Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

974. spurningarþraut: Jóladagsspurningarnar á náttfötunum!

974. spurningarþraut: Jóladagsspurningarnar á náttfötunum!

Fyrri aukaspurning:

Þessi átti afmæli á jóladag. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var krýndur keisari í Róm á jóladag árið 800?

2.  Á jóladag 1979 gerði Rauði herinn innrás í ... hvaða ríki?

3.  Á jóladag árið áður, 1978, höfðu Víetnamar hins vegar farið í stórsókn gegn Rauðu khmerunum sem þá höfðu í nokkur ár ráðið ... hvaða ríki?

4.  Á jóladag 1989 voru hjón um sjötugt tekin af lífi í bænum Târgoviște í hinu forna héraði Vallakíu. Hvað hétu hjónin? Eftirnafn þeirra nægir.

5.  Hver leikstýrði myndunum Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf?

6.  Jesúa er sagður fæddur í Betlehem. En hvar ólst hann upp?

7.  Í hvaða landi eru þrír hæstu fossar Evrópu?

8.  Hvað eru margir strengir á sellói?

9.  Hvaða reikistjarna er hulin þykkri skýjaslæðu sem felur brennheitt yfirborð? 

10.  Á jóladag 1977 lést tæplega níræður kvikmyndaleikstjóri á heimili sínu í Sviss. Hann fæddist á Englandi, bjó lengi í Bandaríkjunum og gerði þar sín meistaraverk í kvikmyndalist sem færðu gamanmyndir upp á miklu hærra plan heldur en þær höfðu verið á áður en hann tók til starfa. Síðasta mynd hans hét Greifynjan af Hong Kong frá 1967 og þótti nú ekki mikilfengleg miðað við gömlu meistaraverkin, en hvað hét þessi leikstjóri?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá skjáskot af sjónvarpsávarpi sem flutt var 25. desember ... hvaða ár?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Karlamagnús.

2.  Afganistan.

3.  Kambódíu.

4.  Þetta voru Ceaușescu-hjónin. Þau hétu Nicolae og Elena.

5.  Þráinn Bertelsson.

6.  Í Nasaret.

7.  Noregi.

8.  Fjórir. Hlýðið til dæmis á sellóið hérna.

9.  Venus.

10.  Chaplin.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Humphrey Bogart.

Og ávarp Gorbatévs þar sem hann sagði af sér sem forseti Sovétríkjanna og lagði þar með í raun Sovétríkin niður var flutt á jóladag 1991.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
6
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár