Fyrri aukaspurning:
Hvað er að sjá á myndinni hér að ofan? Svarið þarf að vera þokkalega návæmt.
***
Aðalspurningar:
1. „Hvað dvelur Orminn langa?“ Hvað eða hver var Ormurinn langi?
2. Hver skrifaði bækur um Mikael Blomkvist?
3. En hver skrifaði um Kalle Blomkvist?
4. Hvaða þéttbýlisstaður er á suðurströnd Íslands milli Grindavíkur og Eyrarbakka?
5. Hvaða kölluðu norrænir menn til forna borgina Konstantínópel?
6. En hvert er opinbert heiti borgarinnar nú?
7. Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision árið 2017. Nafnið á lagi hennar var frekar óvenjulegt af popplagi að vera. Hvað nefndist lagið?
8. Svali Björgvinsson er alveg óskyldur Svölu Björgvinsdóttur. Hann hefur fengist við ýmislegt um dagana en komst fyrst í fréttirnar hér á landi sem afreksmaður í tiltekinni íþróttagrein. Hvaða íþróttagrein?
9. Hvað heitir innhafið milli Danmerkur og Bretlands?
10. Hver var Caligula?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Víkingaskip.
2. Stieg Larsson.
3. Astrid Lindgren.
4. Þorlákshöfn.
5. Miklagarð.
6. Istanbúl.
7. Paper.
8. Körfubolta.
9. Norðursjór.
10. Rómverskur keisari.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Flatey á Breiðafirði.
Á neðri myndinni er skoskt haggis.
Athugasemdir