Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

747. spurningaþraut: Ungar þingkonur og fleira

747. spurningaþraut: Ungar þingkonur og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir þessi fréttakona hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngst allra sem hefur verið kjörin á Alþingi Íslendinga. Það gerðist árið 2013 þegar hún var kosin fyrir ... hvaða flokk?

2.  En hve gömul var Jóhanna María þá?

3.  Í fyrra varð Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir hins vegar yngst allra sem setið hafa á þingi þegar hún sat þar um hríð sem varamaður. Hún var þá aðeins 19 ára. En fyrir flokk er hún varamaður?

4.  Hvað heitir stærsta borgin í Massachusetts ríki í Bandaríkjunum?

5.  Hvað eru sigma, tau og upsilon?

6.  Kvikmyndin Á hverfanda hveli eða Gone With the Wind gerist í og eftir ákveðna styrjöld. Hvaða styrjöld er það?

7.  Hvað heitir höfuðborg Norður-Írlands?

8.  Hvað hét þekktasta húsfreyjan á Bergþórshvoli? Skírnarnafn dugar.

9.  Af hvaða ætt- eða kynstofni er Bilbo Baggins?

10.  Hvað heitir heiðin milli Þingvallavatns og Laugarvatns þar sem nú er greiðfær akvegur?

***

Seinni aukaspurning (og þessi er frekar erfið, já):

Hvað heitir karlinn til hægri á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Framsóknarflokkinn.

2.  21.

3.  Pírata.

4.  Boston.

5.  Stafir í gríska stafrófinu.

6.  Borgarastríðið í Bandaríkjunum.

7.  Belfast.

8.  Bergþóra.

9.  Hann var hobbiti.

10.  Lyngdalsheiði.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Sunna Valgerðardóttir.

Á neðri myndinni er Búkharín til hægri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tobbo Thor skrifaði
    Það er reyndar misskilningur að greiðfær akvegur liggi um Lyngdalsheiði. Um Lyngdalsheiði hefur aldrei legið bílfær vegur. Vegurinn frá Þingvöllum til Laugarvatns liggur norðan við Lyngdalsheiði í dalnum milli hennar og Gjábakkahrauns; Kringlumýri og svo um Beitivelli, Blöndumýri og Lönguhlíð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár