„Ég kaus bara að svara því ekki. [...] Ég svara því ekki. Það kemur mér og mínum nánustu við hvað ég er að fara að gera. Þeim er fullkunngt um það hvað ég er að fara að gera þegar ég er búinn í sveitarstjórn,“ segir Gauti Jóhannesson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og forseti sveitarstjórnar Múlaþings á Austurlandi, aðspurður um hvort hann ætli sér að fara að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki í fjórðungnum þegar hann hættir í sveitastjórnarpólitík nú í vor. Gauti hefur gefið það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram aftur í kosningunum. Múlaþing er sveitarfélag sem samanstendur af byggðakjörnunum Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Seyðisfirði og Djúpavogi.
Ekki liggur fyrir staðfest að Gauti sé að fara að vinna hjá laxeldisfyrirtæki en hann kýs að svara þessu ekki, af einhverjum ástæðum. Gauti hefur lengi verið ötull talsmaður fiskeldis á Austurlandi og var hann áður sveitarstjóri á Djúpavogi.
Athugasemdir