Hann yfirgaf moskuna sína þegar Rússland réðst inn í landið og gerðist vopnaður sjálfboðaliði. Yevhen Hlushchenko er imam, íslamskur trúarleiðtogi í menningarmiðstöð múslima. Hann er frá Kharkiv, sem er næststærsta borg Úkraínu, með rúmlega milljón íbúa og aðeins 30 kílómetra frá landamærum Rússlands, og nálægt skotmark fyrir rússneska hermenn.
„Þegar innrásin hófst ákváðum við fjölskylda mín og ég að við myndum ekki fara úr landi,“ segir Hlushchenko. Hann er á miðjum fertugsaldri og faðir þriggja ungra barna.
„Ég fór með þau á öruggan stað og sneri síðan aftur til að ganga í herinn.“ Nú er hann hermaður.
„Við reynum að berjast gegn eyðileggingarhvöt hermannanna“
Hann hefur verið viðloðandi Úkraínuher síðan 2017, þegar hann gerðist kapellán í hernum. Það er andlegt starf innan hersins: Kapellán leiðir bænir, veitir siðferðilega leiðsögn og stuðning við hermenn þegar þeir þurfa á samtali eða samúð að halda. Úkraínski herinn er með að minnsta kosti hundrað …
Athugasemdir (1)