Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

974. spurningarþraut: Jóladagsspurningarnar á náttfötunum!

974. spurningarþraut: Jóladagsspurningarnar á náttfötunum!

Fyrri aukaspurning:

Þessi átti afmæli á jóladag. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var krýndur keisari í Róm á jóladag árið 800?

2.  Á jóladag 1979 gerði Rauði herinn innrás í ... hvaða ríki?

3.  Á jóladag árið áður, 1978, höfðu Víetnamar hins vegar farið í stórsókn gegn Rauðu khmerunum sem þá höfðu í nokkur ár ráðið ... hvaða ríki?

4.  Á jóladag 1989 voru hjón um sjötugt tekin af lífi í bænum Târgoviște í hinu forna héraði Vallakíu. Hvað hétu hjónin? Eftirnafn þeirra nægir.

5.  Hver leikstýrði myndunum Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf?

6.  Jesúa er sagður fæddur í Betlehem. En hvar ólst hann upp?

7.  Í hvaða landi eru þrír hæstu fossar Evrópu?

8.  Hvað eru margir strengir á sellói?

9.  Hvaða reikistjarna er hulin þykkri skýjaslæðu sem felur brennheitt yfirborð? 

10.  Á jóladag 1977 lést tæplega níræður kvikmyndaleikstjóri á heimili sínu í Sviss. Hann fæddist á Englandi, bjó lengi í Bandaríkjunum og gerði þar sín meistaraverk í kvikmyndalist sem færðu gamanmyndir upp á miklu hærra plan heldur en þær höfðu verið á áður en hann tók til starfa. Síðasta mynd hans hét Greifynjan af Hong Kong frá 1967 og þótti nú ekki mikilfengleg miðað við gömlu meistaraverkin, en hvað hét þessi leikstjóri?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá skjáskot af sjónvarpsávarpi sem flutt var 25. desember ... hvaða ár?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Karlamagnús.

2.  Afganistan.

3.  Kambódíu.

4.  Þetta voru Ceaușescu-hjónin. Þau hétu Nicolae og Elena.

5.  Þráinn Bertelsson.

6.  Í Nasaret.

7.  Noregi.

8.  Fjórir. Hlýðið til dæmis á sellóið hérna.

9.  Venus.

10.  Chaplin.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Humphrey Bogart.

Og ávarp Gorbatévs þar sem hann sagði af sér sem forseti Sovétríkjanna og lagði þar með í raun Sovétríkin niður var flutt á jóladag 1991.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár