Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ráðherra krafinn frekari svara um Moshensky

Þing­mað­ur Pírata hef­ur kraf­ið ut­an­rík­is­ráð­herra um svör við því hvers vegna ráðu­neyti henn­ar flokk­ar öll sam­skipti sín við ESB vegna ís­lenska kjör­ræð­is­manns­ins í Hvíta-Rússlandi sem óform­leg. Ráðu­neyt­ið neit­ar að birta gögn og frek­ari upp­lýs­ing­ar um hátt í þrjá­tíu sím­töl, fyr­ir­spurn­ir og fundi, sem ís­lensk stjörn­völd áttu í kjöl­far þess að ræð­is­mað­ur­inn til­kynnti að hann yrði mögu­lega bann­listað­ur vegna tengsla við ein­ræð­is­herr­ann í Hvíta-Rússlandi.

Ráðherra krafinn frekari svara um Moshensky
Ráðherrann og ræðismaðurinn Utanríkisráðherra hefur fullyrt að ekkert hafi verið óeðlilegt við samskipti ráðuneytis hennar við fulltrúa ESB, í tengslum við áhyggjur kjörræðismannsins í Hvíta-Rússlandi af því að verða beittur viðskiptaþvingunum vegna tengsla hans við stjórnvöld í Minsk.

„Hvers vegna eru samskipti við ESB um mögulegar þvingunaraðgerðir ESB gagnvart kjörræðismanni Íslands óformleg? Væri ekki eðlilegt að slík samskipti væru formleg og skráð til hins ýtrasta ef ESB væri að ósekju að ganga þannig að kjörræðismanni Íslands? Hverjar eru reglur um hvort erindi skuli vera formleg eða óformleg? Hver tekur slíka ákvörðun? Hvaða reglur gilda um skráningu óformlegra erinda,“ spyr Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í skriflegri fyrirspurn til utanríkisráðherra, sem lögð var fram í byrjun vikunnar.

Utanríkisráðuneytið staðfesti á dögunum í svari til Stundarinnar að hafa í desember 2020, hátt í þrjátíu skipti hringt, sent fyrirspurnir og átt fundi með fulltrúum aðildarríkja ESB, í kjölfar þess að kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi viðraði áhyggjur sínar af því að lenda mögulega á lista einstaklinga sem sættu viðskiptabanni, vegna tengsla við einræðisherrann Aleksander Lukashenko. 

Ráðuneytið neitar hins vegar að afhenda nokkur gögn um þessi samskipti, á þeirri forsendu að þau hafi öll verið trúnaðarsamtöl. Stundin hefur óskað eftir frekari sundurliðun á þessum samskiptum en beiðninni hefur enn ekki verið svarað.

Utanríkisráðherra hefur ítrekað vísað í upplýsingar úr þessum gögnum, þegar hún hefur hafnað því að ísenska ríkið hafi með þessum samskiptum reynt að beita sér gegn því að kjörræðismaðurinn eða fyrirtæki hans yrðu fyrir viðskiptaþvingunum ESB. Einungis hafi verið um að ræða fyrirspurnir, þvert á það sem fjöldi viðmælenda Stundarinnar hafa lýst.

Í því samhengi er fullyrt að milljarða árlegir viðskiptahagsmunir íslenskra útgerða, hafi ráðið för. Kjörræðismaðurinn Aleksander Moshensky hefur enda verið umsvifamikill fiskkaupandi ekki síst eftir að Rússar lögðu viðskiptabann á íslenskan fisk. Með Moshensky sem millilið hefur íslenskum útgerðum tekist að koma íslenskum fiski á markað í Rússlandi. Og notið til þess pólitískra tengsla Moshensky við einræðisherrann Aleksander Lukashenko, samkvæmt fréttum í Hvíta-Rússlandi.

Fyrirspurnin til utanríkisráðherra inniheldur spurningu um þessi viðskiptatengsl og hvort íslenskum stjórnvöldum hafi verið kunnugt um að íslenskum fiski hafi verið endurpakkað í Hvíta-Rússlandi og uppruni vörunnar sagður þar, áður en hann var fluttur til Rússlands.

Í fyrirspurn Björns Leví er jafnframt spurt um hvenær og hversu oft ráðuneytið hafi átt í samskiptum við kjörræðismanninn frá því hann var skipaður í embættið árið 2007, og hversu oft þau samskipti hafi snúist um boðuð áform ESB um að beita Moshensky viðskiptaþvingunum. 

Yfirlýsing utanríkisráðherra í svari til Stundarinnar í byrjun mars, á þá leið að ráðherra teldi orðum aukið að kalla Moshensky náinn bandamann Lukashenko, vakti nokkra athygli. Ekki síst meðal talsmanna landflótta Hvít-Rússa og stjórnarandstæðinga í landinu, sem bentu á margháttuð augljós tengsl þeirra. Síðar kom í ljós að eina heimild ráðuneytisins fyrir þessari fullyrðingu var Moshensky sjálfur, í bréfi til ESB þar sem hann varðist fyrirhuguðum viðskiptaþvingunum. Ráðherra hefur í opinberri umræðu vísað til þessa bréfs og sagt það opinbert gagn, en engu að síður hefur Stundin ekki fengið aðgang að því, hvorki í ráðuneytinu né frá Moshensky sjálfum.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er efni bréfsins þó ekki skýrt um samband Lukashensko og Moshensky. Þar er hvergi vikið orði að fjölmörgum atriðum sem benda ótvírætt til þess að Moshensky hafi notið velvildar forsetans, í skiptum fyrir stuðning við hann. Nokkuð sem ítrekað hefur verið fjallað um í fjölmiðlum innan og utan Hvíta-Rússlands.

Björn Leví spyr í því ljósi sérstaklega um hvort íslenskum stjórnvöldum hafi aldrei borist ábendingar eða athugasemdir við stöðu Moshensky sem kjörræðismanns:

„Hafa íslenskum stjórnvöldum einhvern tíma borist ábendingar eða athugasemdir um meinta spillingu eða pólitísk tengsl Mosjenskís við Aleksander Lúkasjenkó eða hvítrússnesk stjórnvöld? Ef svo er, hvenær og hversu oft,“ segir í fyrirspurnininni sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mun svara skriflega á næstu vikum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    P S.á miðlum Torgs eru koment í þessa veru þurkuð út til að létta lund siðlausra bisnismanna.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Hver eru þessi 3 fyritæki sem við þurfum að skammast okkur fyrir?
    0
    • JGG
      Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir skrifaði
      Eru reyndar 4....Ísfélagið, Vinslustöðin, Samherji og FISK
      1
    • PG
      Palli Garðarsson skrifaði
      Mætti ekki spyrja hæstvirtann ráðherra hvað meint sé með að hún ætli að efla aðgerðir til að stöðva yfirgang rússa? Ætlar hún að beita sér gegn þeim íslensku fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við þá?
      https://www.ukrinform.net/rubric-ato/3468225-ukrainian-icelandic-diplomats-discuss-joint-action-to-stop-russian-aggression.html
      0
    • ÁHG
      Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
      Og með sölunni og mótöku blóðugra peninga stiðja þessi fyrutæki MORÐ NAUÐGANIR OG BARNAMORÐ, og enn er hægt að auka skömm okkar á því að vera frá Skrípaskerinu.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár