Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

745. spurningaþraut: „Hvað dvelur Orminn langa?“

745. spurningaþraut: „Hvað dvelur Orminn langa?“

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að sjá á myndinni hér að ofan? Svarið þarf að vera þokkalega návæmt.

***

Aðalspurningar:

1.  „Hvað dvelur Orminn langa?“ Hvað eða hver var Ormurinn langi?

2.  Hver skrifaði bækur um Mikael Blomkvist?

3.  En hver skrifaði um Kalle Blomkvist?

4.  Hvaða þéttbýlisstaður er á suðurströnd Íslands milli Grindavíkur og Eyrarbakka?

5.  Hvaða kölluðu norrænir menn til forna borgina Konstantínópel?

6.  En hvert er opinbert heiti borgarinnar nú?

7.  Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision árið 2017. Nafnið á lagi hennar var frekar óvenjulegt af popplagi að vera. Hvað nefndist lagið?

8.  Svali Björgvinsson er alveg óskyldur Svölu Björgvinsdóttur. Hann hefur fengist við ýmislegt um dagana en komst fyrst í fréttirnar hér á landi sem afreksmaður í tiltekinni íþróttagrein. Hvaða íþróttagrein?

9.  Hvað heitir innhafið milli Danmerkur og Bretlands?

10.  Hver var Caligula?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Víkingaskip.

2.  Stieg Larsson.

3.  Astrid Lindgren.

4.  Þorlákshöfn.

5.  Miklagarð.

6.  Istanbúl.

7.  Paper.

8.  Körfubolta.

9.  Norðursjór.

10.  Rómverskur keisari.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Flatey á Breiðafirði.

Á neðri myndinni er skoskt haggis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár