Stundin sendi öllum þingmönnum og ráðherrum spurningar um húsnæðismál þeirra í tengslum við umfjöllun blaðsins um leigumarkaðinn á Íslandi. Alls svöruðu 28 þingmenn úr öllum flokkum og allir nema einn eiga íbúð. Fimm af tólf ráðherrum í ríkisstjórn svöruðu, þrír ráðherrar Vinstri grænna og tveir ráðherrar Framsóknarflokksins. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins svaraði spurningum Stundarinnar.
Flestir þingmenn höfðu verið leigjendur áður en þeir keyptu íbúð. Margir þeirra sögðust hafa ákveðið að kaupa íbúð til að skapa sér og fjölskyldunni öryggi því að leigumarkaðurinn sé ótryggur.
Það rímar við reynslu leigjenda …
Athugasemdir