Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ástandið á leigumarkaði getur grafið undan geðheilsu leigjenda

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, sem hef­ur starf­að að geð­heil­brigðs­mál­um í fjöru­tíu ár, seg­ir að leigu­mark­að­ur­inn grafi und­an geð­heilsu fólks. Kvíði leigj­enda yf­ir því að ná ekki end­um sam­an og að þurfa jafn­vel að flytja gegn vilja sín­um sé mjög skað­leg­ur. Það sé um­hugs­un­ar­efni að sumt fólk græði á óför­um annarra og að yf­ir­völd leyfi það.

Ástandið á leigumarkaði getur grafið undan geðheilsu leigjenda
Líkir leigjendum við leiguliða fyrri tíma Elín Ebba segir yfirvöld hafa brugðist þeim. Upp hafi sprottið menn sem græði á óförum leigjenda sem veikist vegna álags við að greiða leigu og yfirvöld leyfi það. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Líkurnar á að veikjast á geði aukast þegar fólk nær ekki endum saman, þegar það óttast að leigusali rifti leigusamningi og upplifi sig því ekki í skjóli þar sem það býr. Fólk með geðraskanir segir ósjaldan að fátækt sé stærsta vandamál þeirra. Stöðugt óöryggi og framfærslukvíði veldur alvarlegri streitu sem hefur skaðleg áhrif á geðheilsu,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, sem er iðjuþjálfi, en sérsvið hennar er og hefur verið bataferli þeirra sem glíma við geðrænar áskoranir. Elín Ebba var um árabil forstöðumaður iðjuþjálfunar geðsviðs Landspítalans og hún var dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Elín Ebba er varaformaður Geðhjálpar og  framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. „Þar erum við að styðja fólk sem hefur til dæmis misst hlutverk eða tilgang í lífinu, hefur einangrast, alls konar fólk sem hefur dottið út úr hringiðu mannlífsins,“ segir Elín Ebba. 

Grunnmeinsemdin er fátækt

Hún segist síðustu áratugi hafa séð alltof margt fólk bogna og að …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Neyð á leigumarkaði

Þú átt ekki að þurfa heppni
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Þú átt ekki að þurfa heppni

Vil­borg Bjarka­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­taka leigj­enda á Ís­landi, seg­ir að þrátt fyr­ir að hún telji sig heppna með leigu­sala búi hún við þann veru­leika að leigu­samn­ing­ur henn­ar nær að­eins til eins árs í senn. Á hverju ári sé sá mögu­leiki fyr­ir hendi að heppn­in dugi henni ekki leng­ur og hún þurfi að finna nýj­an samastað fyr­ir sig og börn­in sín tvö.
Týndi árum á leigumarkaði
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Týndi ár­um á leigu­mark­aði

Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Sam­taka leigj­enda, upp­lif­ir sig fast­an á leigu­mark­aði. Hann hef­ur í tvígang reynt að festa kaup á íbúð frá því að hann byrj­aði að leigja eft­ir skiln­að en hef­ur ekki tek­ist það. Bar­átt­an, höfn­un­in og upp­lif­un sem hann lýs­ir sem áfalli seg­ir hann hafa haft mik­il og langvar­andi áhrif á and­lega heilsu hans og at­gervi. Hann seg­ir ár­in sem far­ið hafa í bar­átt­una ekki koma aft­ur og þess vegna séu þau í raun týnd.
Missti leiguíbúðina við brunann
FréttirNeyð á leigumarkaði

Missti leigu­íbúð­ina við brun­ann

Sögu Naz­ari dreym­ir um að eign­ast íbúð en er að eig­in sögn föst á óör­ugg­um leigu­mark­aði þar sem leigu­verð sé óbæri­lega hátt og lífs­gæði leigj­enda mun lak­ari en flestra íbúða­eig­enda, að­eins ungt fólk sem eigi efn­aða for­eldra geti keypt íbúð. Saga er nú í end­ur­hæf­ingu, með­al ann­ars vegna áfalls sem hún varð fyr­ir í sept­em­ber í fyrra en þá kvikn­aði í íbúð sem hún leigði.
Ráðherra segir leigumarkaðinn „óstöðugan og óáreiðanlegan“
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn „óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an“

Nokkr­ir ráð­herr­ar og þing­menn segja leigu­mark­að­inn á Ís­landi óör­ugg­an. „Mis­kunn­ar­laus“ seg­ir einn. „Ónýt­ur“ seg­ir ann­ar. For­sæt­is­ráð­herra keypti íbúð því hún þurfti að flytja reglu­lega með­an hún var leigj­andi og mat­væla­ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an. Nokkr­ir keyptu íbúð til að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar.
Kvartaði undan myglu og missti íbúðina
FréttirNeyð á leigumarkaði

Kvart­aði und­an myglu og missti íbúð­ina

Bryn­dís Ósk Odd­geirs­dótt­ir neyð­ist til að flytja með fjöl­skyldu sína úr íbúð sem hún hef­ur leigt frá því síð­ast­lið­ið haust. Hún seg­ir leigu­sal­ann hafa rift samn­ingi við þau í kjöl­far þess að hún kvart­aði und­an myglu í íbúð­inni. Hún tel­ur að lít­il við­brögð við fyr­ir­spurn­um henn­ar um leigu­íbúð­ir helg­ist af því að mað­ur­inn henn­ar er af er­lend­um upp­runa.
Stjórnvöld hafa hlúð að tekjuháum og millistétt á kostnað leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Stjórn­völd hafa hlúð að tekju­há­um og millistétt á kostn­að leigj­enda

Fólk á leigu­mark­aði er valda­laust gagn­vart leigu­sala varð­andi leigu­verð og hve lengi það fær að búa á sama stað. Ef ástand hús­næð­is er slæmt treg­ast leigj­end­ur oft við að kvarta af ótta við að missa hús­næð­ið. Þetta kem­ur fram í ný­legri rann­sókn þar sem rætt er við tæp­lega 30 leigj­end­ur. Höf­und­ar henn­ar segja stjórn­völd bera vissa ábyrgð á því að hóp­ur fólks sé fast­ur á leigu­mark­aði gegn vilja sín­um.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár