Ríkisstjórnin vill leggja niður Bankasýslu ríkisins og breyta fyrirkomulaginu sem verið hefur vegna eignarhalds ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Þetta er viðbragð við lokuðu útboði á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Útboðið hefur verið harðlega gagnrýnt vegna framkvæmdarinnar og hverjir það voru sem fengu að kaupa hluti í útboðinu.
Í tilkynningu frá formönnum stjórnarflokkanna, þeim Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG, Bjarna Benediktssyni, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem birtist í morgun á vef stjórnarráðsins segir að finna eigi nýtt fyrirkomulag sem geri ráð fyrir ríkari aðkomu Alþingis. „[O]g að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings,“ segir í yfirlýsingunni.
Formennirnir þrír segja að gerð sé rík krafa um gagnsæi, jafnræði og ítarlega upplýsingagjöf til almennings þegar ríkið selji eignarhluti í fjármálafyrirtækjum en að ljóst sé að framkvæmd sölunnar hafi ekki að öllu leyti …
http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/
"130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"
"Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"
"Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"
Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!