Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, segir að fyrirtækið hafi enga vitneskju um aflands- og skattaskjólsviðskipti hvítrússneska kaupsýslumannsins Alexanders Moshensky. Hann segir að fyrirtækið tengist þeim ekki með nokkrum hætti. Sigurgeir, sem yfirleitt er kallaður Binni í Vinnslustöðinni, segir að eina samband Vinnslustöðvarinnar við fyrirtæki Moshenkys sé að selja þeim uppsjávarfisk.
Þegar blaðamaður Stundarinnar segir Binna að eignarhaldið á fyrirtækjaneti Moshenskys, sem Vinnslustöðin hefur verið að selja fiskinn til, endi í skattaskjólinu Seychelles í Indlandshafi, segir Binni að hann hafi ekki vitað það. „Ég veit bara ekkert um það og hef ekkert verið að velta því fyrir mér.“
Stundin hefur fjallað um Íslandstengsl Moshenskys síðustu misserin. Hann hefur meðal annars átt í viðskiptum við Vinnslustöðina síðastliðin 20 ár. „Hann kom fyrst hérna til Vestmannaeyja árið 2003 og hefur átt í miklum viðskiptum við Ísland í langan tíma. Það er ekkert leyndarmál og hefur aldrei …
Athugasemdir