Þann 27. janúar síðastliðinn kom þriggja manna sendinefnd á vegum Úrvinnslusjóðs til smábæjarins Paryd í Svíþjóð. Markmið ferðarinnar var að skoða og rannsaka plastfjall sem Stundin hafði sagt frá mánuði fyrr. Íslenskar skyrdósir og Bónuspokar voru meðal þess sem finna mátti í haugnum en allt þetta plastrusl hafði verið sent til endurvinnslu í Svíþjóð á vegum íslenskra stjórnvalda. Eitthvað hafði augljóslega farið úrskeiðis. Nefndin sem átti að komast að hinu sanna var mönnuð tveimur fulltrúum frá íslenskum endurvinnslufyrirtækjum og einum frá ríkisstofnuninni sem hefur yfirumsjón með endurvinnslumálum á Íslandi.
Þremur vikum síðar skilaði nefndin skýrslu þar sem sagði að eftir rannsókn í vöruhúsinu í Paryd, þar sem plastið lá enn, hafi aðeins lítill hluti þess verið frá Íslandi. Aðeins um 1,5 prósent af þeim 2.700 tonnum sem áætlað var að væru í vöruhúsinu. Nefndin fullyrti að hún gæti staðfest að allt íslenska plastið sem sent hafði verið til Svíþjóðar hefði …
Athugasemdir (1)