Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

974. spurningarþraut: Jóladagsspurningarnar á náttfötunum!

974. spurningarþraut: Jóladagsspurningarnar á náttfötunum!

Fyrri aukaspurning:

Þessi átti afmæli á jóladag. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var krýndur keisari í Róm á jóladag árið 800?

2.  Á jóladag 1979 gerði Rauði herinn innrás í ... hvaða ríki?

3.  Á jóladag árið áður, 1978, höfðu Víetnamar hins vegar farið í stórsókn gegn Rauðu khmerunum sem þá höfðu í nokkur ár ráðið ... hvaða ríki?

4.  Á jóladag 1989 voru hjón um sjötugt tekin af lífi í bænum Târgoviște í hinu forna héraði Vallakíu. Hvað hétu hjónin? Eftirnafn þeirra nægir.

5.  Hver leikstýrði myndunum Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf?

6.  Jesúa er sagður fæddur í Betlehem. En hvar ólst hann upp?

7.  Í hvaða landi eru þrír hæstu fossar Evrópu?

8.  Hvað eru margir strengir á sellói?

9.  Hvaða reikistjarna er hulin þykkri skýjaslæðu sem felur brennheitt yfirborð? 

10.  Á jóladag 1977 lést tæplega níræður kvikmyndaleikstjóri á heimili sínu í Sviss. Hann fæddist á Englandi, bjó lengi í Bandaríkjunum og gerði þar sín meistaraverk í kvikmyndalist sem færðu gamanmyndir upp á miklu hærra plan heldur en þær höfðu verið á áður en hann tók til starfa. Síðasta mynd hans hét Greifynjan af Hong Kong frá 1967 og þótti nú ekki mikilfengleg miðað við gömlu meistaraverkin, en hvað hét þessi leikstjóri?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá skjáskot af sjónvarpsávarpi sem flutt var 25. desember ... hvaða ár?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Karlamagnús.

2.  Afganistan.

3.  Kambódíu.

4.  Þetta voru Ceaușescu-hjónin. Þau hétu Nicolae og Elena.

5.  Þráinn Bertelsson.

6.  Í Nasaret.

7.  Noregi.

8.  Fjórir. Hlýðið til dæmis á sellóið hérna.

9.  Venus.

10.  Chaplin.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Humphrey Bogart.

Og ávarp Gorbatévs þar sem hann sagði af sér sem forseti Sovétríkjanna og lagði þar með í raun Sovétríkin niður var flutt á jóladag 1991.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár