Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hvaða staður er Sievierodonetsk?

Rúss­ar hafa und­an­farna daga virst í þann veg­inn að leggja und­ir sig borg­ina Sievierodo­netsk eft­ir gíf­ur­lega harða sókn og mikla stór­skota­hríð. Úkraínu­menn full­yrða þó að þeir ráði enn um 20 pró­sent­um borg­ar­inn­ar og varn­ar­lið þeirra láti lítt und­an síga. En hvaða borg er þetta og hvaða máli skipt­ir hún?

Hvaða staður er Sievierodonetsk?
Hið rússneska stríð: Sprengja allt í tætlur, íbúðahverfi sem önnur, — Ég veit ekki betur en þessi mynd sé frá Sievierodonetsk.

Þegar síðast fréttist héldu Úkraínumenn enn einhverjum hluta borgarinnar Sievierodonetsk (eða Severodonetsk upp á rússnesku) í Luhansk-héraði í Úkraínu og óljósar fregnir bárust meira að segja af gagnsókn þeirra í borginni. Það mun þó koma á óvart ef Rússar ná ekki borginni næstu daga því þeir hafa lagt gríðarlega áherslu á að hernema hana.

Linnulaus stórskotahríð hefur dunið á borginni, íbúðahverfum jafnt sem öðrum, og þótt grunur leiki á að mikið mannfall sé í röðum Rússa, þá hirða þeir í bili lítt um það — meðan þeir ná að fella svo og svo marga Úkraínumenn, enda hefur úkraínski herinn ekki endalausum hermönnum á að skipa, ólíkt Rússum.

En hvaða borg er Sievierodonetsk? Af hverju skiptir hún máli í þessu stríði?

Sievierodonsk hefur hér verið bætt inn á kort af Úkraínusem BBC útbjó eftir Google Maps.

Fyrir innrás Rússa bjuggu rétt rúmlega 100.000 manns í borginni, það er að segja ívið færri en í Reykjavík. Hún stendur örskammt norðan við ána Siverskyi Donets.

Nafnið þýðir einfaldlega Norður-Donets.

Sú á kemur upp í Rússlandi, nokkuð fyrir norðan Úkraínu, rennur svo langa leið um norður- og síðan austurhluta Úkraínu og loks yfir landamærin til Rússlands aftur og sameinast þar ánni Don skömmu áður en sú síðarnefnda rennur út í Azovshaf, innhaf Svartahafs.

Sunnan við Siverskyi Donets stendur borgin Lysychansk en þar var einna fyrst byrjað að grafa eftir kolum í hinu þáverandi rússneska keisaradæmi eða laust fyrir 1800. Lysychansk og nágrenni urðu svo ein af þungamiðjunum í þeirri iðnvæðingu sem fór af stað í keisaradæminu en komst ekki á fullan skrið fyrr en Sovétríkin komu til sögunnar eftir valdarán kommúnista 1917.

Árið 1934 var stofnuð mikil áburðarverksmiðja í Lysychansk og þá fór byggð að skjóta upp kollinum handan fljótsins, í um 20 kílómetra fjarlægð, þar sem þá hét Liskhimstroi.

Sievierodonetsk og nágrannaborgir

Ári seinna opnaði þar sílikatverksmiðja til að þjóna áburðarverksmiðjunni í Lysychansk og hafist var handa um byggingu íbúðablokka fyrir verkamennina. Í frásögur er fært að árið 1940 hafi tilheyrt Liskhimstroi 47 hús, skóli, félagsheimili, barnaheimili og vöggustofa, auk 10 bygginga sem tilheyrðu verksmiðjunni. Íbúar voru þá um 5.000.

Þjóðverjar náðu Liskhimstroi í júlí 1942 þegar sókn þeirra í átt að Stalíngrad hófst en þeir misstu hana aftur í febrúar 1943 þegar gagnsókn Rauða hersins við Stalíngrad var að ljúka.

Eftir að heimsstyrjöldinni lauk hófst mikil uppbygging í Liskhimstroi og 1951 fékk hinn vaxandi bær nýtt nafn eftir ánni og hefur síðan heitið Sievierodonetsk. Þar reis svo sérstök nítratverksmiðja sem varð með tímanum stór og afkastamikil og um hana hefur lífið í bænum lengst af snúist. Á Wikipedíu er þess getið að árið 1965 hafi hinn nýi bær verið orðinn svo þróttmikill að þar hafi verið talin þörf á stofnun dagblaðs til að segja bæjarfréttirnar.

Sievierodonetsk, loft mynd af Google EarthNeðst til vinstri má sjá ána sem skilur Sievierodonetsk frá Lysychansk.

Þegar kom fram á 20. öld var Sievierodonetsk orðinn ívið fjölmennari borg en Lysychansk, þótt ekki munaði miklu. Þó hafði fækkað umtalsvert í borginni, því árið 1991 voru íbúar 131.000. Þrátt fyrir fækkun taldist Sievierodonetsk nú önnur stærsta borgin í Luhansk-héraði á eftir Luhansk sjálfri, sem er í rétt rúmlega 100 kílómetra fjarlægð, eða ámóta fjarlægð og er milli Reykjavíkur og Hellu á Rangárvöllum.

Árið 2001 sögðu tölur jafnframt að 59 prósent íbúa í Sievierodonetsk væru Úkraínumenn, 38 prósent væru Rússar og tæp þrú prósent væru af öðru þjóðerni. 

Þegar Pútin hófst sókn sína gegn Úkraínu 2014 lagði um 1.000 manna herlið svokallaðra aðskilnaðarsinna Sievierodonetsk undir sig í maí. Þeir lýstu því yfir að borgin skyldi verða hluti af Alþýðulýðveldinu Luhansk sem stuðningsmenn Rússa höfðu þá stofnað að undirlagi Pútins.

Sumir rússneskir íbúar Sievierodonetsk tóku hernáminu vel, enda fullyrtu þeir að Úkraínumenn hefðu sýnt sér ýmsan og vaxandi yfirgang á undanförnum árum. Flestir aðrir létu hins vegar mjög illa af dátum „alþýðulýðveldisins“ sem hefðu farið um með ránum og rupli, ofbeldi og yfirgangi í sannkallaðri „ógnarstjórn“. Í júlí hrakti herlið Úkraínumenn aðskilnaðarsinnana á braut en harðir bardagar geisuðu í námunda við borgina dögum saman.

Nú var Sievierodonetsk gerð að stjórnsýslusetri fyrir Luhansk-hérað, þar sem Luhanskborg sjálf var í höndum „alþýðulýðveldisins“ en spurning hversu lengi sú skipan getur haldist.

Tilgangur Rússa með því að legga svo þunga áherslu á töku Sievierodonetsk er bæði að ná almennilegri fótfestu á mikilvægu iðnaðarsvæði, en þarna í grennd eru nokkrar fleiri miðlungsstórar iðnaðarborgir, utan Sievierodonetsk og Lysychansk. Stóra efnaverksmiðjan skiptir og máli. Aðallega virðist það þó vera stefna Rússa þessar vikurnar að þreyta Úkraínumenn með því að berja á bæði varnarliði þeirra og íbúum af öllu afli.

Að sama skapi leggja Úkraínumenn áherslu á að halda velli uns fullkomin varnarvopn taki að berast þeim frá Bandaríkjunum og Vestur-Evrópulöndum.

Svona kjósa Rússar að heyja stríð,rétt eins og Rómverjar „leggja þeir allt í eyði og kalla það frið“.
Í lok apríl vörpuðu Rússar sprengjum á Lysychanskáður en þeir tóku að einbeita sér að Sievierodonetsk. Allir nágrannar þessarar ungu móður flúðu en hún varð eftir því foreldrar hennar og amma voru of roskin til að komast á brott, enda höfðu þau engan stað að fara á. „Sem betur fer er tveggja ára sonur minn ekki mjög hræddur,“ sagði hún.
Eins og sjá má einbeita Rússar sér að hernaðarlegum skotmörkum.Önnur mynd úr sjónvarpsfrétt frá Lysychansk í lok apríl.
Sjónvarpsfréttamaður sýnir tjón á íbúðahverfi í Lysychansk.
Nær blindur maður sem hafðist við í kjallara í Lysychanskvikum saman og vissi varla hvað var að gerast.
Karlinn með kústinn vildi ekki flýja.Hann tók að sér að passa hunda nágranna sinna sem flúið höfðu vestur á bóginn. Einkennilegt að fólk skuli ekki flýja austur á bóginn út að Pútin og Pútistarnir hans halda því fram að Rússar séu að „frelsa“ úkraínska alþýðu.
„Þeir sprengja hvað sem er, hvenær sem er.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Arnar Gudlaugsson skrifaði
    Ef her staðsetur hermenn og hergögn innan borgarmarka eru það orðin lögleg skotmörk.Her sem staðsetur hermenn og hergögn innan borgarmarka er skildugur til að flytja alla óbreita borgara út úr átakasvæðinu. Ef ekki er farið eftir þessum reglum Genfarsáttmálans telst það stríðsglæpur.Úkraínumenn verða að hætta að nota óbreitta borgara sem skjöld í þessu stríði það er ómannúðlegt
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár