Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Háa­fell hef­ur sett nið­ur sjókví­ar við eyj­una Vig­ur í mynni Skötu­fjarð­ar í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Gísli Jóns­son, eig­andi og bóndi í Vig­ur, er ekki sátt­ur við þetta og seg­ir að lax­eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi stang­ist á við þá miklu ferða­manna­þjón­ustu sem þar fram í gegn­um ýmsa að­ila.

Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
900 metra frá Vigur Sjókvíarnar sem verið var að setja niður eru 900 metra frá eynni Vigur. Gísli Jónsson, eigandi Vigur og æðadúns- og ferðaþjónustubóndi þar í ey, er ekki sáttur við laxeldið.

„Þetta passar okkur auðvitað voðalega illa hérna. Þessar kvíar eru bara í 900 metra fjarlægð frá Vigur, ég fór og mældi þetta. Við erum að taka á móti ferðamönnum hérna á sumrin og laxeldið hefur yfir sér mjög neikvæða ímynd. Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá. Það fyrsta sem þeir sjá þegar þeir koma á bryggjuna hjá okkur eru þessar kvíar,“ segir Gísli Jónsson, eigandi eyjunnar Vigur í mynni Skötufjarðar í Ísafjarðardjúpi, aðspurður um sjókvíar sem laxeldisfyrirtækið Háafell hefur sett niður rétt við eyjuna. Háafell er í eigu útgerðarfélagsins HG, Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. 

„Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
Gísli Jónsson í Vigur

Gísli segir að sjónmengunin af sjókvíunum sé mikil og að þetta muni hafa áhrif á þá um það bil tíu þúsund ferðamenn sem koma í Vigur á ári. „Fólk er að leita í þessa náttúru sem er hér og hversu villt þetta er. Ég held að þessar kvíar muni hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur. Fólk kemur hingað til að upplifa náttúruna af því það vill fara á staði þar sem maðurinn er ekki búinn að yfirtaka náttúruna. Hér höfum við verið að víkja fyrir náttúrunni en í laxeldinu er maðurinn einmitt ekki að gera það. Þetta hefur akkúrat öfug áhrif á fólk.“

Segir hagsmuni stangast áGísli Jónsson, æðardúns- og ferðaþjónustubóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi, segir hagsmuni ferðaþjónustunnar og laxeldisins stangast á.

Ferðaþjónustan mikilvægasta tekjulind Vigurbóndans

Gísli keypti Vigur árið 2019 og býr þar allt árið ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir að ekki hafi verið búið að fastsetja að kvíarnar yrðu settar niður við Vigur þegar hann keypti eyjuna. Hins vegar hafi laxeldisfyrirtæki verið búin að sækja um leyfi til að setja niður kvíar um allt Djúp. 

Gísli stundar æðardúntekju og ferðaþjónustu; fer með fólk í skoðunarferðir um Vigur og er með veitingaþjónustu. Hann segir að ferðaþjónustan sé mikilvægari tekjulind fyrir Vigur en dúntekjan. Í Vigur er stærsta lunda- og teistubyggð í Ísafjarðardjúpi.

Á sumrin, þegar skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar, eru siglingafyrirtæki þar í bæ í akkorði í siglingum um Ísafjarðardjúp, meðal annars til Vigur. Einum ferðamannhóp er skutlað út í eyju og svo er næsti hópur sóttur.   „Við höfum verið að skoða hvali, hnúfubaka, um það bil þar sem þessar kvíar eru. Ég hef áhyggjur af því hvað verður um þessa hvali nú þegar kvíarnar eru komnar þarna því hvalirnir eru þarna í æti, rækju og öðru, sem laxeldið getur haft áhrif á. Ferðamennirnir koma hingað til að skoða hvali og vilja ekki sjá þessar kvíar,“ segir Gísli.

Sjókvíunum komið fyrirSjókvíunum við Vigur var komið fyrir nú í apríl. Myndin sýnir þegar verið var að festa kvíarnar og er eyjan í baksýn.

Ekki mótfallinn laxeldi sem slíku

Gísli segir aðspurður að hann sé ekki mótfallinn laxeldi sem slíku og að það sé jákvætt að laxeldið á Vestfjörðum skapi þar atvinnu. Hins vegar þá passi laxeldi illa við atvinnugreinina ferðamennsku á Vestfjörðum. „Það er frábært að laxeldið skapi atvinnu hérna, eins og til dæmis í Súðavík, því ekki veitir nú af. Hins vegar stangast þetta á, þessar tvær atvinnugreinar, og þær fara ekki vel saman,“ segir Gísli en með þess á hann við að ferðamennskan á Vestfjörðum snúist um að sýna fólki hreina og óspillta náttúru en að laxeldið í Ísafjarðardjúpi spilli náttúrunni þar og upplifun fólks af henni. 

Hann segir auk þess að annað sem hann hafi áhyggjur af sé að laxeldið skilji eftir litla tekjur og fjármuni í sveitarfélaginu. Gísli segir að það sem hafi gerst í laxeldi á suðvestanverðum Vestfjörðum er að laxeldið er upphaflega sé það kannski í eigu fyrirtækja á svæðinu en svo sé þetta selt til erlendra fyrirtækja.  „Þetta er svo bara selt til erlendra fyrirtækja og eftir verður ekki neitt. Það kemur ekkert til sveitarfélagsins, það eru engar tekjur af þessu, til dæmis í Arnarfirðinum. Það er engin leiga af því að fá að hafa þetta í sjónum. Það er bara kostnaður við eitthvað leyfi sem er afar lítill og verðmætin sem skapast í þessu laxeldi eru fyrst og fremst að hafa þessar staðsetningar og að eiga leyfin. Þarna verða til margir milljarðar og þetta skilar sér ekkert til samfélagsins. Mér finnst þetta bara ekki rétt,“ segir Gísli.  

Gísli segir að hann hafi ekki íhugað að leita réttar síns vegna þess að laxeldiskvíarnar hafi verið settar niður svo nálægt Vigur. Hann ætli að lifa með þeim, þrátt fyrir að það sé kveðið á um það í lögum að það megi ekki setja slíka starfsemi niður svo nálægt æðarvarpi á Íslandi. „Við viljum bara lifa í sátt og samlyndi við umhverfi okkar hér. En okkur finnst þetta miður og þetta hefur neikvæð áhrif á okkur hér.“

Laxeldið í DjúpinuMyndin sýnir fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi, meðal annars kvíarnar sem eru í nágrenni við Vigur. Myndin er tekin úr gögnum frá Skipulagsstofnun.

Tekjulind margra fyrirtækja á Ísafirði

Eins og segir á heimasíðu Ísafjarðarbæjar þá eru viðskipti við farþega skemmtiferðaskipa mjög mikilvægur þáttur í rekstri margra fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum. Þar er sérstaklega rætt um viðskipti þessara farþega við ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu.

Orðrétt segir á heimasíðu bæjarins um eyðslu hvers farþega í landi: „Ríflega 2/3 hlutar eyðslunnar (um 11.700 kr.) voru í ferðir innan svæðisins, en viðskipti við farþega skemmtiferðaskipa eru hryggjarstykkið í rekstri fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja og stofnana á norðanverðum Vestfjörðum, ekki eingöngu í Ísfjarðarbæ. Má þar nefna safnið Ósvör í Bolungarvík, en án skemmtiferðaskipa væri rekstur þess ekki sjálfbær.“

Samkvæmt töflu á heimasíðu Ísafjarðar er áætlað að 200 þúsund farþegar komi til Ísafjarðar með þessum skemmtiferðaskipum í sumar. Gróflega 2/3 hluti eyðslu þessa fólks fer í að borga fyrir aðgang að náttúru Vestfjarða. 

Ferðaþjónustufyrirtæki á Ísafirði, meðal annars gamalgróna siglingafyrirtækið Sjóferðir sem í gegnum tíðina hefur verið kennt við eigendurna Hafstein og Kiddýju en sem skipt hefur um eigendur, hefur  tekjur af því að sigla með ferðamenn í Vigur á sumrin.   Svo eru fleiri ferða- siglingafyrirtæki á Ísafirði sem fara með fólk í hvalaskoðun í nágreinni Vigur og stoppa svo í eyjunni, hjá Gísla og fjölskyldu, og koma þar í skoðunarferðir og kaffi. Fyrirtækið Vesturferðir selur ferðamönnum farmiða í þessar siglingar. 

Laxeldið við Vigur mun því mögulega hafa áhrif á ýmsa aðila á Ísafirði ef Gísli hefur rétt fyrir sér. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Frekjan í þessum ömurlegu laxeldisfyrirtækjum er ótrúleg
    og vart hægt að finna fallegri stað en Vigur, á Íslandi.
    2
    • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
      nýju eigendur Íslands. Laxeldiskvótakógarnir.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár