Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jón Skaftason fer fyrir nýju Sýnarblokkinni

Eig­in­mað­ur Hild­ar Björns­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn, fer fyr­ir hópn­um sem er nú stærsti hlut­haf­inn í Sýn, sem á Voda­fo­ne og fjöl­miðl­ana Stöð 2, Vísi og Bylgj­una. Hann er við­skipta­fé­lagi Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar til margra ára.

Jón Skaftason fer fyrir nýju Sýnarblokkinni
Tengsl í stjórnmál og viðskiptablokkir Fyrirsvarsmaður nýrra hluthafa í Sýn er eiginmaður oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni og tengdur fyrri eigendum fjölmiðlanna, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur.

Nýr fyrirsvarsmaður stærsta hluthafans í Sýn er viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrum eigenda fjölmiðla Sýnar, til margra ára. Ekki hefur komið fram hver verður nýr forstjóri Sýnar eftir breytingar á hluthafahópnum í morgun.

Félagið Gavia Invest ehf. hefur eignast 14,95 prósenta hlut í Sýn samkvæmt flöggun Seðlabankans til Kauphallarinnar í dag. Verður félagið þar með stærsti hluthafinn í Sýn. Félagið er  fjárfestingafélag í eigu Info Capital ehf., sem er í eigu Reynis Grétarssonar og Hákons Stefánssonar, E&S 101 ehf. sem Jonathan R. Rubini, Andri Gunnarsson og Mark Kroloff fara fyrir og Pordoi ehf í eigu Jóns Skaftasonar. Jón er fyrirsvarsmaður nýju hluthafanna, að því fram kemur í tilkynningunni.

Eins og greint var frá í morgun hefur Heiðar Guðjónsson selt öll bréf sín í Sýn og hættir sem forstjóri fyrirtækisins. Félag Heiðars, Ursus ehf., átti 12,72 prósenta hlut í Sýn en á ekkert í félaginu eftir viðskiptin. Var hann stærsti einkafjárfestirinn í fyrirtækinu sem að stórum hluta er í eigu lífeyrissjóða. Söluverð hlutarins hefur ekki komið fram. Aðeins eru tæpir tveir mánuðir síðan Heiðar jók við hlut sinn í félaginu og keypti bréf fyr­ir 115 millj­ón­ir.

Heiðar hefur verið forstjóri Sýnar frá 2019 og var áður formaður stjórnar félagsins. Sýn hf. rekur meðal annars Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og fleiri tengda miðla.

Viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs til margra ára

Jón Skaftason, fyrirsvarsmaður kaupanna í Sýn, er lögfræðingur og hefur hann starfað fyrir fyrirtæki Jóns Ásgeirs um árabil. Hann var, þar til í lok mars, framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Strengs, stærsta einstaka hluthafa fjárfestingarfélagsins SKEL, sem áður hét Skeljungur, auk þess að vera stjórnarformaður fasteignafélagsins Kaldalóns þar til í apríl. SKEL er, auk þess að vera stærsti hluthafi Skeljungs, stærsti einstaki hluthafi Kaldalóns. Jón Ásgeir er stjórnarmaður fjárfestingarfélagsins SKEL vegna eignarhalds félaga eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, á hlutabréfum í fyrirtækinu.

Tengsl Jóns við þessa viðskiptablokk fléttuðust inn í prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í vor, en Hildur Björnsdóttir, eiginkona Jóns, sigraði í prófkjörinu og leiddi lista flokksins í kosningunum. Óundirritað dreifibréf var borið í hús til skráðra sjálfstæðismanna í aðdraganda prófkjörs til að benda á störf Jóns fyrir Jón Ásgeir og möguleg neikvæð áhrif þar af leiðandi á gengi flokksins í kosningunum sem þá voru framundan.

Jón Ásgeir og Ingibjörg voru lengi eigendur fjölmiðlanna sem nýju hluthafarnir eignast með viðskiptunum í dag. Jón Ásgeir var eigandi Baugs fram að bankahruni 2008 og þar með 365 miðla sem ráku Stöð 2, Vísi og Bylgjuna sem öll tilheyra Sýn í dag. Ingibjörg varð síðar forstjóri og aðaleigandi 365 miðla þar til móðurfélag Vodafone keypti flesta miðla þess árið 2017. Í kjölfarið fóru af stað málaferli vegna meintra brota á samkeppnisákvæðum kaupsamningsins af hálfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar, en þau voru sýknuð af 1,6 milljarða kröfu Sýnar í héraðsdómi fyrr í þessum mánuði. 

Annar fjölmiðill sem heyrði undir 365 miðla á sínum tíma, Fréttablaðið, var aftur í eigu Ingibjargar þar til árið 2019 þegar Helgi Magnússon keypti félagið Torg og miðla þess. Lét Ólöf Skaftadóttir, systir Jóns, af störfum sem ritstjóri blaðsins, en móðir þeirra systkina, Kristín Þorsteinsdóttir, var útgefandi og áður ritstjóri Fréttablaðsins á meðan það var í eigu Ingibjargar. Jón var áður blaðamaður á Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, samhliða laganámi.

Ekki náðist í Jón Skaftason við vinnslu fréttarinnar.

Fjárfestir með réttarstöðu sakbornings

Aðrir úr fjárfestahópnum eiga fjölbreytta sögu úr íslensku viðskiptalífi. Reynir Grétarsson er einn stærsti hluthafi CreditInfo og fyrrum forstjóri þess. Hákon Stefánsson var einnig forstjóri CreditInfo um tíma, en fjárfestingarfélag þeirra tveggja, Info Capital ehf., hefur fjárfest víða í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár, meðal annars í bönkum og í Icelandair.

Fyrir félaginu E&S 101 ehf. fara Jonathan R. Rubini, ríkasti maður Alaska-ríkis í Bandaríkjunum, sem helst hefur auðgast á fasteignaviðskiptum, og viðskiptafélagi hans Mark Kroloff. Þar er einnig Andri Gunnarsson lögmaður og eigandi Nordik lögfræðiþjónustu. Hann er sonur Gunnars Einarssonar, fyrrverandi bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.

Andri GunnarssonNýr hluthafi í Sýn er með réttarstöðu sakbornings í umfangsmiklu skattalabrotamáli.

Andri er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara á umfangsmiklum skattalagabrotum útflutningsfyrirtækisins Sæmark ehf. Húsleit var gerð á lögmannsstofu Andra árið 2018 og einnig á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, eiganda Sæmark, vegna brota sem snúa að vantöldum skattstofni frá árunum 2011-2016 upp á tæplega 1,3 milljarða króna. Andri og Sigurður hafa komið saman að viðskiptum með bréf í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni í gegnum félagið Óskabein ehf. og var Andri einnig lögmaður Sigurðar. Nafn Sigurðar kom fram í Pana­maskjöl­un­um og varð það kveikj­an að rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár