Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

973. spurningaþraut: Gleðileg jól! Hér eru jólaspurningarnar!

973. spurningaþraut: Gleðileg jól! Hér eru jólaspurningarnar!

Gleðileg jól öllsömul!

Fyrri aukaspurning:

Hér eru Jósef, María og Jesúbarnið nýfætt. Við sjáum Jóhannes skírara gægjast (ansi unglegan) upp úr einhverri holu og af einhverjum ástæðum eru fimm íturvaxnir berrassaðir piltar í bakgrunninum. Þetta er eina svona hringlaga myndin sem varðveist hefur eftir þennan tiltekna myndlistarmann en hann hafði reyndar dálítið gaman af að mála berrassaða unga pilta, stundum. Hver var listamaðurinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða jólasveinn kemur nú í morgunsárið?

2.  Að fornu voru til miklu fleiri jólasveinanöfn en þau 13 sem nú eru þekktust. Hver af eftirtöldum nöfnum er EKKI þekkt sem jólasveinanafn? Litli Pungur — Klettaskora —  Baggalútur — Refur — Minkaleysir — Steingrímur — Pönnuskuggi — Kleinusníkir.

3.  Hvaða ópera eftir Verdi var frumsýnd á aðfangadag 1871 í Kæró í Egiftalandi?

4.  Á þessum degi 1968 fór bandarískt geimfar á braut um tunglið, fyrst mannaðra geimfara. Hvað nefndist geimfarið? Hér verður númer að vera rétt!

5.  Stofnandi Jesúítareglunnar fæddist 24. desember 1471. Hvað hét hann?

6.  „En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin er gerð var þá er ...“ Þá er hvað?

7.  Annaðhvort á aðfangadag eða jóladag 1975 stofnaði bassaleikarinn Steve Harris rokkhljómsveit sem átti eftir að slá heldur betur í gegn í þungarokkinu, ekki síst eftir að söngvarinn (og flugmaðurinn) Bruce Dickinson bættist í hópinn. Hvað heitir þessi hljómsveit?

8.  Sagnir herma að á þessum degi árið 1613 hafi fimmtíu manns farist í snjóflóði þegar fólk var á leið til kirkju í firði einum norðanlands. Hvaða firði?

9.  „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks ...“ Ja, hvað á að hafa til marks?

10.  Hver skrifaði þetta hér ofangreint?

***

Síðari aukaspurning:

„Barnið (Fæðing Krists á Tahítí).“ Hver málaði?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kertasníkir.

2.  Minkaleysir er ekki — svo vitað sé — jólasveinn.

3.  Aída.

4.  Appollo 8.

5.  Ignatius Loyola. Hvort nafn um sig gefur stig.

6.  „... Kýreníus var landstjóri í Sýrlandi.“

7.  Iron Maiden.

8.  Siglufirði.

9.  „Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“

10.  Lúkas.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri myndina málaði Michelangelo.

Þá seinni málaði Paul Gaugain.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár