Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mörg hundruð milljarða afskriftir hjá nýju hluthöfum Íslandsbanka

Þeg­ar kaup­endalisti Ís­lands­banka var loks­ins gerð­ur op­in­ber komu fram mörg nöfn sem urðu vel þekkt fyr­ir og eft­ir ís­lenska banka­hrun­ið ár­ið 2008. Með­al kaup­enda að hluta­bréf­um rík­is­ins í bank­an­um voru fjöl­marg­ir að­il­ar sem fengu af­skrif­að­ar há­ar fjár­hæð­ir í kjöl­far hruns­ins. At­hygli vakti hversu marg­ir í hlut­hafa­hópn­um höfðu áð­ur ver­ið með­al stórra hlut­hafa og lán­tak­enda í Glitni, sem síð­ar varð Ís­lands­banki.

Mörg hundruð milljarða afskriftir hjá nýju hluthöfum Íslandsbanka
Gömul andlit úr Glitni dúkka upp Margir af helstu og þekktustu eigendum og skuldurum Glitnis banka fyrir hrunið dúkka upp á nýjum hlutahafalista Íslandsbanka. Meðal annars er um að ræða félög sem tengjast og eða lúta stjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Karl Wernerssonar, Benedikts Sveinssonar, Pálma Haraldssonar auk Gunnar Þorlákssonar og Gylfa Ómars Héðinssonar.

Listinn yfir kaupendur hlutabréfa íslenska ríkisins í Íslandsbanka opinberaði að þar á meðal voru nokkrir af þekktari fjárfestum Íslands á árunum fyrir hrun. Meðal annars var um að ræða eignarhaldsfélög og fyrirtæki sem eru í eigu, tengjast eða lúta stjórn aðila sem voru stórir hluthafar í Glitni. Samanlagt hafa verið afskrifaðir mörg hundruð milljarðar króna af skuldum hjá einungis nokkrum af þeim helstu og þekktustu aðilum sem koma fyrir á listanum yfir kaupendur hlutabréfanna. 

Meðal annars var um að ræða félög sem eru í eigu og eða  tengjast eða lúta stjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Karls Wernerssonar, Pálma Haraldssonar, Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna og eigenda verktakafyrirtækisins BYGG, Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Ómars Héðinssonar. Allir þessir aðilar voru stórir skuldarar í Glitni banka, nú Íslandsbanka, fyrir hrunið 2008 og allir komu þeir að því að stjórna bankanum eða stórum hluthöfum í honum fyrir hrun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Bjarni Ben. virðist hræðast íslenska fjölmiðla.

    Væri ekki snjallt að vekja áhuga erlendra fjölmiðla á nýjasta íslenska bankaráninu ?

    Þar gæfist Bjarna gott tækifæri til þess að útskýra málið !!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    ALLIR ættu að lesa bókina "Hinir ósnertanlegu" !!!!

    http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/

    "130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"

    "Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"

    "Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"

    Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!
    3
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Að hagnast á hlutabréfum þegar gengið fer upp og fá svo afskrifað þegar það fer niður er leiðin til að verða ofurríkur á stuttum tíma.
    Krónan skapar kjöraðstæður fyrir slíkt athæfi enda sveiflur á gengi hennar margfalt meiri en stærri gjaldmiðla. Þess vegna má Sjálfstæðisflokkurinn ekki heyra á það minnst að Ísland gangi i ESB og taki upp evru. Þá væri hætt við að svo skjótfenginn gróði heyrði sögunni til.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár