„Líkurnar á að veikjast á geði aukast þegar fólk nær ekki endum saman, þegar það óttast að leigusali rifti leigusamningi og upplifi sig því ekki í skjóli þar sem það býr. Fólk með geðraskanir segir ósjaldan að fátækt sé stærsta vandamál þeirra. Stöðugt óöryggi og framfærslukvíði veldur alvarlegri streitu sem hefur skaðleg áhrif á geðheilsu,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, sem er iðjuþjálfi, en sérsvið hennar er og hefur verið bataferli þeirra sem glíma við geðrænar áskoranir. Elín Ebba var um árabil forstöðumaður iðjuþjálfunar geðsviðs Landspítalans og hún var dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Elín Ebba er varaformaður Geðhjálpar og framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. „Þar erum við að styðja fólk sem hefur til dæmis misst hlutverk eða tilgang í lífinu, hefur einangrast, alls konar fólk sem hefur dottið út úr hringiðu mannlífsins,“ segir Elín Ebba.
„Grunnmeinsemdin er fátækt“
Hún segist síðustu áratugi hafa séð alltof margt fólk bogna og að …
Athugasemdir