Listinn yfir kaupendur hlutabréfa íslenska ríkisins í Íslandsbanka opinberaði að þar á meðal voru nokkrir af þekktari fjárfestum Íslands á árunum fyrir hrun. Meðal annars var um að ræða eignarhaldsfélög og fyrirtæki sem eru í eigu, tengjast eða lúta stjórn aðila sem voru stórir hluthafar í Glitni. Samanlagt hafa verið afskrifaðir mörg hundruð milljarðar króna af skuldum hjá einungis nokkrum af þeim helstu og þekktustu aðilum sem koma fyrir á listanum yfir kaupendur hlutabréfanna.
Meðal annars var um að ræða félög sem eru í eigu og eða tengjast eða lúta stjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Karls Wernerssonar, Pálma Haraldssonar, Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna og eigenda verktakafyrirtækisins BYGG, Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Ómars Héðinssonar. Allir þessir aðilar voru stórir skuldarar í Glitni banka, nú Íslandsbanka, fyrir hrunið 2008 og allir komu þeir að því að stjórna bankanum eða stórum hluthöfum í honum fyrir hrun.
Væri ekki snjallt að vekja áhuga erlendra fjölmiðla á nýjasta íslenska bankaráninu ?
Þar gæfist Bjarna gott tækifæri til þess að útskýra málið !!
http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/
"130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"
"Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"
"Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"
Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!
Krónan skapar kjöraðstæður fyrir slíkt athæfi enda sveiflur á gengi hennar margfalt meiri en stærri gjaldmiðla. Þess vegna má Sjálfstæðisflokkurinn ekki heyra á það minnst að Ísland gangi i ESB og taki upp evru. Þá væri hætt við að svo skjótfenginn gróði heyrði sögunni til.