Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

943. spurningaþraut: Frank Fredericksen og tækið hans

943. spurningaþraut: Frank Fredericksen og tækið hans

Fyrri aukaspurning: Hvað nefnist verkfærið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað nefndist varð- og sendiguðinn í norrænni goðafræði?

2.  Hvaða samtök kenna sig við þann guð?

3.  Hvaða leikhúsi stýrir Brynhildur Guðjónsdóttir um þessar mundir?

4.  Í hvaða heimsálfu er ríkið São Tomé e Príncipe?

5.  En ríkið Máritanía, í hvaða heimsálfu er það?

6.  Í ágúst síðastliðnum vakti það bæði óhug og athygli þegar líkamsleifar tveggja barna fundust í ferðatöskum sem geymslufyrirtæki seldi hæstbjóðanda, án þess að hvorki fyrirtækið né kaupandinn höfðu hugmynd um hvað í töskunum væri. Í hvaða landi gerðist þetta?

7.  Fnjóská og Hörgá falla báðar í sama fjörð á Íslandi. Hvað heitir fjörðurinn?

8.  Hann var sonur Laufeyjar og Fárbauta jötuns. Hvað hét hann sjálfur?

9.  Frank Fredericksen hét maður, svonefndur Vestur-Íslendingur, sem kom hingað til lands árið 1919 og hafði meðferðis tæki eitt nýstárlegt sem hann brúkaði síðan fyrstur allra manna á Íslandi það sama ár, aðallega í Vatnsmýrinni. Þetta vakti gríðarlega athygli en tækinu var nú samt pakkað saman og flutt úr landi ári síðar. Hvaða tæki var þetta?

10.  Baldur von Schirach var leiðtogi fjölmennra æskulýðssamtaka á árunum 1931-1940. Hvað nefndust þau?

***

Seinni aukaspurning: Hér má sjá forseta tiltekins lands (til vinstri) skipa tvíburabróður sinn (til hægri) forsætisráðherra. Hvað heita bræðurnir? Hér dugar eftirnafn þeirra.

Og fyrir lárviðarstig: Hvað heitir stjórnmálaflokkurinn sem bræðurnir stofnuðu 2001?

***

Aðalspurningasvör:

1.  Heimdallur.

2.  Samtök ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

3.  Borgarleikhúsinu.

4.  Í Afríku.

5.  Líka í Afríku.

6.  Nýja Sjálandi.

7.  Eyjafjörður.

8.  Loki.

9.  Flugvél.

10.  Hitler Jugend, Hitlersæskan.

***

Svör við aukaspurningum:

Verkfærið heitir slípirokkur.

Bræðurnir heita Kaczyński. Forsetinn Lech dó í flugslysi 2010 en Jarosław er enn formaður flokksins sem þeir stofnuðu, Lög og réttlæti nefnist hann á íslensku.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár