Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Allt eðlilegt hér

Hvað er á döf­inni næstu vik­urn­ar?

Allt eðlilegt hér

Jónas Sig

Hvar? Bæjarbíó
Hvenær? 14. apríl
Miðaverð: 6.990 kr.

Jónas Sig og félagar verða í Bæjarbíói á skírdag, 14. apríl.  „Við ætlum að vera hrárri og rokkaðri en við höfum verið að spila undanfarið eftir að Milda hjartað platan kom út,“ segir Jónas. „Það hefur byggst upp mjög falleg og gefandi hefð fyrir góðum hópi fólks sem sækir þessa tónleika hjá okkur í Bæjarbíói og mikil spenna í hópnum okkar að komast aftur á svið og heilsa upp á fólkið okkar.“  Jónas og félagar verða síðan á Græna hattinum, Akureyri yfir páskana á laugardag og sunnudag. Þar má gera ráð fyrir góðri stemningu, enda hafa Jónas og félagar ræktað sambandið sitt við Akureyringa árum saman. 

Úti í Eyjum

Hvar? Elborgarsal Hörpu
Hvenær? 21. apríl - sumardaginn fyrsta
Miðaverð: 6.990 til 12.990

Eyjatónleikar verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu fimmtudagskvöldið 21. apríl. Fjöldi frábærra listamanna koma þá saman og leika öll yndislegu Eyjalögin. Það er löngu kominn tími á að við fáum tækifæri á að rifja upp öll uppáhalds Eyjalögin, syngja með, upplifa sanna Eyjastemningu, koma saman og gleðjast.

Í gegnum tíðina hefur verið blandað saman landsþekktu listafólki og listafólki úr Eyjum. Á þessum 10 árum er fjöldi listamanna kominn langt á annað hundraðið. Þetta árið fáum við Magna Ásgeirs, Stefaníu Svavars, Kristján Kristjánsson (KK), Hreim Örn Heimisson, höfund Þjóðhátíðarlagsins í fyrra, Magnús Kjartan Eyjólfsson, brekkusöngvara 2021 og Eyjafólkið Rúnar Kristin Rúnarsson, Söru Renee og Unu Þorvaldsdóttur til að syngja. 

Hljómsveitarstjóri: Þórir Úlfarsson

Að venju verða þarna flutt mörg af bestu og yndislegustu lögum Eyjanna.

Allt eðlilegt hér

Hvar? Bæjarbíó
Hvenær? 22. og 23. apríl
Miðaverð: 5.990 kr.

Saga Garðarsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir verða með uppistandssýninguna „Allt eðlilegt hér“ í Bæjarbíói 22. og 23. apríl. Þetta var ákveðið mjög hratt. Þær voru báðar æstar og Bæjarbíó til í slaginn svo þetta var ákveðið á einum degi. Þá þurftu þær að byrja að semja sýninguna. „Okkur finnst nafnið skemmtilegt því að allt er orðið eðlilegt aftur hvað varðar samkomutakmarkanir og svo er þetta eitthvað sem maður segir líka þegar hlutirnir eru ekki alveg eðlilegir, „jájá allt eðlilegt hér“. Snjólaug mun tala um hvað það er leiðinlegt að deita skrýtið fólk og hvað hún öfundar Sögu af stabílum lífsstíl. Saga mun tala um hvað hún er mikið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum núna og hvað hún öfundar Snjólaugu af ævintýralegu djammlífi.

Mannakorn í Hofi

Hvar? Hof
Hvenær? 29. apríl
Miðaverð: 7.990–9.990 kr.

Það eru fáir listamenn sem hafa sett svip sinn jafn sterkt á íslenska tónlistarsögu og Mannakorn. Í 40 ár hefur bandið gefið út hvern hittarann á fætur öðrum sem hvert einasta mannsbarn þekkir. Hver man ekki eftir lögum eins og Reyndu aftur, Einhverstaðar einhvern tímann aftur, Elska þig, Braggablús, Gamli góði vinur, Ég elska þig enn, Óralangt í burtu, Á rauðu ljósi, Sölvi Helgason, Samferða, Garún og Ó þú? Pálma Gunnars, Magga Eiríks og Ellen Kristjáns til halds og trausts verður landslið hljóðfæraleikara.

Erró: Sprengikraftur mynda

Hvar? Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús
Hvenær? til 29. september 
Miðaverð: 1.950 kr. fullorðnir, 1.200 kr. námsmenn

Yfirlitssýningin á verkum Erró, „SPRENGIKRAFTUR MYNDA“, er skipulögð eftir tíma og þemum og spannar listrænan feril Errós í heild í öllum sínum fjölbreytileika fram til nýjustu málverka hans og klippiverka. Hér eru verk frá yfir sjötíu ára ferli. Sýningunni er ætlað að leiða í ljós hvernig Erró hefur auðgað og endurnýjað efnissafn sitt með tímanum þannig að það tekur nú til sérhvers mögulegs myndræns umdæmis, frá málaralist og kvikmyndum til teiknimynda gegnum vísindi og tækni, sögu og stjórnmál, auglýsingar, áróður og erótík. Hér má sjá hvernig hann hefur endurskapað og endurbyggt sjónrænan efnivið sinn í þeim tilgangi að mynda andstöðuvettvang gegn hvers konar yfirvaldi, og til að skapa farveg fyrir hið sífrjóa hugarflug sitt.

Gabriel Fauré - Requiem

Hvar? Hallgrímskirkja
Hvenær? 16. apríl kl. 17
Miðaverð: 4.000 kr.

Laugardaginn 16. apríl kl. 17 flytur Kór Langholtskirkju Sálumessu eða Requiem eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré (1845–1924) undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Sálumessan er eitt þekktasta verk hans og hefur notið gífurlegra vinsælda frá því hún var frumflutt árið 1888. Sjálfur sagði Fauré sálumessu sína einkennast af trú á eilífa hvíld í dauðanum. Í stað þess að mála stórar og litríkar myndir af ógn og hryllingi hins hinsta dóms beinir Fauré sjónum sínum að kyrrð, ró og himneskri fegurð.

Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Fjölnir Ólafsson, baritón. Björn Steinar Sólbergsson spilar með á orgel.

Hægt er að kaupa miða á tix.is og við innganginn.

Hvanndalsbræður

Hvar? Græni hatturinn, Akureyri
Hvenær? 23. apríl
Miðaverð: 4.300 kr.

Hljómsveitin Hvanndalsbræður fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári en þeir hafa líklega komið oftar fram á Græna hattinum en nokkur önnur hljómsveit enda ferill þeirra samofin sögu Græna hattsins. Á efnisskránni þetta kvöld verða gömlu og góðu Hvanndalslögin en einnig nokkur nýleg af nýjustu plötu þeirra, Hraundranga, sem kom út árið 2020. Stemningin hjá Hvanndalsbræðrum á Græna hattinum er ótrúlega skemmtileg, eins og þeir vita sem þekkja til, og komast iðulega færri að en vilja. Það vill svo til að einmitt þetta kvöld mun fiðluleikarinn knái Valmar Valjaots fagna 55 ára afmæli sínu og er því afar líklegt að hann muni flytja að minnsta kosti eitt lag á móðurmáli sínu, eistnesku.

KK - Lucky One 30 ára

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 23. apríl
Miðaverð? 4.990 - 8.990 kr.

Í tilefni af 30 ára útgáfuafmæli meistarastykkisins LUCKY ONE verða tónleikar í Háskólabíói 23. apríl 2 og allir sem spiluðu á plötunni verða með. „Við ætlum líka að spila fullt af öðrum lögum,“ segir KK, „en svo verður platan leikin í heild sinni með þessum frábæru tónlistarmönnum: Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Gummi Péturs á gítar, Þorleifur Guðjóns á bassa, Sigtryggur Baldurs og Matti Hemstock tromma og leika á alls konar ásláttardót, Ellen systir syngur nokkur lög og svo spjöllum við smá á milli laga eins og gengur og gerist. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur og við erum byrjuð að æfa og slípa lögin til. Svo bið ég ykkur öllum vel að lifa og taka vel á móti sumrinu, í Guðs friði, KK.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár