„Við höfum nú þegar tekið allar ákvarðanir um þetta,“ sagði Vladimir Pútín Rússlands forseti í ræðu fyrir rússneskum þingmönnum í St. Pétursborg í dag, um viðbrögð Rússa við „utanaðkomandi“ inngripum í atburðarásina í Úkraínu, þar sem herlið Rússa gerir tilraun til að yfirtaka landsvæði Úkraínu.
Orð Pútíns hafa verið túlkuð sem hótun um að beita kjarnorkuvopnum. Sergei Lavror utanríkisráðherra sagði á mánudagskvöld að „raunveruleg“ hætta væri á beitingu kjarnorkuvopna, ef vesturlönd héldu áfram að styðja Úkraínu með vopnum gegn innrás Rússa.
„Við höfum öll tólin fyrir þetta, sem enginn annar getur hrósað sér af. Við munum ekki hreykja okkur: Við munum nota þau, ef þarf. Og ég vil að allir viti það,“ sagði Pútín og ítrekaði að ákvörðun hafi þegar verið tekin um viðbragðið. „Ef einhver utanaðkomandi ætlar sér að grípa inn í yfirstandandi …
Hann verður að gera sér grein fyrir því að fylgst er gjörla með honum og ef hann tekur einhverja áhættu með að fikta með kjarnorkuvopn má reikna með því að andstæðingar hans reyna af öllum mætti að koma í veg fyrir að hann stofni heiminum í hættu.
Pútín virðist vera ekki með fullu ráði. Best væri að rússneskir herforingjar grípi fram fyrir hendurnar á honum og forði heimsbyggðinni frá þeim voða sem PÚTÍN virðist ekki gera sér grein fyrir.