannski að þau sem standa að umhverfismálunum þurfa að standa sig betur. Ég vona bara að Terra sé alvara í því að taka til hjá sér, í bókstaflegri merkingu og þau reyni að standa sig betur. Þetta sýnir líka að bæði eftirlit og starfsleyfi, og jafnvel viðurlög við að gera svona, því er greinilega mjög ábótavant hjá okkur. Ef þeir hlutir væru í lagi þá væru náttúrlega miklu minni líkur að svona atvik komi upp.”

„Það er náttúrulega bara brandari”
Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar

Auður segir að lítil sveitarfélög Íslandi þurfi faglegan stuðning frá ríkinu til að sinna úrgangsmálum og að sinna þeim rétt. „Við vitum að á Íslandi eru mörg lítil sveitarfélög sem hafa lítið bolmagn til að sinna skyldum sínum sem lögð eru á herðar þeirra. Í svona mikilvægum málum þá þyrftu sveitarfélögin að fá meiri stuðning, ekki beinan fjárhagslegan stuðning heldur faglegan stuðning.”

Þá segir Auður að þegar svona tilfelli koma upp að það geti haft veruleg áhrif á traust almennings á endurvinnsluiðnaðinn í heild. „Ég veit hins vegar að almenningur er mjög viljugur að sinna úrgangsmálum mjög vel, bæði að draga úr sínum úrgangi og flokka hann rétt. En þegar svona hlutir koma upp, að þeir sem eiga að taka við úrganginum, geta ekki gert það almennilega og fylgt algjörum grunnreglum eða lágmarkskröfum, þá verður náttúrulega erfiðara fyrir almenning að treysta því að það sem þeir gera skipti einhverju máli.” 

Svæðið sem Terra losaði plastmengaðan úrgang er á náttúruminjaskrá og segir Auður að það sé sérlega alvarlegt að úrgangurinn hafi verið losaður á svo viðkvæmu svæði. „Það að svæði sé á náttúruminjaskrá þýðir að náttúran þar sé sérlega verðmæt. Algjörlega óháð því þá losar maður bara ekki úrgangi bara hvar sem er, það á bara að vera algjörlega ljóst, það á að vera algjör lágmarkskrafa. Alveg sama hvort það sé Terra eða sveitarfélagið sem gerir það, þá á þetta bara að vera algjörlega á hreinu. En það er sérlega alvarlegt að þetta er svæði sem er á náttúruminjaskrá.“

Plast um alltBíll frá Terra sést hér losa plastúrgang á náttúruminjasvæði í Bláskógabyggð.
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár