Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

942. spurningaþraut: Metsölubílar og fleira

942. spurningaþraut: Metsölubílar og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár gaus síðast í Eyjafjallajökli?

2.  Erpur Eyvindarson er eða var að minnsta kosti í hljómsveit sem kennir sig við hunda. Hvað heitir sú hljómsveit fullu nafni?

3.  Hver skrifaði bækurnar David Copperfield og Glæstar vonir?

4.  Árið 1908 kom á almennan markað í Bandaríkjunum bíll sem síðan var framleiddur í um 20 ár og alls seldust um 15 milljóna af eintaka af bílnum. Enginn bíll hafði selst nálægt því jafn mikið. Hvað nefndist þessi bíll? Tegundarnafnið eitt dugar ekki alveg.

5.  Það var ekki fyrr en 1972 sem önnur bíltegund sló 15 milljóna eintaka met þessa fyrrnefnda bíls, en sú tegund seldist að lokum í 21 milljónum eintaka. Hvaða bíll var það?

6.  Hann varð stúdent frá MR 1989, lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1995, lærði svo meiri lögfræði í Þýskalandi og á Flórída, var lögfræðingur Eimskips í tvö ár og síðan með eigin rekstur, auk þess að læra verðbréfamiðlun, en settist á Aþingi 2003. Hver er karl þessi?

7.  Hvað hét móðir Sölku Völku?

8.  Hvað heitir félagið sem rekur starfsemi sína í Borgarleikhúsinu?

9.  Hann fæddist 20. apríl 1889 en dó 30. apríl 1945, nýorðinn 56 ára. Hvað hét hann?

10.  Í hvaða mánuði er Jörðin næst sólinni?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er teiknuð sena úr frægu leikriti. Hvaða leikrit ætli það sé?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  2010.

2.  XXX Rottweilerhundar.

3.  Dickens.

4.  Ford T.

5.  Volkswagen bjalla.

6.  Bjarni Benediktsson.

7.  Sigurlína.

8.  Leikfélag Reykjavíkur.

9.  Adolf Hitler.

10.  Janúar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er letidýr.

Á neðri mynd er teikning af upphafssenu Hamlets eftir Shakespeare þar sem draugur föður hans birtist Danaprinsi. Ekki er nauðsynlegt að svara því — að nefna Hamlet er nóg.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár