Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Háa­fell hef­ur sett nið­ur sjókví­ar við eyj­una Vig­ur í mynni Skötu­fjarð­ar í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Gísli Jóns­son, eig­andi og bóndi í Vig­ur, er ekki sátt­ur við þetta og seg­ir að lax­eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi stang­ist á við þá miklu ferða­manna­þjón­ustu sem þar fram í gegn­um ýmsa að­ila.

Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
900 metra frá Vigur Sjókvíarnar sem verið var að setja niður eru 900 metra frá eynni Vigur. Gísli Jónsson, eigandi Vigur og æðadúns- og ferðaþjónustubóndi þar í ey, er ekki sáttur við laxeldið.

„Þetta passar okkur auðvitað voðalega illa hérna. Þessar kvíar eru bara í 900 metra fjarlægð frá Vigur, ég fór og mældi þetta. Við erum að taka á móti ferðamönnum hérna á sumrin og laxeldið hefur yfir sér mjög neikvæða ímynd. Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá. Það fyrsta sem þeir sjá þegar þeir koma á bryggjuna hjá okkur eru þessar kvíar,“ segir Gísli Jónsson, eigandi eyjunnar Vigur í mynni Skötufjarðar í Ísafjarðardjúpi, aðspurður um sjókvíar sem laxeldisfyrirtækið Háafell hefur sett niður rétt við eyjuna. Háafell er í eigu útgerðarfélagsins HG, Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. 

„Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
Gísli Jónsson í Vigur

Gísli segir að sjónmengunin af sjókvíunum sé mikil og að þetta muni hafa áhrif á þá um það bil tíu þúsund ferðamenn sem koma í Vigur á ári. „Fólk er að leita í þessa náttúru sem er hér og hversu villt þetta er. Ég held að þessar kvíar muni hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur. Fólk kemur hingað til að upplifa náttúruna af því það vill fara á staði þar sem maðurinn er ekki búinn að yfirtaka náttúruna. Hér höfum við verið að víkja fyrir náttúrunni en í laxeldinu er maðurinn einmitt ekki að gera það. Þetta hefur akkúrat öfug áhrif á fólk.“

Segir hagsmuni stangast áGísli Jónsson, æðardúns- og ferðaþjónustubóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi, segir hagsmuni ferðaþjónustunnar og laxeldisins stangast á.

Ferðaþjónustan mikilvægasta tekjulind Vigurbóndans

Gísli keypti Vigur árið 2019 og býr þar allt árið ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir að ekki hafi verið búið að fastsetja að kvíarnar yrðu settar niður við Vigur þegar hann keypti eyjuna. Hins vegar hafi laxeldisfyrirtæki verið búin að sækja um leyfi til að setja niður kvíar um allt Djúp. 

Gísli stundar æðardúntekju og ferðaþjónustu; fer með fólk í skoðunarferðir um Vigur og er með veitingaþjónustu. Hann segir að ferðaþjónustan sé mikilvægari tekjulind fyrir Vigur en dúntekjan. Í Vigur er stærsta lunda- og teistubyggð í Ísafjarðardjúpi.

Á sumrin, þegar skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar, eru siglingafyrirtæki þar í bæ í akkorði í siglingum um Ísafjarðardjúp, meðal annars til Vigur. Einum ferðamannhóp er skutlað út í eyju og svo er næsti hópur sóttur.   „Við höfum verið að skoða hvali, hnúfubaka, um það bil þar sem þessar kvíar eru. Ég hef áhyggjur af því hvað verður um þessa hvali nú þegar kvíarnar eru komnar þarna því hvalirnir eru þarna í æti, rækju og öðru, sem laxeldið getur haft áhrif á. Ferðamennirnir koma hingað til að skoða hvali og vilja ekki sjá þessar kvíar,“ segir Gísli.

Sjókvíunum komið fyrirSjókvíunum við Vigur var komið fyrir nú í apríl. Myndin sýnir þegar verið var að festa kvíarnar og er eyjan í baksýn.

Ekki mótfallinn laxeldi sem slíku

Gísli segir aðspurður að hann sé ekki mótfallinn laxeldi sem slíku og að það sé jákvætt að laxeldið á Vestfjörðum skapi þar atvinnu. Hins vegar þá passi laxeldi illa við atvinnugreinina ferðamennsku á Vestfjörðum. „Það er frábært að laxeldið skapi atvinnu hérna, eins og til dæmis í Súðavík, því ekki veitir nú af. Hins vegar stangast þetta á, þessar tvær atvinnugreinar, og þær fara ekki vel saman,“ segir Gísli en með þess á hann við að ferðamennskan á Vestfjörðum snúist um að sýna fólki hreina og óspillta náttúru en að laxeldið í Ísafjarðardjúpi spilli náttúrunni þar og upplifun fólks af henni. 

Hann segir auk þess að annað sem hann hafi áhyggjur af sé að laxeldið skilji eftir litla tekjur og fjármuni í sveitarfélaginu. Gísli segir að það sem hafi gerst í laxeldi á suðvestanverðum Vestfjörðum er að laxeldið er upphaflega sé það kannski í eigu fyrirtækja á svæðinu en svo sé þetta selt til erlendra fyrirtækja.  „Þetta er svo bara selt til erlendra fyrirtækja og eftir verður ekki neitt. Það kemur ekkert til sveitarfélagsins, það eru engar tekjur af þessu, til dæmis í Arnarfirðinum. Það er engin leiga af því að fá að hafa þetta í sjónum. Það er bara kostnaður við eitthvað leyfi sem er afar lítill og verðmætin sem skapast í þessu laxeldi eru fyrst og fremst að hafa þessar staðsetningar og að eiga leyfin. Þarna verða til margir milljarðar og þetta skilar sér ekkert til samfélagsins. Mér finnst þetta bara ekki rétt,“ segir Gísli.  

Gísli segir að hann hafi ekki íhugað að leita réttar síns vegna þess að laxeldiskvíarnar hafi verið settar niður svo nálægt Vigur. Hann ætli að lifa með þeim, þrátt fyrir að það sé kveðið á um það í lögum að það megi ekki setja slíka starfsemi niður svo nálægt æðarvarpi á Íslandi. „Við viljum bara lifa í sátt og samlyndi við umhverfi okkar hér. En okkur finnst þetta miður og þetta hefur neikvæð áhrif á okkur hér.“

Laxeldið í DjúpinuMyndin sýnir fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi, meðal annars kvíarnar sem eru í nágrenni við Vigur. Myndin er tekin úr gögnum frá Skipulagsstofnun.

Tekjulind margra fyrirtækja á Ísafirði

Eins og segir á heimasíðu Ísafjarðarbæjar þá eru viðskipti við farþega skemmtiferðaskipa mjög mikilvægur þáttur í rekstri margra fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum. Þar er sérstaklega rætt um viðskipti þessara farþega við ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu.

Orðrétt segir á heimasíðu bæjarins um eyðslu hvers farþega í landi: „Ríflega 2/3 hlutar eyðslunnar (um 11.700 kr.) voru í ferðir innan svæðisins, en viðskipti við farþega skemmtiferðaskipa eru hryggjarstykkið í rekstri fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja og stofnana á norðanverðum Vestfjörðum, ekki eingöngu í Ísfjarðarbæ. Má þar nefna safnið Ósvör í Bolungarvík, en án skemmtiferðaskipa væri rekstur þess ekki sjálfbær.“

Samkvæmt töflu á heimasíðu Ísafjarðar er áætlað að 200 þúsund farþegar komi til Ísafjarðar með þessum skemmtiferðaskipum í sumar. Gróflega 2/3 hluti eyðslu þessa fólks fer í að borga fyrir aðgang að náttúru Vestfjarða. 

Ferðaþjónustufyrirtæki á Ísafirði, meðal annars gamalgróna siglingafyrirtækið Sjóferðir sem í gegnum tíðina hefur verið kennt við eigendurna Hafstein og Kiddýju en sem skipt hefur um eigendur, hefur  tekjur af því að sigla með ferðamenn í Vigur á sumrin.   Svo eru fleiri ferða- siglingafyrirtæki á Ísafirði sem fara með fólk í hvalaskoðun í nágreinni Vigur og stoppa svo í eyjunni, hjá Gísla og fjölskyldu, og koma þar í skoðunarferðir og kaffi. Fyrirtækið Vesturferðir selur ferðamönnum farmiða í þessar siglingar. 

Laxeldið við Vigur mun því mögulega hafa áhrif á ýmsa aðila á Ísafirði ef Gísli hefur rétt fyrir sér. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Frekjan í þessum ömurlegu laxeldisfyrirtækjum er ótrúleg
  og vart hægt að finna fallegri stað en Vigur, á Íslandi.
  2
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
   nýju eigendur Íslands. Laxeldiskvótakógarnir.
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Kristján Þór starfandi stjórnarformaður styrktarfélags Samherjafrænda
5
Fréttir

Kristján Þór starf­andi stjórn­ar­formað­ur styrkt­ar­fé­lags Sam­herja­f­rænda

Kristján Þór Júlí­us­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur og ráð­herra, er stjórn­ar­formað­ur ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðl­a­fé­lags sem stofn­end­ur Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Kristján Vil­helms­son, hafa sett á lagg­irn­ar. Um er að ræða enn eitt dæm­ið um starf­ið sem Kristján Þór tek­ur að sér fyr­ir stofn­end­ur Sam­herja í gegn­um ár­in.
Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
6
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
4
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
6
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Auður Jónsdóttir
3
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár