Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing

Kristó­fer Más­son ætl­aði sér aldrei að flytja úr Reykja­vík en þeg­ar hann og Indí­ana Rós Æg­is­dótt­ir fóru að skoða fast­eigna­kaup end­ur­skoð­aði hann það. Þau búa nú í Hvera­gerði eins og nokk­ur fjöldi fyrr­ver­andi Reyk­vík­inga. Eðl­is­mun­ur er á fast­eigna­upp­bygg­ingu í borg­inni og í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um.

Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Búa í Hveragerði Kristófer og Indíana Rós búa nú í Hveragerði eins og nokkur fjöldi fyrrverandi Reykvíkinga. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við vorum búin að vera að skoða blokkaríbúðir í gömlu húsnæði sem þurfti að gera fullt við, kannski minna en það sem við fengum fyrir jafn mikinn pening, og við fengum glænýtt parhús. Þannig að það var húsnæðisverðið,“ segir Indíana Rós Ægisdóttir, sem flutti ásamt eiginmanni sínum frá Reykjavík til Hveragerðis á síðasta ári. Kristófer Másson, eiginmaður hennar, segist aldrei hafa séð fyrir sér að flytja frá Reykjavík; borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Húsnæðisverðið hafi hins vegar breytt afstöðunni. 

„Hann var alveg bara: ég ætla aldrei út á land,“ segir Indíana sem sjálf hefur haft augastað á Hveragerði sem framtíðarheimili um nokkurt skeið. „Af því mér finnst það heillandi. Hann var bara, ég ætla aldrei. Svo vorum við að skoða og það var hann sem fann svo þetta hús og var bara eitthvað: „Hvað með húsið í Hveragerði, eigum við að fá að skoða það?“ Ég var bara, oh, við verðum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JBM
    Jóhanna Björg Magnúsdóttir skrifaði
    Flott viðtal um ung hjón sem þurtu að fýja borgina en líður vel
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár