„Það er eitt sem er svolítið misskilið. Þetta hefur ekkert með trú að gera, en yngra fólk hefur sáralitla þekkingu á Biblíunni og skilur ekki tilvísanir í Biblíuna. Það hafði það fyrir þó nokkrum áratugum en þetta er smátt og smátt alveg að hverfa. Ég á við þessar dæmisögur og tilvísanir, sem úir og grúir af í öllum bókmenntum. Ég held að Star Wars komi ekki í staðinn sem leiðarvísir eða sem skírskotun.
Þegar þú ert að reyna að draga eitthvað saman, einhver atvik eða einhverja persónu, þá vísar þú í klassíska menningu eða, sem dæmi, í Íslendingasögurnar. Það þarf að vera sameiginlegur þekkingargrunnur sem menn hafa til þess að geta skilið slíkar tilvísanir.
Henrik Ibsen hafði ekki verið trúaður maður, en hann var alltaf með Biblíuna á skrifborðinu, norsku Biblíuna, bæði út af tungutakinu og því sem var í henni: þessar lýsingar á manninum og mannlegum aðstæðum. Ég held …
Athugasemdir (2)