Mikill fjöldi fólks fylgdi Artem til grafar í heimaborg hans Lviv sem er í vesturhluta Úkraínu en útförin fór fram í sögulegri dómkirkju sem hefur tengsl við Úkraínuher. Það var allt krökkt af fólki. Svo mikill var fjöldinn að margir þurftu að standa fyrir utan kirkjuna, sennilega nokkur þúsund manns.
Mykhaylo Dymyd, pabbi Artems er prestur og hann stjórnaði minningarathöfninni.
„Síðustu orð Artems við mig voru: „Ég slapp lifandi,“ sagði séra Mykhaylo Dymyd. Orðin féllu eftir orrustu við víglínuna þar sem Artem var með herdeild sinni sem kölluð er Skutull. Á Donetsk svæðinu hafa blóðugustu árásirnar verið háðar frá því rússneski heraflinn sem býr yfir öflugri og fleiri vopnum sem og meiri mannafla, gerði tilraun til að umkringja Úkraínumenn. Rússar hafa 20 sinnum fleiri skotvopn en Úkraínumenn og 40 sinnum fleiri stórskotavopn.
Artem hefði orðið 28 ára þann 4. júlí síðastliðinn en hann lést 18. júní. Artem var reyndur hermaður …
Athugasemdir