Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

745. spurningaþraut: „Hvað dvelur Orminn langa?“

745. spurningaþraut: „Hvað dvelur Orminn langa?“

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að sjá á myndinni hér að ofan? Svarið þarf að vera þokkalega návæmt.

***

Aðalspurningar:

1.  „Hvað dvelur Orminn langa?“ Hvað eða hver var Ormurinn langi?

2.  Hver skrifaði bækur um Mikael Blomkvist?

3.  En hver skrifaði um Kalle Blomkvist?

4.  Hvaða þéttbýlisstaður er á suðurströnd Íslands milli Grindavíkur og Eyrarbakka?

5.  Hvaða kölluðu norrænir menn til forna borgina Konstantínópel?

6.  En hvert er opinbert heiti borgarinnar nú?

7.  Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision árið 2017. Nafnið á lagi hennar var frekar óvenjulegt af popplagi að vera. Hvað nefndist lagið?

8.  Svali Björgvinsson er alveg óskyldur Svölu Björgvinsdóttur. Hann hefur fengist við ýmislegt um dagana en komst fyrst í fréttirnar hér á landi sem afreksmaður í tiltekinni íþróttagrein. Hvaða íþróttagrein?

9.  Hvað heitir innhafið milli Danmerkur og Bretlands?

10.  Hver var Caligula?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Víkingaskip.

2.  Stieg Larsson.

3.  Astrid Lindgren.

4.  Þorlákshöfn.

5.  Miklagarð.

6.  Istanbúl.

7.  Paper.

8.  Körfubolta.

9.  Norðursjór.

10.  Rómverskur keisari.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Flatey á Breiðafirði.

Á neðri myndinni er skoskt haggis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár