„Við vorum búin að vera að skoða blokkaríbúðir í gömlu húsnæði sem þurfti að gera fullt við, kannski minna en það sem við fengum fyrir jafn mikinn pening, og við fengum glænýtt parhús. Þannig að það var húsnæðisverðið,“ segir Indíana Rós Ægisdóttir, sem flutti ásamt eiginmanni sínum frá Reykjavík til Hveragerðis á síðasta ári. Kristófer Másson, eiginmaður hennar, segist aldrei hafa séð fyrir sér að flytja frá Reykjavík; borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Húsnæðisverðið hafi hins vegar breytt afstöðunni.
„Hann var alveg bara: ég ætla aldrei út á land,“ segir Indíana sem sjálf hefur haft augastað á Hveragerði sem framtíðarheimili um nokkurt skeið. „Af því mér finnst það heillandi. Hann var bara, ég ætla aldrei. Svo vorum við að skoða og það var hann sem fann svo þetta hús og var bara eitthvað: „Hvað með húsið í Hveragerði, eigum við að fá að skoða það?“ Ég var bara, oh, við verðum …
Athugasemdir (1)