Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Allt eðlilegt hér

Hvað er á döf­inni næstu vik­urn­ar?

Allt eðlilegt hér

Jónas Sig

Hvar? Bæjarbíó
Hvenær? 14. apríl
Miðaverð: 6.990 kr.

Jónas Sig og félagar verða í Bæjarbíói á skírdag, 14. apríl.  „Við ætlum að vera hrárri og rokkaðri en við höfum verið að spila undanfarið eftir að Milda hjartað platan kom út,“ segir Jónas. „Það hefur byggst upp mjög falleg og gefandi hefð fyrir góðum hópi fólks sem sækir þessa tónleika hjá okkur í Bæjarbíói og mikil spenna í hópnum okkar að komast aftur á svið og heilsa upp á fólkið okkar.“  Jónas og félagar verða síðan á Græna hattinum, Akureyri yfir páskana á laugardag og sunnudag. Þar má gera ráð fyrir góðri stemningu, enda hafa Jónas og félagar ræktað sambandið sitt við Akureyringa árum saman. 

Úti í Eyjum

Hvar? Elborgarsal Hörpu
Hvenær? 21. apríl - sumardaginn fyrsta
Miðaverð: 6.990 til 12.990

Eyjatónleikar verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu fimmtudagskvöldið 21. apríl. Fjöldi frábærra listamanna koma þá saman og leika öll yndislegu Eyjalögin. Það er löngu kominn tími á að við fáum tækifæri á að rifja upp öll uppáhalds Eyjalögin, syngja með, upplifa sanna Eyjastemningu, koma saman og gleðjast.

Í gegnum tíðina hefur verið blandað saman landsþekktu listafólki og listafólki úr Eyjum. Á þessum 10 árum er fjöldi listamanna kominn langt á annað hundraðið. Þetta árið fáum við Magna Ásgeirs, Stefaníu Svavars, Kristján Kristjánsson (KK), Hreim Örn Heimisson, höfund Þjóðhátíðarlagsins í fyrra, Magnús Kjartan Eyjólfsson, brekkusöngvara 2021 og Eyjafólkið Rúnar Kristin Rúnarsson, Söru Renee og Unu Þorvaldsdóttur til að syngja. 

Hljómsveitarstjóri: Þórir Úlfarsson

Að venju verða þarna flutt mörg af bestu og yndislegustu lögum Eyjanna.

Allt eðlilegt hér

Hvar? Bæjarbíó
Hvenær? 22. og 23. apríl
Miðaverð: 5.990 kr.

Saga Garðarsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir verða með uppistandssýninguna „Allt eðlilegt hér“ í Bæjarbíói 22. og 23. apríl. Þetta var ákveðið mjög hratt. Þær voru báðar æstar og Bæjarbíó til í slaginn svo þetta var ákveðið á einum degi. Þá þurftu þær að byrja að semja sýninguna. „Okkur finnst nafnið skemmtilegt því að allt er orðið eðlilegt aftur hvað varðar samkomutakmarkanir og svo er þetta eitthvað sem maður segir líka þegar hlutirnir eru ekki alveg eðlilegir, „jájá allt eðlilegt hér“. Snjólaug mun tala um hvað það er leiðinlegt að deita skrýtið fólk og hvað hún öfundar Sögu af stabílum lífsstíl. Saga mun tala um hvað hún er mikið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum núna og hvað hún öfundar Snjólaugu af ævintýralegu djammlífi.

Mannakorn í Hofi

Hvar? Hof
Hvenær? 29. apríl
Miðaverð: 7.990–9.990 kr.

Það eru fáir listamenn sem hafa sett svip sinn jafn sterkt á íslenska tónlistarsögu og Mannakorn. Í 40 ár hefur bandið gefið út hvern hittarann á fætur öðrum sem hvert einasta mannsbarn þekkir. Hver man ekki eftir lögum eins og Reyndu aftur, Einhverstaðar einhvern tímann aftur, Elska þig, Braggablús, Gamli góði vinur, Ég elska þig enn, Óralangt í burtu, Á rauðu ljósi, Sölvi Helgason, Samferða, Garún og Ó þú? Pálma Gunnars, Magga Eiríks og Ellen Kristjáns til halds og trausts verður landslið hljóðfæraleikara.

Erró: Sprengikraftur mynda

Hvar? Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús
Hvenær? til 29. september 
Miðaverð: 1.950 kr. fullorðnir, 1.200 kr. námsmenn

Yfirlitssýningin á verkum Erró, „SPRENGIKRAFTUR MYNDA“, er skipulögð eftir tíma og þemum og spannar listrænan feril Errós í heild í öllum sínum fjölbreytileika fram til nýjustu málverka hans og klippiverka. Hér eru verk frá yfir sjötíu ára ferli. Sýningunni er ætlað að leiða í ljós hvernig Erró hefur auðgað og endurnýjað efnissafn sitt með tímanum þannig að það tekur nú til sérhvers mögulegs myndræns umdæmis, frá málaralist og kvikmyndum til teiknimynda gegnum vísindi og tækni, sögu og stjórnmál, auglýsingar, áróður og erótík. Hér má sjá hvernig hann hefur endurskapað og endurbyggt sjónrænan efnivið sinn í þeim tilgangi að mynda andstöðuvettvang gegn hvers konar yfirvaldi, og til að skapa farveg fyrir hið sífrjóa hugarflug sitt.

Gabriel Fauré - Requiem

Hvar? Hallgrímskirkja
Hvenær? 16. apríl kl. 17
Miðaverð: 4.000 kr.

Laugardaginn 16. apríl kl. 17 flytur Kór Langholtskirkju Sálumessu eða Requiem eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré (1845–1924) undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Sálumessan er eitt þekktasta verk hans og hefur notið gífurlegra vinsælda frá því hún var frumflutt árið 1888. Sjálfur sagði Fauré sálumessu sína einkennast af trú á eilífa hvíld í dauðanum. Í stað þess að mála stórar og litríkar myndir af ógn og hryllingi hins hinsta dóms beinir Fauré sjónum sínum að kyrrð, ró og himneskri fegurð.

Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Fjölnir Ólafsson, baritón. Björn Steinar Sólbergsson spilar með á orgel.

Hægt er að kaupa miða á tix.is og við innganginn.

Hvanndalsbræður

Hvar? Græni hatturinn, Akureyri
Hvenær? 23. apríl
Miðaverð: 4.300 kr.

Hljómsveitin Hvanndalsbræður fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári en þeir hafa líklega komið oftar fram á Græna hattinum en nokkur önnur hljómsveit enda ferill þeirra samofin sögu Græna hattsins. Á efnisskránni þetta kvöld verða gömlu og góðu Hvanndalslögin en einnig nokkur nýleg af nýjustu plötu þeirra, Hraundranga, sem kom út árið 2020. Stemningin hjá Hvanndalsbræðrum á Græna hattinum er ótrúlega skemmtileg, eins og þeir vita sem þekkja til, og komast iðulega færri að en vilja. Það vill svo til að einmitt þetta kvöld mun fiðluleikarinn knái Valmar Valjaots fagna 55 ára afmæli sínu og er því afar líklegt að hann muni flytja að minnsta kosti eitt lag á móðurmáli sínu, eistnesku.

KK - Lucky One 30 ára

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 23. apríl
Miðaverð? 4.990 - 8.990 kr.

Í tilefni af 30 ára útgáfuafmæli meistarastykkisins LUCKY ONE verða tónleikar í Háskólabíói 23. apríl 2 og allir sem spiluðu á plötunni verða með. „Við ætlum líka að spila fullt af öðrum lögum,“ segir KK, „en svo verður platan leikin í heild sinni með þessum frábæru tónlistarmönnum: Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Gummi Péturs á gítar, Þorleifur Guðjóns á bassa, Sigtryggur Baldurs og Matti Hemstock tromma og leika á alls konar ásláttardót, Ellen systir syngur nokkur lög og svo spjöllum við smá á milli laga eins og gengur og gerist. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur og við erum byrjuð að æfa og slípa lögin til. Svo bið ég ykkur öllum vel að lifa og taka vel á móti sumrinu, í Guðs friði, KK.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár