Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.

Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
Striðin um eldislaxinn Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins eru höfundar bókarinnar Salmon Wars. Í henni er meðal annars sagt frá slæmum afleiðingum sjókvíaeldis á eldislaxi í Bandaríkjunum og Kanada.

„Milljónir manna kaupa eldislax á hverjum degi án þess að velta því fyrir sér hvaðan hann kemur, umhverfisáhrifunum af því að hann var búinn til, eða hvort staðhæfingar um sjálfbærni hans og jákvæð áhrif á heilsu fólks eru réttar eða ekki,“ segja höfundar nýrrar bókar um laxeldisiðnaðinn í Bandaríkjunum og Evrópu, Salmon Wars: The Dark Underbelly of Our Favorite Fish, sem kom út í Bandaríkjunum í júlí. Bókin er eftir bandarísku blaðamennina Douglas Frantz og Catherine Collins. „Þessi bók var skrifuð með það fyrir augum að hjálpa fólki að skilja hvernig laxinn kemst á diskinn hjá því og hvaða afleiðingar það ferðalag hefur.“

Bókin bætist við nokkrar aðrar bækur um laxeldi sem komið hafa út á liðnum árum, meðal annars tvær í Noregi. Önnur þessara bóka, Undir yfirborðinu eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik, hefur verið þýdd á íslensku. Í hinni norsku bókinni er fjallað talsvert um Ísland og komu höfundarnir hingað til lands og fóru til Vestfjarða þar sem þeir kynntu sér laxeldi.  Bókin heitir Den Nye Fisken: Om temmingen av laksen och alt det forunderlige som fulgte og er eftir blaðamennina Simen Sætre og Kjetil Østli.

90 prósent er norskur eldislax90 prósent af þeim laxi sem borðaður er í Bandaríkjunum er norskur eldislax sem alinn er í Noregi, Kanada, Síle, Skotlandi og Íslandi.

Íslenski eldislaxinn í Bandaríkjunum

Sérstaða bókarinnar fyrir lesendur í Evrópu er fyrst og fremst sú að kastljósinu er beint hvað mest að laxeldi í Bandaríkjunum og Kanada, löndum sem höfundarnir þekkja betur til en Noregs, Skotlands eða Íslands. Höfundarnir fjalla hins vegar líka um þessi lönd og önnur í Evrópu þar sem laxeldi er stundað en þeir kafa ekki með sama djúpa hætti ofan í það og laxeldið í Bandaríkjunum og Kanada. Þær frumrannsóknir eða rannsóknarblaðamennska sem er að finna í bókinni fjallar um Bandaríkin og Kanada á meðan stuðst er við heimildir annarra þegar fjallað er um laxeldi í Noregi til dæmis. 

„Markmið bókarinnar er ekki að skrifa minningargrein um laxeldi“

Bókin getur hins vegar sannarlega hjálpað lesendum í öllum löndum, meðal annars á Íslandi, að átta sig á jákvæðum og neikvæðum hliðum laxeldis. Vandamálin sem fylgja þessari atvinnugrein eru alls staðar svipuð eða hin sömu.

Höfundarnir þreytast ekki á því að nefna að eldislax er vinsælasta sjávarafurðin í Bandaríkjunum, á eftir rækjum, og kemur 90 prósent af þessari framleiðslu frá sjókvíaeldisfyrirtækjum í Noregi, Síle, Skotlandi og Íslandi. Allur þessi lax er að stofninum til norskur eldislax. Eldislax frá Íslandi og Noregi er meðal annars seldur í verslanakeðjunni Whole  Foods í Bandaríkjunum, þangað sem hann er fluttur með flugi. 

Ekki minningargrein um laxeldisiðnaðinn

Tilgangurinn með bókinni er ekki að reyna að skrifa „minningargrein um laxeldisiðnaðinn“, líkt og höfundarnir segja í lok hennar heldur er markmiðið að útskýra fórnarkostnað þessarar matvælaframleiðslu. „Tilgangur bókarinnar er að útskýra dulinn fórnarkostnað laxeldis, hinn raunverulega kostnað við það sem aldrei er tilgreindur í fiskbúðinni eða á matseðlinum á veitingastaðnum og sem ekki er endilega hægt að meta í krónum og aurum. Markmið bókarinnar er ekki að skrifa minningargrein um laxeldi heldur er tilgangurinn að benda á ábyrgðarfyllri aðferðir til að framleiða lax. Jafnvel þó við vildum gera það þá er ekki raunhæft markmið að ætla að loka milljarða dollara iðnaði. Kannski er þetta ekki einu sinni nauðsynlegt, að því gefnu að sjókvíaeldisfyrirtækin tileinki sér vinnubrögð sem vernda náttúruna og umhverfið, að þau eyðileggi ekki fiskimið á uppsjávarfiski og að þau selji heilnæmari vöru til neytenda,“ segir í henni.

Helsta gagnrýnin á sjókvíaeldi snýst um umhverfisáhrif laxeldisins, möguleikann á slysasleppingum á laxi, erfðablöndun við villta laxastofna og mengunina sem verður í sjónum vegna þess.  

Gagnrýnin í bókinni er því uppbyggileg og höfundarnir segja frá mörgum jákvæðum breytingum sem laxeldisfyrirtækin hafa gert síðustu áratugina til að reyna að bæta framleiðsluaðferðir og þeir segja frá nýjum aðferðum við laxeldi.

Þeir verja meðal annars töluverðu púðri í að fjalla um landeldi á eldislaxi en útgerðarfélagið Samherji hefur til dæmis stundað slíkt eldi um árabil í Öxarfirði á Norðurlandi og stefnir félagið á enn meira eldi á Reykjanesi. Þá fjalla höfundarnir einnig talsvert um aflandseldi á eldislaxi sem norskt móðurfélag Arnarlax, Salmar AS, er einn helsti hvatamaðurinn að með notkun á risastórum laxeldiskvíum langt frá fjörðum landa og laxveiðiám. 

Höfundarnir horfa því til framtíðar vegna þess að þeir átta sig á því að framleiðsla á eldislaxi er komin til að vera og þarf að vera fyrir hendi til að „fæða mannkynið“  eins og þeir segja. Spurningin er því ekki hvort eldislax verður framleiddur heldur hvernig hann verður framleiddur.  Eins og höfundarnir spyrja að í bókinni: „Ábyrgðarfullt laxeldi býður upp á lausn til að mæta aukinni matarþörf heimsins. Hins vegar eru opnar sjókvíar ráðandi í iðnaðinum í dag og þær eru að skemma vistkerfi sjávar og skapa neytendum mögulega áhættu. Grundvallarspurningin fyrir ríkisstjórnir og neytendur á þessum tímapunkti í þróun fiskeldis er: Skapa laxeldisfyrirtæki sem reka opnar sjókvíar fleiri vandamál en þær leysa?

Útrásin frá Noregi 

Sjókvíaeldið á Íslandi er tiltölulega ný atvinnugrein hér á landi þar sem fyrri tilraunir til að koma þessum iðnaði upp hér á landi hafa runnið út í sandinn í gegnum tíðina. Helsta ástæðan fyrir því er kuldinn og veðurfarið við Íslandsstrendur. Sjókvíaeldið á eldislaxi sem nú er stundað við Ísland er einungis rétt rúmlega 10 ára gamalt og hófst það með stofnun fyrirtækja eins og Arnarlax og Fjarðalax á Vestfjörðum fyrir rúmlega áratug. Síðan þá hefur framleiðsla á eldislaxi á Íslandi margfaldast. 

Nú stendur fyrir dyrum að eitt stórt laxeldisfyrirtæki Salmar AS, eigandi Arnarlax á Bíldudal, eignist einnig móðurfélag Arctic Fish á Ísafirði. Fyrir vikið er líklegt að einn stór laxeldisrisi verði til á Íslandi. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar gefið það út að það hafi hafið rannsókn á þessum mögulega samruna vegna markaðsráðandi stöðu hins sameinaða fyrirtækis ef samruninn gengur í gegn. 

Í nýju bókinni um laxeldið fjalla höfundarnir um það hvernig það gerðist að norsk laxeldisfyrirtæki eins og Salmar, Mowi og Grieg Seafood hófu útrás til annarra landa. Þar kemur fram að þessi fyrirtæki hafi orðið að horfa til nýrra landa með framleiðslu sína vegna aðstæðna í Noregi. „Þegar norsku fyrirtækin áttu í erfiðleikum með að vaxa heima fyrir vegna dýrra framleiðsluleyfa og krítískrar fjölmiðlaumræðu byrjuðu þau að horfa til landa eins og Kanada, Síle og Skotlands. Í öllum löndum urðu Norðmennirnir fljótlega ráðandi í atvinnugreininni.“ 

Útrás norsku laxeldisfyrirtækjanna til Íslands er hluti af þessari þróun sem höfundar bókarinnar lýsa þarna enda eru framleiðsluleyfi til að rækta eldislax ekki seld dýrum dómum hér á landi eins og í Noregi.

Ein stærsta slysaslepping sögunnar

Höfundarnir verja svo mörgum blaðsíðum í að segja frá því hvernig andvaraleysi og slæmt eftirlit með laxeldisiðnaðinum í Bandaríkjunum og Kanada hefur leitt til umhverfisslysa eins og einnar stærstu slysasleppingar á eldislöxum í sögunni.

Hún átti sér stað í Washington-ríki í Bandaríkjunum árið 2017 þegar á milli 243 og 263 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Cooke Aquaculture. Ástæðan fyrir slysasleppingunni var að sjávargróður og skeljar settust á sjókvíarnar og sökktu þeim með þeim afleiðingum að þær sukku í hafið og eldislaxarnir sluppu úr kvíunum.  Það er í þessari frásögn sem höfundarnir kafa hvað dýpst eftir ástæðum þessa slyss þar sem þeir hafa aðgang að frumgögnum og ræða við starfsmenn Cooke Aquaculture sem urðu vitni að þessu slysi. 

Þessi slysaslepping varð til þess að laxeldi í sjókvíum var bannað í Washington-ríki og segja höfundarnir að ein af ástæðum þess af hverju þetta var sé að sjókvíaeldi skipti ekki svo miklu máli í efnahagslífi ríkisins þar sem Microsoft og Boeing eru meðal stærri vinnuveitenda. Öðru máli gegni hins vegar víða í Kanada þar sem atvinnulífið er fábrotnara og sjókvíaeldið skiptir meira máli efnahagslega og erfiðara hefur reynst að skapa gagnrýna umræðu um það. 

Bókin er því fyrst og fremst spegill á laxeldisiðnaðinn í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem höfundarnir eru á heimavelli, en sannarlega getur sú umfjöllun einnig varpað ljósi á laxeldið í öðrum löndum eins og á Íslandi. Umhverfisáhrif og eins samfélagsleg áhrif laxeldisins eru enda víða hin sömu eða svipuð, meðal annars hér á Íslandi þar sem byggðasjónarmið eru yfirleitt mjög ofarlega í umræðunni um kosti og galla eldisins. 

*Greinin birtist upphaflega í Stundinni í september árið 2022

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Í greininn er ónákvæmni varðandi eignarhald stærstu fiskeldisfyrirtækja á Íslandi. Það er bara talað um Salmar AS Group á Vestfjörðum en ekki minnst á Midt Norsk Havbruk AS sem á Fiskeldi Austurlands.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Búra-og kvíaeldi er dýraníð. Það á hvergi heima.
    1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Þetta á að sjálfsögðu heima upp á land í lokuðum kerfum!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
3
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
5
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár