Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Háa­fell hef­ur sett nið­ur sjókví­ar við eyj­una Vig­ur í mynni Skötu­fjarð­ar í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Gísli Jóns­son, eig­andi og bóndi í Vig­ur, er ekki sátt­ur við þetta og seg­ir að lax­eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi stang­ist á við þá miklu ferða­manna­þjón­ustu sem þar fram í gegn­um ýmsa að­ila.

Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
900 metra frá Vigur Sjókvíarnar sem verið var að setja niður eru 900 metra frá eynni Vigur. Gísli Jónsson, eigandi Vigur og æðadúns- og ferðaþjónustubóndi þar í ey, er ekki sáttur við laxeldið.

„Þetta passar okkur auðvitað voðalega illa hérna. Þessar kvíar eru bara í 900 metra fjarlægð frá Vigur, ég fór og mældi þetta. Við erum að taka á móti ferðamönnum hérna á sumrin og laxeldið hefur yfir sér mjög neikvæða ímynd. Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá. Það fyrsta sem þeir sjá þegar þeir koma á bryggjuna hjá okkur eru þessar kvíar,“ segir Gísli Jónsson, eigandi eyjunnar Vigur í mynni Skötufjarðar í Ísafjarðardjúpi, aðspurður um sjókvíar sem laxeldisfyrirtækið Háafell hefur sett niður rétt við eyjuna. Háafell er í eigu útgerðarfélagsins HG, Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. 

„Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
Gísli Jónsson í Vigur

Gísli segir að sjónmengunin af sjókvíunum sé mikil og að þetta muni hafa áhrif á þá um það bil tíu þúsund ferðamenn sem koma í Vigur á ári. „Fólk er að leita í þessa náttúru sem er hér og hversu villt þetta er. Ég held að þessar kvíar muni hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur. Fólk kemur hingað til að upplifa náttúruna af því það vill fara á staði þar sem maðurinn er ekki búinn að yfirtaka náttúruna. Hér höfum við verið að víkja fyrir náttúrunni en í laxeldinu er maðurinn einmitt ekki að gera það. Þetta hefur akkúrat öfug áhrif á fólk.“

Segir hagsmuni stangast áGísli Jónsson, æðardúns- og ferðaþjónustubóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi, segir hagsmuni ferðaþjónustunnar og laxeldisins stangast á.

Ferðaþjónustan mikilvægasta tekjulind Vigurbóndans

Gísli keypti Vigur árið 2019 og býr þar allt árið ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir að ekki hafi verið búið að fastsetja að kvíarnar yrðu settar niður við Vigur þegar hann keypti eyjuna. Hins vegar hafi laxeldisfyrirtæki verið búin að sækja um leyfi til að setja niður kvíar um allt Djúp. 

Gísli stundar æðardúntekju og ferðaþjónustu; fer með fólk í skoðunarferðir um Vigur og er með veitingaþjónustu. Hann segir að ferðaþjónustan sé mikilvægari tekjulind fyrir Vigur en dúntekjan. Í Vigur er stærsta lunda- og teistubyggð í Ísafjarðardjúpi.

Á sumrin, þegar skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar, eru siglingafyrirtæki þar í bæ í akkorði í siglingum um Ísafjarðardjúp, meðal annars til Vigur. Einum ferðamannhóp er skutlað út í eyju og svo er næsti hópur sóttur.   „Við höfum verið að skoða hvali, hnúfubaka, um það bil þar sem þessar kvíar eru. Ég hef áhyggjur af því hvað verður um þessa hvali nú þegar kvíarnar eru komnar þarna því hvalirnir eru þarna í æti, rækju og öðru, sem laxeldið getur haft áhrif á. Ferðamennirnir koma hingað til að skoða hvali og vilja ekki sjá þessar kvíar,“ segir Gísli.

Sjókvíunum komið fyrirSjókvíunum við Vigur var komið fyrir nú í apríl. Myndin sýnir þegar verið var að festa kvíarnar og er eyjan í baksýn.

Ekki mótfallinn laxeldi sem slíku

Gísli segir aðspurður að hann sé ekki mótfallinn laxeldi sem slíku og að það sé jákvætt að laxeldið á Vestfjörðum skapi þar atvinnu. Hins vegar þá passi laxeldi illa við atvinnugreinina ferðamennsku á Vestfjörðum. „Það er frábært að laxeldið skapi atvinnu hérna, eins og til dæmis í Súðavík, því ekki veitir nú af. Hins vegar stangast þetta á, þessar tvær atvinnugreinar, og þær fara ekki vel saman,“ segir Gísli en með þess á hann við að ferðamennskan á Vestfjörðum snúist um að sýna fólki hreina og óspillta náttúru en að laxeldið í Ísafjarðardjúpi spilli náttúrunni þar og upplifun fólks af henni. 

Hann segir auk þess að annað sem hann hafi áhyggjur af sé að laxeldið skilji eftir litla tekjur og fjármuni í sveitarfélaginu. Gísli segir að það sem hafi gerst í laxeldi á suðvestanverðum Vestfjörðum er að laxeldið er upphaflega sé það kannski í eigu fyrirtækja á svæðinu en svo sé þetta selt til erlendra fyrirtækja.  „Þetta er svo bara selt til erlendra fyrirtækja og eftir verður ekki neitt. Það kemur ekkert til sveitarfélagsins, það eru engar tekjur af þessu, til dæmis í Arnarfirðinum. Það er engin leiga af því að fá að hafa þetta í sjónum. Það er bara kostnaður við eitthvað leyfi sem er afar lítill og verðmætin sem skapast í þessu laxeldi eru fyrst og fremst að hafa þessar staðsetningar og að eiga leyfin. Þarna verða til margir milljarðar og þetta skilar sér ekkert til samfélagsins. Mér finnst þetta bara ekki rétt,“ segir Gísli.  

Gísli segir að hann hafi ekki íhugað að leita réttar síns vegna þess að laxeldiskvíarnar hafi verið settar niður svo nálægt Vigur. Hann ætli að lifa með þeim, þrátt fyrir að það sé kveðið á um það í lögum að það megi ekki setja slíka starfsemi niður svo nálægt æðarvarpi á Íslandi. „Við viljum bara lifa í sátt og samlyndi við umhverfi okkar hér. En okkur finnst þetta miður og þetta hefur neikvæð áhrif á okkur hér.“

Laxeldið í DjúpinuMyndin sýnir fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi, meðal annars kvíarnar sem eru í nágrenni við Vigur. Myndin er tekin úr gögnum frá Skipulagsstofnun.

Tekjulind margra fyrirtækja á Ísafirði

Eins og segir á heimasíðu Ísafjarðarbæjar þá eru viðskipti við farþega skemmtiferðaskipa mjög mikilvægur þáttur í rekstri margra fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum. Þar er sérstaklega rætt um viðskipti þessara farþega við ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu.

Orðrétt segir á heimasíðu bæjarins um eyðslu hvers farþega í landi: „Ríflega 2/3 hlutar eyðslunnar (um 11.700 kr.) voru í ferðir innan svæðisins, en viðskipti við farþega skemmtiferðaskipa eru hryggjarstykkið í rekstri fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja og stofnana á norðanverðum Vestfjörðum, ekki eingöngu í Ísfjarðarbæ. Má þar nefna safnið Ósvör í Bolungarvík, en án skemmtiferðaskipa væri rekstur þess ekki sjálfbær.“

Samkvæmt töflu á heimasíðu Ísafjarðar er áætlað að 200 þúsund farþegar komi til Ísafjarðar með þessum skemmtiferðaskipum í sumar. Gróflega 2/3 hluti eyðslu þessa fólks fer í að borga fyrir aðgang að náttúru Vestfjarða. 

Ferðaþjónustufyrirtæki á Ísafirði, meðal annars gamalgróna siglingafyrirtækið Sjóferðir sem í gegnum tíðina hefur verið kennt við eigendurna Hafstein og Kiddýju en sem skipt hefur um eigendur, hefur  tekjur af því að sigla með ferðamenn í Vigur á sumrin.   Svo eru fleiri ferða- siglingafyrirtæki á Ísafirði sem fara með fólk í hvalaskoðun í nágreinni Vigur og stoppa svo í eyjunni, hjá Gísla og fjölskyldu, og koma þar í skoðunarferðir og kaffi. Fyrirtækið Vesturferðir selur ferðamönnum farmiða í þessar siglingar. 

Laxeldið við Vigur mun því mögulega hafa áhrif á ýmsa aðila á Ísafirði ef Gísli hefur rétt fyrir sér. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Frekjan í þessum ömurlegu laxeldisfyrirtækjum er ótrúleg
    og vart hægt að finna fallegri stað en Vigur, á Íslandi.
    2
    • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
      nýju eigendur Íslands. Laxeldiskvótakógarnir.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu