Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

973. spurningaþraut: Gleðileg jól! Hér eru jólaspurningarnar!

973. spurningaþraut: Gleðileg jól! Hér eru jólaspurningarnar!

Gleðileg jól öllsömul!

Fyrri aukaspurning:

Hér eru Jósef, María og Jesúbarnið nýfætt. Við sjáum Jóhannes skírara gægjast (ansi unglegan) upp úr einhverri holu og af einhverjum ástæðum eru fimm íturvaxnir berrassaðir piltar í bakgrunninum. Þetta er eina svona hringlaga myndin sem varðveist hefur eftir þennan tiltekna myndlistarmann en hann hafði reyndar dálítið gaman af að mála berrassaða unga pilta, stundum. Hver var listamaðurinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða jólasveinn kemur nú í morgunsárið?

2.  Að fornu voru til miklu fleiri jólasveinanöfn en þau 13 sem nú eru þekktust. Hver af eftirtöldum nöfnum er EKKI þekkt sem jólasveinanafn? Litli Pungur — Klettaskora —  Baggalútur — Refur — Minkaleysir — Steingrímur — Pönnuskuggi — Kleinusníkir.

3.  Hvaða ópera eftir Verdi var frumsýnd á aðfangadag 1871 í Kæró í Egiftalandi?

4.  Á þessum degi 1968 fór bandarískt geimfar á braut um tunglið, fyrst mannaðra geimfara. Hvað nefndist geimfarið? Hér verður númer að vera rétt!

5.  Stofnandi Jesúítareglunnar fæddist 24. desember 1471. Hvað hét hann?

6.  „En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin er gerð var þá er ...“ Þá er hvað?

7.  Annaðhvort á aðfangadag eða jóladag 1975 stofnaði bassaleikarinn Steve Harris rokkhljómsveit sem átti eftir að slá heldur betur í gegn í þungarokkinu, ekki síst eftir að söngvarinn (og flugmaðurinn) Bruce Dickinson bættist í hópinn. Hvað heitir þessi hljómsveit?

8.  Sagnir herma að á þessum degi árið 1613 hafi fimmtíu manns farist í snjóflóði þegar fólk var á leið til kirkju í firði einum norðanlands. Hvaða firði?

9.  „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks ...“ Ja, hvað á að hafa til marks?

10.  Hver skrifaði þetta hér ofangreint?

***

Síðari aukaspurning:

„Barnið (Fæðing Krists á Tahítí).“ Hver málaði?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kertasníkir.

2.  Minkaleysir er ekki — svo vitað sé — jólasveinn.

3.  Aída.

4.  Appollo 8.

5.  Ignatius Loyola. Hvort nafn um sig gefur stig.

6.  „... Kýreníus var landstjóri í Sýrlandi.“

7.  Iron Maiden.

8.  Siglufirði.

9.  „Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“

10.  Lúkas.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri myndina málaði Michelangelo.

Þá seinni málaði Paul Gaugain.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár